Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 47

Kjörtímabilið 2018—2022

18. febrúar 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18.febrúar 2021 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Hreppsráð 4.2

    Fundargerð hreppsráðs frá 4.2 lögð fram. Samþykkt samhljóða.​

  • Stjórn Skóla­skrif­stofu Aust­ur­lands 9.2

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Svæð­is­skipu­lags­nefnd Aust­ur­lands 5.1

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Svæð­is­skipu­lags­nefnd Aust­ur­lands 19.1

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Svæð­is­skipu­lags­nefnd Aust­ur­lands 5.2

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Beiðni um tíma­bundið leyfi frá sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Írisi Grímsdóttur, oddvita Betra Sigtúns um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 31. mars 2021 til 31.desember 2021 vegna fæðingarorlofs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina.​

  • Vopna­fjarð­ar­hreppur – kjör í nefndir

    Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á ráðum innan Vopnafjarðarhrepps vegna tímabundins leyfis Írisar Grímsdóttur frá 31.mars 2021 til 31.desember 2021.

    Í sveitarstjórn kemur Ragna Guðmundsdóttir inn sem aðalmaður og Ingólfur Daði Jónsson inn sem varamaður.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingarnar.

    Kjör oddvita og varaoddvita:
    Sigríður Bragadóttir varaoddviti, kemur inn sem oddviti sveitarstjórnar á tímabilinu.
    Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
    Meirihlutinn tilnefnir Teit Helgason sem varaoddvita. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Kjör í hreppsráð:
    Í hreppsráð kemur Teitur Helgason inn sem aðalmaður og Ragna Guðmundsdóttir sem varamaður. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
    Sigríður Bragadóttir er kjörin sem formaður hreppsráðs. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
    Teitur Helgason er kjörinn sem varaformaður hreppsráðs. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá. ​


  • Fylgigögn með fund­ar­gerðum – drög að reglum

    ​Lögð fram til kynningar drög að verklagsreglu um birtingu fylgigagna með fundargerðum sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

  • Lyfsala Vopna­fjarð­ar­hrepps – húsnæð­ismál

    Lagt fram uppsagnarbréf á leigusamningi sveitarfélagsins vegna lyfsölunnar í Kauptúni. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

  • Kaup­vangur – drög að auglýs­ingu

    ​Lögð fram til kynningar drög að auglýsingu vegna reksturs í Kaupvangi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og setja auglýsinguna í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og í Dagskránni.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Auglýsing eftir fram­boðum í stjórn Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna fund með Langanesbyggð vegna sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna, fund með Svæðisskipulagsnefnd Austurlands og Almannavarnarnefnd, fund með Austurbrú vegna fræðsluáætlunar og fund með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Finnafjarðar. Einnig heimsótti sveitarstjóri Sundabúð ásamst skrifstofustjóra.
    Verið er að innleiða tímaskráningarkerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins og verður byrjað á skrifstofunni. Einnig er verið að hefja vinnu við rafrænt umsóknarkerfi á heimasíðu sveitarfélagsins, málaskrá og stjórnendamælaborð fyrir fjárhagskerfið. Íbúð sveitarfélagsins við Þverholt 7 er komin á sölu. Fjölþjóðleg listahátið barna er að hefjast á leikskólanum. Mikil vinna hefur verið í gangi í kringum styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki sveitarfélagsins og gengur sú vinna vel. Vopnafjarðarhreppur hefur tekið yfir launavinnslu slökkvi- og sjúkraflutningsstarfsfólks og er komið í samstarf við Múlaþing vegna slökkviliðs þar sem byggðasamlagið hefur verið lagt niður.
    Þó nokkuð er um að vera í skipulagsmálum. Auglýsingatíma vegna Þverárvirkjunar og strengs yfir Hellisheiði er lokið og taka breytingarnar gildi í mars. Breytingartillögur vegna breytingu á aðalskipulagi vegna Ytri Hlíðar og breytingartillaga vegna deiliskipulags hafnar eru í auglýsingu núna og taka gildi í mars og apríl/maí. Verið er að skipuleggja íbúafundi í maí vegna endurskoðunar aðalskipulags og verndarsvæðis í byggð og verið er að undirbúa fýsileikakönnun vegna sundlaugarmála hjá sveitarfélaginu. Framkvæmdir hafa verið á skrifstofu, félagsmiðstöð, Sundabúð og Miklagarði og hafinn er undirbúningur vegna nýrrar útrásar í Skálanesvík. Einnig er búið að gera áætlun um framkvæmdir ársins 2021 og er vinna hafin við að setja niður göngustígaáætlun í sveitarfélaginu til næstu ára.
     

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:17.