Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 2

Kjörtímabilið 2022—2026

5. september 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 5.9 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 11:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Kjör formanns og vara­for­manns umhverfis- og fram­kvæmda­ráðs

  ​Sveitarstjóri bar upp tillögu um að Borghildur Sverrisdóttir verði formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. 


  Samþykkt með sex atkvæðum. Lárus Ármannsonn situr hjá.

  Borghildur Sverrisdóttir bar upp tillögu um að Höskuldur Haraldsson verði varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. 

  Samþykkt með fjórum atkvæðum. Agnar Karl Árnason, Lárus Ármannson og Kristrún Ósk Pálsdóttir sitja hjá.

 • Erind­is­bréf umhverfis- og fram­kvæmda­ráðs, drög 29.8

  ​Drög að erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindisbréfinu til afgreiðslu í sveitarstjórn. Samþykkt með sex atkvæðum. Lárus Ármannson situr hjá.

 • Deili­skipulag miðbæjar – athuga­semdir við vinnslu­til­lögu

  ​Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu og samþykkir að óska eftir því við skipulagsráðgjafa að hann taki saman yfirlit yfir umsagnir og athugasemdir ásamt því að gera tillögu að viðbrögðum og viðeigandi breytingum á skipulagstillögunni. Samþykkt samhljóða.

 • Deili­skipulag Holta- og Skála­nes­hverfis – athuga­semdir við skipu­lags­lýs­ingu

  ​Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu verkefnislýsingar fyrir deiliskipulag Holta- og Skálaneshverfis og samþykkir að vísa þeim til skipulagsráðgjafa til hliðsjónar við gerð vinnslutillögu. Samþykkt samhljóða.

 • Vegsvæði Skjalds­þings­staðir – umsókn frá Vega­gerð­inni

  ​Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um stofnun Vegsvæðis úr landi Skjaldþingsstaða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að heimila stofnun vegsvæðisins.  Samþykkt samhljóða.

 • Vegsvæði Syðri-Vík – umsókn frá Vega­gerð­inni

  ​Fyrir liggur umsókn frá Vegagerðinni um stofnun Vegsvæðis úr landi Syðri-Víkur samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að heimila stofnun vegsvæðisins. Samþykkt samhljóða.

 • Miðbraut 7 – erindi um pall og skjól­vegg

  ​Fyrir liggur umsókn frá fasteignaeiganda Miðbrautar 7 um skjólvegg við pall við húsið. Veggurinn er að hluta til hærri en 1.8 metrar. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila umbeðinn skjólvegg og samþykkir jafnframt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkt samhljóða.

 • Lóna­braut 19 – umsókn um glugga­skipti

  ​Fyrir liggur umsókn frá fasteignaeiganda Lónabrautar 19 um breytingar á gluggum. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila umbeðnar breytingar og metur breytinguna sem óverulega og ekki til þess fallna að kalla á kynningu. Samþykkt samhljóða.

 • Umsókn um bygg­inga­leyfi fyrir vinnu­búðum í Ytri Hlíð

  ​Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Jafnframt samþykkir ráðið með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að falla frá grenndarkynningu þar sem um er að ræða tímabundið mannvirki og grenndaráhrif eru metin óveruleg. Samþykkt samhljóða.

 • Ný veglína yfir Brekkna­heiði – umsagn­ar­breiðni frá Langa­nes­byggð

  ​Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir erindið og framlögð gögn og metur að ekki sé tilefni til athugasemda af hálfu Vopnafjarðarhrepps. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá Brim hf. – hrognatankar

  ​Fyrir liggur umsókn frá Brim hf. um byggingarleyfi fyrir hrognatönkum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða frávik frá samþykktu deiliskipulagi þar sem byggingin mun ná út fyrir byggingarreit á þeirri hlið sem snýr upp að húsum Brim í átt til norðurs. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Jafnframt samþykkir ráðið með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að heimila frávik frá skipulagsskilmálum í samræmi við fyrirliggjandi gögn frá lóðarhafa, enda er um óveruleg frávik að ræða þannig að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Samþykkt samhljóða.

 • Ramma­samn­ingur um aukið íbúða­framboð 2023-2032

  ​Lagður er fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem var undirritaður 12. júlí 2022.

 • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2022 – beiðni um umsögn

  ​Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá sveitarstjórn um Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2022, sem unnin var í samstarfi við Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun með gögnum frá Eflu verkfræðistofu. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að tölulegar upplýsingar verði rýndar og uppfærðar og hún lögð fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð. 

 • Yrki – minn­is­blað verk­efna ágúst 2022

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Yrki arkitektum um stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu

 • Skýrsla hafn­ar­varðar júní, júlí og ágúst 2022

  ​Skýrsla hafnarvarðar fyrir júní, júlí og ágúst mánuð lögð fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:55.