Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 3

Kjörtímabilið 2022—2026

18. október 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 18.10 2022 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 09:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Fjallskila­sam­þykkt fyrir sveit­ar­félög á starfs­svæði Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi

  ​Framlögð uppfærð tillaga að fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn. 


  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. • Tjald­svæðið á Merk­istún – til umsagnar

  ​Hugmynd um tjaldsvæði við Merkistún var vísað til umræðu í fagráðum sveitarfélagsins á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 22.september. Umhverfis – og framkvæmdaráð fagnar því að vinna sé hafin við hugmyndir að nýju tjaldsvæði en bendir á að svæðið við Merkistún er í dag skilgreint sem frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi og það verður hægt að fara í framkvæmdina þegar nýtt aðalskipulag hefur tekið gildi. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur einnig til að útfærð verði kostnaðaráætlun hvað varðar nýtt tjaldsvæði. 


  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Fram­kvæmda­áætlun 2022 – til kynn­ingar

  ​Lögð fram til kynningar staða framkvæmda sveitarfélagsins 2022. 

 • Yrki arki­tektar, minn­is­blað – Lóðar­mörk í Holta­hverfi

  Lagt fram til kynningar minnisblað frá Yrki arkitektum um lóðarmörk í Holtahverfi. 

  Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjafa.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands – Minn­is­blað vegna mats á áhrifum hækk­aðrar vatns­stöðu í Arnar­vatni á Vopna­fjarð­ar­heiði á bakka og gróður

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Náttúrustofu Austurlands vegna mats á áhrifum hækkaðrar vatnsstöðu í Arnarvatni á Vopnafjarðarheiði á bakka og gróður. Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við minnisblaðið en fagnar því að málin séu komin í réttan farveg og vísar minnisblaðinu til kynningar í sveitarstjórn. 


  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:02.