Fundur nr. 3
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Borghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurHöskuldur Haraldsson
NefndarmaðurBylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir
NefndarmaðurÁsmundur Ingjaldsson
NefndarmaðurKristrún Ósk Pálsdóttir
NefndarmaðurSandra Konráðsdóttir
NefndarmaðurAgnar Karl Árnason
NefndarmaðurSigurður Jónsson
Skipulags- og byggingarfulltrúiSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriFramlögð uppfærð tillaga að fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Hugmynd um tjaldsvæði við Merkistún var vísað til umræðu í fagráðum sveitarfélagsins á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 22.september. Umhverfis – og framkvæmdaráð fagnar því að vinna sé hafin við hugmyndir að nýju tjaldsvæði en bendir á að svæðið við Merkistún er í dag skilgreint sem frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi og það verður hægt að fara í framkvæmdina þegar nýtt aðalskipulag hefur tekið gildi. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur einnig til að útfærð verði kostnaðaráætlun hvað varðar nýtt tjaldsvæði.
Lögð fram til kynningar staða framkvæmda sveitarfélagsins 2022.
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Yrki arkitektum um lóðarmörk í Holtahverfi.
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Náttúrustofu Austurlands vegna mats á áhrifum hækkaðrar vatnsstöðu í Arnarvatni á Vopnafjarðarheiði á bakka og gróður. Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við minnisblaðið en fagnar því að málin séu komin í réttan farveg og vísar minnisblaðinu til kynningar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.