Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 10

Kjörtímabilið 2022—2026

14. júní 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 14.6 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Endur­skoðun aðal­skipu­lags 2023-2040 — drög til kynn­ingar

    ​Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgjafi kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti drög að endurskoðun aðalskipulags 2023-2040.

  • Breyting á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps og nýtt deili­skipulag veiði­húss í landi Hofs við Hofsá, skipu­lags­lýsing

    ​Fyrir liggur skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag veiðihúss í landi Hofs við Hofsá.

    Umhverfis – og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin til upp samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.


  • Leið­ar­höfn — umsókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna niðurrifs

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi  vegna niðurrifs á hlöðu við Leiðarhöfn.

    Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.


  • Torfastaðir skóg­rækt — umsagnir

    ​Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Austurlands, HAUST og Minjastofnun Íslands.

    Í umsögn HAUST kemur m.a. eftirfarandi fram:

    „Neysluvatn á Vopnafirði er viðkvæm auðlind eins og víðar og í forgangi að tryggja íbúum og atvinnulífi heilnæmt og hreint neysluvatn. Síðastliðið sumar voru boraðar tilraunarborholur í landi Torfastaða sem gáfu góð fyrirheit. HAUST telur nauðsynlegt að meta þurfi fyrirhugað skógræktarsvæði m.t.t. þeirra tilraunaborholna sem boraðar voru síðastliðið sumar í landi Torfastaða.

    Að mati HAUST er fyrirhuguð framkvæmd tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar vegna vatnsverndar. Leggja þarf fram ítarlegri gögn varðandi staðsetningu skógræktar m.t.t. til flokkunar verndarsvæða miðað við núverandi skipulag sem og framkvæmda- og viðbragðsáætlun áður en að hægt er að veita samþykki fyrir skógræktaráformum og tengdum framkvæmdum. Ennfremur telur HAUST að í forgang þurfi að setja breytingu á skipulagi m.t.t. framtíðarvatnsöflunar í landi Torfastaða."

    Í ljósi þess hversu brýnt er að tryggja nægjanlegt neysluvatn fyrir byggðina samþykkir ráðið að vísa umsögnum til frekari úrvinnslu hjá umsækjanda og áformin verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að vatnsöflun fyrir Vopnafjörð verði að vera í forgangi og áform um skógrækt á svæðinu þurfi að laga sig að þeim þörfum. Ráðið telur að framkvæmdina þurfi að tilkynna til Skipulagsstofnunar og beinir því til skipulagsráðgjafa að gæta þess að tillaga að nýju aðalskipulagi taki til framtíðar vatnsöflunar í landi Torfastaða.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.
     


  • Beiðni vegna rann­sókna í landi Kálf­fells og Fossar

    ​Fyrir liggur beiðni vegna rannsókna á kolefnisbirgðum í jarðvegi í landi Kálffells og Fossar frá Landgræðslunni.

    Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.
    Samþykkt samhljóða.


  • Minn­is­blað um áform um móttöku og vinnslu CAT1 og CAT2 úrgangs á Dysnesi

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 453. fundur stjórnar Hafna­sam­bands Íslands

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:02