Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 4

Kjörtímabilið 2022—2026

7. nóvember 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 7.11 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 09:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Erindi til umhverfis- og fram­kvæmda­ráðs – tillaga að skipu­lags­breyt­ingum

    ​Lögð fram tillaga að skipulagsbreytingum við endurskoðun aðalskipulags frá Framsókn og óháðum á Vopnafirði. 

    Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunum til skipulagsráðgjafa til nánari útfærslu og óskar eftir því að minnisblað varðandi þessar tillögur verði lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til umfjöllunar.


    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 


  • Tjald­svæðið á Merk­istún

    ​Minnisblað varðandi samantekt umsagna frá fagráðum Vopnafjarðarhrepps varðandi staðsetningu tjaldsvæðisins, dagsett 24.október 2022 lagt fram.


    Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gera ráð fyrir tjaldsvæði á Merkistúni í endurskoðuðu aðalskipulagi. 

    Samþykkt með fjórum atkvæðum. Agnar Karl Árnason, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Lárus Ármannsson sitja hjá.

  • Álykt­anir Hafna­sam­bands­þings 2022

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Skýrsla hafn­ar­varðar fyrir sept­ember og október 2022

    ​Skýrsla hafnarvarðar fyrir september og október 2022 lögð fram til kynningar.

  • Erindi frá fjallskila­stjóra – hækkun á fund­ar­launum eftir hrúta­messu

    ​Erindi frá fjallskilastjóra um hækkun fundarlauna eftir hrútamessu lagt fram. 


    Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hækka fundarlaun eftir hrútamessu úr 5000 kr í 6000 kr og að þau verði framvegis tengd vísitölu. 

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 

  • Umhverf­is­skýrsla aðal­skipu­lags Vopna­fjarð­ar­hrepps 2040

    ​Drög að umhverfisskýrslu vegna aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2040 lögð fram til kynningar.


    Unnið er að stefnu Vopnafjarðarhrepps í loftlagsmálum og taka þarf tillit til hennar í umhverfisskýrslunni þegar hún liggur fyrir.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:16.