Umhverfis- og fram­kvæmdaráð

Fundur nr. 1

Kjörtímabilið 2022—2026

17. ágúst 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 17.8 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 10:00. Í upphafi var leitað afbrigða með því að bæta við kjöri varaformanns undir lið 1. Samþykkt með fimm atkvæðum. Einn sat hjá.

1. Erindi#1-erindi

  • Kjör formanns og vara­for­manns umhverfis- og fram­kvæmda­ráðs

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson bar upp tillögu um að Borghildur Sverrisdóttir verði formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. 


    Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum. 
    Lárus Ármannsson greiðir atkvæði gegn tillögunni.

    Axel Örn Sveinbjörnsson bar upp tillögu um að Höskuldur Haraldsson verði varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Lárus Ármannson greiðir atkvæði gegn tillögunni og Agnar Karl Árnason situr hjá.

    Axel Örn Sveinbjörnsson víkur af fundi.


  • Samþykkt gangna­seðils 2022

    ​Gangnaseðill 2022 ræddur og yfirfarinn. Fjöldi fjár hefur minnkað milli ára um 131 og er nú 4829.

    Fjallskilastjóri er Sigurjón Haukur Hauksson.

    Gangnaseðillinn er borinn upp til samþykktar.
    Samþykktur með fimm atkvæðum.
    Lárus Ármannsson situr hjá. 

  • Erindi vegna svæð­isáætl­unar um meðhöndlun úrgangs fyrir Aust­ur­land

    ​Lagt fram erindi frá sveitarstjórn þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa úr umhverfis- og framkvæmdaráði í sameiginlega nefnd um svæðisáætlun vegna meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland. 


    Umhverfis- og framkvæmdaráð tilnefnir Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur sem fulltrúa sinn í nefndina.

    Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:20.