Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 35

Kjörtímabilið 2018—2022

13. febrúar 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 16:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Stefnu­mörkun lögregl­unnar á Aust­ur­landi – samtal við Kristján Ólaf Guðnason yfir­lög­reglu­þjón lögregl­unnar á Aust­ur­landi.

    ​Hjalti Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn og Hjörtur Davíðsson og Arnar Ingólfsson lögreglumenn á Vopnafirði mættu á fund sveitarstjórnar. Lögð voru fram drög að stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi og spurningum sveitarstjórnar svarað. Töluverð umræða fór fram um stefnuna og störf lögreglunnar á Austurlandi og Vopnafirði. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framlögð drög og þakkar gestum fyrir heimsóknina.​


2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Heima­síða og upplýs­inga­stefna sveit­ar­fé­lagsins.

    ​Ákveðið að ráðast í gerð nýrrar heimasíðu, heildarmörkun og upplýsingastefnu fyrir sveitarfélagið í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Kólófón og Greip Gíslason á forsendum þeirra gagna og áætlana sem lagðar hafa verið fram. Samþykkt samhljóða.​


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl.17:08.