Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 44

Kjörtímabilið 2018—2022

19. nóvember 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19.nóvember 2020 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Aðal­fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 28.10

    ​Lagt fram til kynningar. 

  • 2. fundur fagráðs um Fræða- og þekk­ing­ar­setur í Kaup­vangi 29.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Aðal­fundur Samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga 30.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ungmennaráð 4.11

    Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar fyrir fundargerðina og verða ábendingarnar teknar til skoðunar. Samþykkt samhljóða.​

  • Hreppsráð 5.11

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 12.11

    i.     Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Vopnafirði – vinnslutillaga


    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði auglýst og kynnt. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn greiðir atkvæði á móti.


    ii.     Breyting á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi – Ytri hlíð – vinnslutillaga og tilaga að deiliskipulagi

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði auglýst og kynnt ásamt vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.

    iii.    Hróaldsstaðir 2 í Vopnafirði – Framkvæmdaleyfi vegna skógræktar

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að senda erindið til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun með vísan í 16. gr laga um menningarminjar og 5. gr. reglna um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019. Samþykkt samhljóða.​

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Útsvar fyrir árið 2021

    ​Eftirfarandi tillaga lögð fram: Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að útsvar ársins  2021 verði 14,52% af útsvarsstofni. Samþykkt samhljóða.​

  • Viðaukar vegna fjár­hags­áætl­unar 2020

    ​Viðaukar 9-15 við fjárhagsáætlun 2020 lagðir fram. Viðauki 9 hefur engin rekstraráhrif á AB hluta. Rekstrarafkoma hækkar í A hluta uppá 750 þús. kr. og á móti lækkar rekstrarafkoma B hluta uppá 750 þús. kr. Viðaukar 10-15 hafa þau rekstraráhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 8 millj. kr. eða úr tapi að fjárhæð 1,4 millj. kr. í 9,4 millj. kr. tap. Rekstrarniðurstaða AB lækkar um 9,1 millj. kr. eða úr hagnaði 21,6 millj. kr. í 12,5 millj. kr. Viðauki 9 hefur engin áhrif á sjóðstreymi.
    Viðaukar 10-15 hafa þau áhrif á sjóðstreymi að veltufé til rekstrar lækkar um 9,1 millj. kr., fjárfestingarhreyfingar hækka um 10 millj. kr.
    Samtals eru sjóðsáhrif 19,1 millj. kr. til lækkunar á handbært fé þ.e. úr 58,5 millj. kr. í 39,5 millj. kr. í árslok.Samþykkt samhljóða.​

  • Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – fjár­hags­áætlun 2021 og beiðni um frestun aðal­fundar

    ​Lögð fram fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafn Austfirðinga fyrir árið 2021 og beiðni um frestun aðalfundar byggðasamlagsins. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina og samþykkir fyrir sitt leyti að aðalfundur 2020 fari fram í desember 2020. Samþykkt samhljóða.​

  • Boðun hafna­sam­bands­þings 2020

    Fyrir lá boðun rafræns hafnasambandsþings, dags. 6.nóv.2020, þar sem fram kemur að stjórn hafnasambandsins boði til rafræns hafnasambandsþings 27.nóvember nk. Sveitarstjórn leggur til að Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri og Kristinn Ágústsson, hafnarvörður sitji hafnasambandsþingið og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða.​

  • Tengir - tilboð í ljós­leiðara

    ​Lögð fram drög að kaupsamningi frá Tengi í ljósleiðarakerfi Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum við Tengir í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða.​

  • Nátt­úru­vernd­ar­samtök Aust­ur­lands – Álykt­anir frá aðal­fundi 2020

    Kynntar ályktanir frá aðalfundi NAUST 03.10.2020. Sveitarstjórn bendir á að skipulagsferlið sé hinn rétti vettvangur til að gera athugasemdir við skipulagsáætlanir. Hver sem er getur gert athugasemd við auglýsta tillögu. Samþykkt með sex atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson situr hjá.​

  • Fjár­hags­áætlun 2021 - fyrri umræða

    ​Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu. Samkvæmt áætlun verða tekjur samantekins A og B hluta 1.151.425 kr. og gjöld 1.175.102 kr. Rekstrarafgangur á árinu 2021 verður neikvæður um 57.609.000 kr. Vísað til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.​

3. Skýrsla sveitarstjóra#3-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi síðustu vikur. Þar má nefna stjórnarfund FFPA,  fund með almannavarnarnefnd Austurlands, kynningarfundi um styttingu vinnuvikunnar og aðalfund Minjasafnsins Bustarfelli.  Rafrænir fundir í tengslum við fjármálaráðstefnuna hafa verið alla föstudagsmorgna. Mikið hefur verið um að vera í tengslum við undirbúning jafnlaunavottunar. Seinni úttekt jafnlaunavottunar var 3.nóvember síðastliðinn og gekk mjög vel og mun Vopnafjarðarhreppur fá jafnlaunavottun í framhaldi af niðurstöðu þeirrar úttektar og getur sveitarfélagið verið stolt af því.  Ráðstefnur og aðalfundir haustsins eru að flestu leyti rafrænir í ár vegna Covid-19. Verið er að undirbúa verkefnið „Barnvænt samfélag" sem farið verður í 2021 og er verið að setja saman teymi. Einnig er verið að skoða stofnun á rafíþróttadeild í samstarfi við Einherja og verið að sækja um styrki fyrir því. Vinna vegna fjárhagsáætlunar 2021 er og hefur verið í fullum gangi og verður vinnufundur í sveitarstjórn í lok nóvember. Fyrri umræða fjárhagsáætlunar fór fram í dag og seinni umræða fer fram 10.desember. Nýbygging við Skálanesgötu er samkvæmt áætlun og er Félagsþjónustan að vinna í úthlutunum og ættu þær að liggja fyrir í þessum mánuði. Mikið er að gerast í skipulagsmálum, vinnslutillögur vegna Ytri-Hlíðar og deiliskipulags hafnar vegna niðurrifs verða kynntar á opnu húsi og auglýstar í framhaldi af því. Breyting á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og strengs yfir Hellisheiði er í auglýsingaferli núna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:05.