Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 54

Kjörtímabilið 2018—2022

16. september 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sigríður Bragadóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 16.september 2021 kl. 14:00 í félagsheimilinu Miklagarði.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Kjör­skrá fyrir alþing­is­kosn­ingar 25.sept 2021.

    Afgreiðsla kjörskrár vegna  Alþingiskosninga 25.september 2021.

    Oddviti  Vopnafjarðarhrepps lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps  samþykkir  framlagða kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. Sept n.k  Á kjörskrá eru alls 487 einstaklingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra áritun kjörskrárinnar og framlagningu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 25.september nk í samræmi við 27 gr. laga um kosningar til alþingis. Samþykkt samhljóða.



Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:16.