Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 39

Kjörtímabilið 2018—2022

20. maí 2020

Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka fyrst fyrir liðinn ,,Ársreikningur 2019 - fyrri umræða" undir Almenn mál. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • 11.stjórn­ar­fundur SSA 5.5.

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 7.5.

    ​i. Reglur um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi og drög að samningum um refa- og minkaveiðar.

    Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi þrjú skjöl, „Reglur um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi", „Samningur um minkaveiðar" og „Samningur um refaveiðar á grenjum (grenjavinnslu)" og felur sveitarstjóra að gefa þau út og semja við veiðimenn. Samþykkt samhljóða.​

    ii. Ráðning sveitarstjóra

    Hreppsráð bókaði á fundi sínum eftirfarandi: „Hreppsráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Söru Elísabetu Svansdóttur í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið 2018-2022. Söru Elísabetu Svansdóttur er jafnframt veitt leyfi frá störfum skrifstofustjóra á meðan á tímabundinni ráðningu hennar sem sveitarstjóra stendur yfir frá 20.maí 2020 og til loka yfirstandandi kjörtímabils. Samþykkt samhljóða." Sveitarstjórn tekur undir þessa bókun og samþykkir hana samhljóða og býður Söru Elísabetu velkomna til starfa.​



  • 883.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 8.5.

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Skipu­lags og umhverf­is­nefnd 15.5

    ​i. Breytingartillaga á aðalskipulagi vegna Þverárvirkjunar og jarðstrengs yfir Hellisheiði.

    Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst og kynnt. Samhliða verði deiliskipulagstillaga sem er í vinnslu fyrir Þverárvirkjun kynnt á vinnslustigi. Verður lýsingin auglýst og kynnt þegar deiliskipulagið liggur fyrir og hreppsráð hefur samþykkt tillöguna. Samþykkt samhljóða.

    ii. Drög að umsókn um greiðslur úr skipulagssjóði vegna endurskoðunar aðalskipulags​.

    Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og felur sveitarstjóra að klára að senda inn umsókn um greiðslur úr skipulagssjóði með skipulagsráðgjafa með tillögðum breytingum. Samþykkt samhljóða.

    iii. Drög að verk- og kostnaðaráætlun fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags

    Lagt fram til kynningar.

    iv. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags

    Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

    Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir það að lýsingin verði auglýst og kynnt með tilliti til eftirfarandi breytinga, í kafla 2 á blaðsíðu 6 verður textanum „ Gerð verði jarðgöng undir Hellisheiði eystri og endurbyggður vegur uppá Háreksstaðaleið" breytt í, „Gerð verði jarðgöng upp á hérað". Samþykkt samhljóða.


    v. Beiðni Einherja varðandi gamla vallarhúsið og gáminn.

    Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum: „Beiðnin er ekki í samræmi við deiliskipulag og því er ekki hægt að samþykkja beiðnina eins og hún er lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á reiti fyrir áhaldageymslu sem eru á deiliskipulagi." Sveitarstjórn tekur undir þessa bókun.​






2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Ársreikn­ingur 2019 – fyrri umræða

    ​Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vopnafjarðarhrepps og stofnana hans fyrir árið 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins, Magnúsi Jónssyni hjá KPMG.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2019 til seinni umræðu.

    Magnús Jónsson og Baldur Kjartansson víkja af fundi kl. 15:30.


  • Húsnæð­ismál – stofn­framlag

    Teikningar, drög að samningi við Hrafnshól og samantekt á kostnaði lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að ganga að verksamningi við Hrafnshól með fyrirvara um fjármögnun og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. ​

  • Vopna­fjörður – uppfært byggð­ar­merki

    ​Uppfært byggðarmerki Vopnafjarðarhrepps og umsókn um nýtt byggðarmerki lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir uppfært byggðarmerki og felur sveitarstjóra að klára umsókn um byggðarmerkið til Hugverkastofunnar. Samþykkt samhljóða.​

Almenn erindi#almenn-erindi

  • Fjár­hags­áætlun 2020 – viðauki vegna Vall­ar­húss

    Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2020 lagður fram. Samþykkt samhljóða.

    Viðauki 1:

    Fjárfesting í vallarhúsi fer framúr samþykktri áætlun:                    45.000

    Aukin lántaka 2020                                                                                  -58.000

                                                                                                                          -------------

                                                                                                                          -13.000

    Viðauki 1 hefur ekki rekstaráhrif í för með sér. Sjóðflæðiáhrif eru þau að fjárfestingar hækka um 45 millj. kr og lántaka hækkar um 58 millj. kr.

    Sjóður hækkar því um 13 millj. kr.​


3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Bréf frá EFS – Fjármál sveit­ar­fé­laga í kjölfar COVID-19

    ​Lagt fram til kynningar.​

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefnin sín og svaraði spurningum sveitarstjórnar.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 17:08.