Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 8
Kjörtímabilið 2022—2026
19. apríl 2023
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 19.4 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00.
- Hofsá – beiðni um óverulega breytingu á aðalskipulagi
Fyrir liggur fyrirspurn frá Sniddu arkitektum fyrir hönd Six Rivers Project um hvort fyrirhugað veiðihús í landi Hofs við Hofsá falli undir óverulega breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 4.8.3.gr skipulagsreglugerðar.
Samkvæmt umsögn Skipulagsstofnunar telur hún að rétt sé að fara með breytinguna sem verulega breytingu á aðalskipulagi og bendir í því samhengi á að um sé að ræða uppbyggingu nærri Hofsá sem kallar á að leita þurfi umsagnar Fiskistofu um skipulagsáformin. Auk þess er um að ræða nokkuð umfangsmikla starfsemi sem kallar á að huga þarf að vatnstöku, rafmagni og fráveitu og leita umsagna viðkomandi stofnana.
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur því ekki orðið við erindinu og bendir umsóknaraðilum á að sækja um meiriháttar breytingu á aðalskipulagi og mælir með að samhliða verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Tillagan er borin til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
- Torfastaðaskóli – umsókn um leyfi vegna endurnýjunar glugga
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi við Torfastaðaskóla vegna skiptingu á gluggum.
Umhverfis – og framkvæmdaráð samþykkir að leyfa umbeðna breytingu á gluggum og telur að breytingin falli undir óverulega breytingu á húsinu.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
- Torfastaðir – umsókn um framkvæmdaleyfi
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Torfastaða frá Ygg Carbon.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum Torfastaða, Torfastaðaskóla, Skóga og Ljótsstaða og kynna jafnframt á vef sveitarfélagsins.
Ráðið samþykkir að leita umsagna hjá HAUST, RARIK, Minjastofnun, Skógræktinni, Fiskistofu, Veiðifélaginu Vesturdalsá, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
- Vopnafjarðarhreppur – beiðni um breytta legu á göngustíg
Fyrir liggur umsókn um breytta legu á göngustíg á milli Hamrahlíðar og Kolbeinsgötu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og telur það vera í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
- Umgengnisreglur um gámasvæði Vopnafjarðarhrepps – drög
Fyrir liggja drög að umgengnisreglum um gámasvæði Vopnafjarðarhrepps.
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti drögin og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt með sex atkvæðum. Kristrún Ósk Pálsdóttir situr hjá.
- Stóri plokkdagurinn 30.apríl
Erindi vegna plokkdagsins 30.april lagt fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í plokkdeginum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Tillagan er borin upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
- Stjórn hafnasambands Íslands – 451.fundur
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:09.