Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 55

Kjörtímabilið 2018—2022

23. september 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sigríður Bragadóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 23.9.2021 í Miklagarði kl. 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 31.8

  a.Deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis Vopnafirði – fiskvinnsla
  Fyrir liggur uppfærð vinnslutillaga fyrir deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni og HAUST. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagið með þeim breytingartillögum sem lagðar voru til á fundi skipulags- og umhverfisnefndar og senda tillöguna til Minjastofnunar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.

  b.Verndarsvæði í byggð og deiliskipulag fyrir miðsvæði Vopnafjarðar
  Fyrir liggur tillaga að verndarsvæði í byggð og lýsing fyrir deiliskipulag miðsvæðis Vopnafjarðar. Sveitarstjórn samþykkir að lýsing fyrir deiliskipulagið verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

  c.Þverárvirkjun – stofnun lóðar
  Fyrir liggur umsókn frá landeigendum um stofnun lóðar út úr jörðunum Hrappsstöðum 1 og 2, Háteigi og Egilsstöðum, Vopnafjarðarhreppi ásamt lóðarblaði. Sveitarstjórn samþykkir erindi um stofnun lóðarinnar. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.

  d.Rarik – beiðni um strenglögn
  Fyrir liggur beiðni frá Rarik um lögn á streng í landi Vopnafjarðarhrepps samkvæmt teikningum sem sýna fyrirhugaða legu strengsins. Sveitarstjórn samþykkir erindið og bendir umsóknaraðilum á að sækja þarf tímanlega um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.

  e.Bréf frá hestamannafélaginu Glófaxa – skipulagsmál fyrir hestamannafélagið og hesthúsahverfið
  Fyrir liggur bréf frá hestamannafélaginu Glófaxa um aðbúnað og aðstöðu á svæði félagsins. Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og sveitarstjóra falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

  f.Deiliskipulag fyrir Sigtún – umsagnir
  Fyrir liggja umsagnir vegna lýsingar á deiliskipulagi fyrir Sigtún. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, HAUST og Minjastofnun og einnig barst ábending frá íbúa við Sigtún. Skipulagsstofnun bendir á að skipulagssvæðið sé ekki í samræmi við ákvæði 37. gr. skipulagslaga og greinar 5.3.1. í skipulagsreglugerð, hvað varðar stærð og afmörkun og ætti að ná til stærra svæðis sem myndar heildstæða einingu.  Sveitarstjórn samþykkir að stækka svæðið og vinna deiliskipulag fyrir stærra skipulagssvæði og samþykkir jafnframt að  framkvæmdir á svæðinu verði unnar í samræmi við fyrirliggjandi drög að skipulagi fyrir Sigtún á meðan nýtt deiliskipulag sé í vinnslu. Umsögnum og ábendingum sem nú þegar liggja fyrir verður vísað til áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið. Samþykkt samhljóða.

  Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar. • 163. fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 1.9

  ​Lagt fram til kynningar.​

 • Hreppsráð 2.9

  ​Lagt fram til kynningar.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Vega­gerðin – sveita­vegir á Vopna­firði

  ​Lagt fram til kynningar bréf frá ábúendum að Síreksstöðum, Ljósalandi og Strandhöfn um vegabætur á Tunguvegi og Strandhafnarvegi. Sveitarstjórn styður þessa beiðni ábúenda og hvetur Vegagerðina til að leggja bundið slitlag á umrædda vegi. Sveitarstjóra falið að senda Vegagerðinni erindi um málið. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Innleiðing Heims­mark­miða Sameinuðu þjóð­anna í íslenskum sveit­ar­fé­lögum, stuðn­ings­verk­efni frá hausti 2021 til vors 2022

  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta hreppsráðsfund. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:28.