Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 46

Kjörtímabilið 2018—2022

21. janúar 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21.janúar 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – fund­ar­gerð aðal­fundar 11.12

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 6.1

    ​i. Stjórnarfundur Brunavarna á Austurlandi 14.12 og samningur um brunavarnir

    Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 14.12 síðastliðnum og drög að samningi um brunavarnir. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi. Samþykkt samhljóða. ​


  • Skipu­lags – og umhverf­is­nefnd 15.1

    i.     Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafirði – umsagnir við vinnslutillögu og uppfærð lýsing
    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að fyrirliggjandi breytingartillaga verði auglýst og kynnt. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn greiðir atkvæði á móti. Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar harma enn og aftur ákvörðun meirihluta hreppsnefndar um niðurrif Rafstöðvarinnar.


    ii.     Breyting á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi – Ytri hlíð – umsagnir, vinnslutillaga og tillaga að deiliskipulagi
    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að fyrirliggjandi breytingartillaga verði auglýst og kynnt ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi. Sveitarstjóra falið að svara athugasemdum Hauks Geirs. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.  

    iii. Vélaskemma Egilsstöðum – umsögn Minjastofnunar​

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða.

    iv.    Þverárvirkjun, athugasemd frá Landvernd við auglýsta tillögu og drög að svarbréfi

    Sveitarstjórn kýs að kjósa um breytingatillögurnar í sitt hvoru lagi. Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi um strenglögn yfir Hellsiheiði. Samþykkt samhljóða.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar ásamt deiliskipulagi fyrir Þverárvirkjun.
    Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara bréfi Landverndar og samþykkir fyrirliggjandi drög að svarbréfi með tilliti til umræðna á fundinum. Samþykkt með fimm atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson greiðir atkvæði á móti.

    Axel Örn Sveinbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun:
    Stærsti notandi orku á Vopnafirði notar í kringum 16MW, þar af eru 1.5 til 4.2MW forgangsorka en rest er umframorka. Sveitarfélagið notar í kringum 1 til 3.5MW en notkunin er árstíðabundin. Flutningsgetan á Vopnafjarðarlínu 1 er 54MVA en spennirinn í aðveitustöð er 20MVA Þverárvirkjun verður 6MW. Þegar stærsti notandi er í gangi á Vopnafirði fer notkunin í allt  að 18.5 til 19MW en hámarksflutningur til Vopnafjarðar er 20MVA.
    Þegar Þverárvirkjun verður byggð mun hún geta framleitt nægilega mikið afl fyrir sveitarfélagið allt og jafnvel meira. Við kjöraðstæður gæti hún framleitt alla forgangsorku fyrir fyrirtæki og íbúa í sveitarfélaginu. Þannig gætum við hitað húsin okkar með orku framleiddri í firðinum og vopnafirsk framleiðsla yrði knúin með orku héðan. Þetta er eitthvað sem við eigum að fagna og vera stolt af. Með auknu framboði af orku aukast möguleikar á því að núverandi notendur geti bætt við sig eða nýjir stórir notendur komið upp starfsemi á staðnum. Þess vegna fagna ég byggingu Þverárvirkjunar og tel að þetta sé mikið framfara skref fyrir okkur.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun:
    Oddviti Samfylkingarinnar tekur, að nær öllu leyti, undir þá gagnrýni og þær athugasemdir sem Landvernd setur fram í bréfi sínu. Að því sögðu getur undirritaður ekki samþykkt svarbréf hreppsnefndar. Hann er ósammála efni bréfsins og telur framkvæmd við Þverárvirkjun vera óþarfa náttúruspjöll.


    v.  Þverá – lausn lands úr landbúnaðarnotum

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að verða við erindinu og sækir hér með um lausn lands úr landbúnaðarnotum fyrir Þverárvirkjun. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.​


2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Fund­ar­dag­skrá sveit­ar­stjórnar 2021

    ​Lögð fram tillaga að fundardagskrá hreppsráðs og sveitarstjórnar fyrir árið 2021. Samþykkt samhljóða.

  • Breyting á flugáætlun Norlandair – minn­is­blað

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað um fyrirhugaðar breytingar á flugáætlun Norlandair og stöðu málsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.​

  • Kaup­vangur – rekstur kaffi­húss – minn­is­blað

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­lagsins - minn­is­blað

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað um félagslegar íbúðir sveitarfélagsins. 

    Samfylkingin leggur fram eftirfarandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna vinnubrögð meirihluta hreppsnefndar við söluna á íbúðinni við Kolbeinsgötu 55. Þann 22. desember fengu fulltrúar Samfylkingarinnar tölvupóst þar sem þeim var tilkynnt að íbúðin hefði verið seld á 11 milljónir. Fulltrúar Samfylkingarinnar voru því ekki samþykkir að selja íbúðina á svo lágu verði og telja að það hefði verið lýðræðislegra að taka umræðu um söluverðið meðal allra hreppsnefndarfulltrúa áður en meirihlutinn tók ákvörðun um sölu íbúðarinnar.

  • Fram­lenging á yfir­drætti

    ​Sveitarstjóri fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.​

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Sögu­félag Aust­ur­lands - beiðni um fjár­stuðning

    ​Björn Heiðar Sigurbjörnsson þurfti að yfirgefa fundinn áður en kosning var borin upp. Lagt fram bréf frá stjórn Sögufélags Austurlands um fjárstuðning til uppbyggingar á starfsemi Sögufélags Austurlands að upphæð 40.000 kr. Samþykkt samhljóða.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    Björn Heiðar Sigurbjörnsson kom aftur inn á fund. Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, fund með Svæðisskipulagsnefnd Austurlands og upplýsingafund vegna Finnafjarðar með Eflu og Langanesbyggð. Einnig komu ráðgjafar KPMG í heimsókn vegna vinnu við ársreikning 2020.
    Verið er að innleiða tímaskráningarkerfi fyrir starfsfólk sveitarfélagsins, málaskrá og skjalakerfi. Einnig er verið að hefja vinnu við rafrænt umsóknarkerfi á heimasíðu sveitarfélagsins og stjórnendamælaborðs fyrir fjárhagskerfið. Nýju leiguíbúðir sveitarfélagsins að Skálanesgötu eru tilbúnar og komnar í útleigu, unnið verður að lokafrágangi lóðanna í vor. Íbúð sveitarfélagsins að Kolbeinsgötu 55 er seld og verið er að undirbúa söluferlið vegna Þverholts 7. Sveitarfélagið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands vegna fjölþóðlegrar listahátíðar barna og verið er að sækja um fleiri styrki. Þó nokkuð er um að vera í skipulagsmálum og verða breytingartillögur vegna Ytri hlíðar og deiliskipulags hafnar auglýstar í framhaldi af sveitarstjórnarfundi í dag. Verkefnið „Barnvænt sveitarfélag" er farið af stað og sér verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda-, og fjölmenningarmála um verkefnastýringuna. Framkvæmdir hafa verið á skrifstofu, félagsmiðstöð, Sundabúð og Miklagarði og hafinn er undirbúningur vegna nýrrar útrásar í Skálanesvík. ​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:17.