Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 5

Kjörtímabilið 2022—2026

12. desember 2022

Félagsheimilið Mikligarður kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 12.12 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00. Í upphafi fundar kom Lárus Ármannsson með athugasemd við boðun fundar.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Gjald­skrá Vopna­fjarð­ar­hafnar 2023 - til kynn­ingar

    ​Gjaldskrá Vopnafjarðarhafnar 2023 lögð fram til kynningar. 

    Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að sett verði inn farþegagjald fyrir skemmtiferðaskip.

    Gjaldskráin verður að öðru leyti afgreidd á sveitarstjórnarfundi 15.desember 2022 og tekur gildi 1.janúar 2023.

    Samþykkt samhljóða.

  • Umsókn um styrk vegna ganga­kofans Geld­ings

    ​Lögð fram umsókn um styrk vegna gangnakofans Geldings. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til afgreiðslu í hreppsráði.

    Samþykkt samhljóða.

  • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps - minn­is­blað frá Eflu

    ​Minnisblað vegna húsnæðisáætlunar Vopnafjarðarhrepps lagt fram til kynningar.

  • Yrki - minn­is­blað um stöðu skipu­lags­verk­efna

    ​Minnisblað um stöðu skipulagsverkefna hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar.

  • Yrki - minn­is­blað um tillögur fyrir nýtt aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur kynnti minnisblað um tillögur fyrir nýtt aðalskipulag.

    Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar ráðsins.

    Samþykkt samhljóða. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:02.