Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 6

Kjörtímabilið 2022—2026

8. febrúar 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 8.2 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Yrki – minn­is­blað um stöðu skipu­lags­verk­efna 31.1

  ​Minnisblað frá Yrki um stöðu skipulagsverkefna hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar.

 • Vernd­ar­svæði í byggð – tillaga til auglýs­ingar

  ​Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu til auglýsingar á verndarsvæði í byggð fyrir Vopnafjarðarhrepp. 

  Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst. 
  Samþykkt samhljóða.

 • Deili­skipulag miðbæjar Vopna­fjarð­ar­hrepps – tillaga til auglýs­ingar

  ​Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu til auglýsingar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps. 

  Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.
  Samþykkt samhljóða.

 • Tillögur fyrir nýtt aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps – minn­is­blað og fund­ar­gerð 31.1

  ​Lagt fram minnisblað og fundargerð um tillögur fyrir nýtt aðalskipulag.

  Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunum til nánari útfærslu hjá skipulagráðgjafa.

  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá sveit­ar­stjórn: Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfsssvæði HAUST, beiðni um umsögn

  ​Heilbrigðisnefnd Austurlands leggur til ný drög að sameiginlegri samþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði HAUST sem komi í stað sérstakra samþykkta. 

  Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn.
  Samþykkt samhljóða.

 • Smávirkjun við Gestreið­ar­staða­háls – umsagn­ar­beiðni frá Múla­þingi

  Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir erindið og framlögð gögn og metur að ekki sé tilefni til athugasemda af hálfu Vopnafjarðarhrepps. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. 

  Samþykkt samhljóða. • Siða­reglur kjör­inna full­trúa Vopna­fjarð­ar­hrepps – til kynn­ingar

  ​Siðareglur kjörinna fulltrúa Vopnafjarðarhrepps lagðar fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Fund­ar­gerðir Hafna­sam­bands Íslands


  a.446. fundur Hafnasambands Íslands
  b.447. fundur Hafnasambands Íslands
  c.448. fundur Hafnasambands Íslands
  d.449. fundur Hafnasambands Íslands

  Lagðar fram til kynningar.Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:03.