Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 56

Kjörtímabilið 2018—2022

21. október 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21.10.2021 í Miklagarði kl. 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Hafn­ar­nefnd 12.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 14.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 19.10


    a.Yrki arkitektar – samantekt eftir íbúafundina september 2021
    Lagt fram til kynningar samantekt eftir íbúafundina um skipulagsmál sem haldnir voru í Miklagarði 8. og 9.september síðastliðinn. Sveitarstjórn samþykkir að nýta umhverfismat aðalskipulagsins til að skoða ólíka valkosti sem íbúar eru ekki sammála um, t.d. staðsetningu tjaldsvæðis, sundlaugar og fleira til að útbúa sterkari grunn til ákvarðanatöku. Einnig samþykkir sveitarstjórn að hefja vinnu við drög að nýju aðalskipulagi. Samþykkt samhljóða.

    b.Endurheimt votlendis, uppgræðsla á Hofi í Vopnafirði
    Fyrir liggur erindi frá Þjóðkirkjunni um endurheimt votlendis í landi Hofs. Sveitarstjórn telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.

    c.Endurheimt votlendis í Vatnsdalsgerði
    Fyrir liggur erindi frá Landgræðslunni um endurheimt votlendis í Vatnsdalsgerði. Sveitarstjórn telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.

    Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Húsnæð­is­sjálf­seign­ar­stofnun á lands­byggð­inni

    ​Lagt fram minnisblað HMS, ásamt skýrslu HMS og viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki fyrir lok október afstöðu til hugmyndar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun á þeim grundvelli sem lýst er í minnisblaðinu. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur jákvætt í hugmyndina um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun. Samþykkt samhljóða.



  • Æsku­lýðs- og íþrótta­nefnd – úrsögn úr nefnd

    Fyrir liggur úrsögn úr Æskulýðs- og íþróttanefnd frá Súsönnu Rafnsdóttur vegna flutninga. Sveitarstjórn samþykkir úrsögnina og þakkar Súsönnu fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins. Varamaður tekur sæti hennar í nefndinni þar til nýr aðalamaður hefur verið skipaður. Samþykkt samhljóða.

  • Fund­arboð aðal­fundar Heil­brigðis­eft­ir­lits Aust­ur­lands bs. 2021

    ​Lagt fram fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður á Höfn í Hornafirði 3.nóvember næstkomandi. Sveitarstjórn tilnefnir Söru Elísabetu Svansdóttur, sveitarstjóra sem fulltrúa Vopnafjarðarhrepps á fundinn. Samþykkt samhljóða.

  • Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands – minn­is­blað 28.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Bréf til Lækna­deildar HÍ

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Viðauki 3 við fjár­hags­áætlun 2021

    ​Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 lagður fram. Viðauki 1-3: Breyting á rekstri er jákvæð um 15,2 m.kr. þar af er reiknaður söluhagnaður 23,2 m.kr. Nettó fjárfesting lækkar um 11,4 m. kr. Söluverð eigna er 30,0 m.kr. og uppgreiðsla lána 13,3 m.kr. samtals breyting á handbæru fé vegna viðauka 1-3 er því jákvæð um 20,0 m.kr.

    Samþykkt samhljóða.


3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Bréf frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga - Þátt­taka og framlög til staf­ræns samstarfs sveit­ar­fé­laga 2022

    ​Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Sveitarstjórn samþykkir hlut Vopnafjarðarhrepps og vísar til fjárhagsáætlanargerðar 2022.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    Sveitarstjóri fór yfir verkefnin sín og svaraði spurningum sveitarstjórnar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:51.