Umhverfis- og framkvæmdaráð
Fundur nr. 7
Kjörtímabilið 2022—2026
8. mars 2023
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 8.3 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00.
- Erindi frá hreppsráði: Lenging löndunarbryggju – minnisblað og uppfærð kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni
Minnisblað og uppfærð kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni vegna lengingar á löndunarbryggju lagt fram til kynningar.
Kostnaður vegna lengingarinnar er áætlaður 778 mkr (m/vsk) og er hlutur Vopnafjarðarhrepps 251 mkr (án vsk.) sem dreifist á þrjú ár, 2023-2025.
- Rótaríklúbbur héraðsbúa – skilti um Jón lærða, beiðni um staðsetningu
Lagt fram erindi frá Rótaríklúbbi héraðsbúa varðandi beiðni um staðsetningu söguskiltis til minningar um Jón lærða og Bjarnareyjardvöl hans á Vopnafirði.
Formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs og sveitarstjóra falið að klára málið.
Samþykkt samhljóða.
- Torfastaðaskóli – umsókn um framkvæmdaleyfi
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi við Torfastaðaskóla.
Umhverfis – og framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda og ekki er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir þessari framkvæmd.
Samþykkt samhljóða.
- Ytri hlíð – umsókn um byggingarleyfi vegna gróðurhúss
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna gróðurhúss í Ytri hlíð frá Sunnudal ehf. og Sólarsölum efh.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða.
- Ytri hlíð – umsókn um byggingarleyfi vegna dæluhúss
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna dæluhúss (torfhús sem hýsir borholu) í Ytri hlíð frá Sunnudal ehf. og Sólarsölum efh.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Ráðið samþykkir jafnframt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um byggingarleyfi til niðurrifs á gömlu rafstöðinni að Hafnarbyggð 16
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi til niðurrifs á gömlu rafstöðinni að Hafnarbyggð 16.
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða.
- Römpum upp Vopnafjörð
Erindi frá Römpum upp Ísland lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
- Skýrsla hafnarvarðar jan-feb 2023
Skýrsla hafnarvarðar fyrir tímabilið janúar til febrúar 2023 lögð fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:39.