Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 9

Kjörtímabilið 2022—2026

10. maí 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 10.5 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Yrki – Minn­is­blað um fjölgun íbúða í íbúða­hverfum í Vopna­fjarð­ar­kaup­túni

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um fjölgun íbúða í íbúðahverfum í Vopnafjarðarkauptúni. Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgafi kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og greindi frá minnisblaðinu.

 • Veiðihús við Hofsá – umsókn um breyt­ingu á aðal­skipu­lagi

  ​Fyrir liggur umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna veiðihúss við Hofsá og ósk um heimild til að vinna deiliskipulag.


  Umhverfis – og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 – 2026 sem geri ráð fyrir fyrirhuguðu veiðihúsi við Hofsá og efnisnámum vegna framkvæmdanna verði bætt inn á skipulag. Jafnframt leggur ráðið til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdaaðila að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

  Tillagan er borin til upp samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Hauks­staðir– umsókn um viðbygg­ingu á Hauks­stöðum

  ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi  vegna viðbyggingar á Hauksstöðum. 

  Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila útgáfu byggingarleyfis og samþykkir jafnframt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

   Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Umsókn um stöðu­leyfi við Háholt 3

  ​Fyrir liggur umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við Háholt 3 ásamt teikningu af staðsetningu við húsið.  


  Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila útgáfu stöðuleyfis til eins árs.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • Yrki – minn­is­blað um stöðu verk­efna 23.4

  ​Minnisblað frá Yrki arkitektum um stöðu verkefna, dagsett 23.4 lagt fram til kynningar.

 • Jafn­rétt­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps – til kynn­ingar

  ​Drög að uppfærðri jafnréttisáætlun Vopnafjarðarhrepps lögð fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:47.