Sveitarstjórn
Fundur nr. 45
Kjörtímabilið 2022—2026
21. ágúst 2025
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026, fimmtudaginn 21. ágúst 2025 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:30.
Í upphafi fundar var óskað eftir að taka inn með afbrigðum fundargerð fjölskylduráðs nr. 35 190825.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Óskað var eftir að taka inn með afbrigðum fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs nr. 29 200825.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Óskað var eftir að taka inn með afbrigðum fundargerð menningar- og atvinnumálanefndar nr. 32 200825.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Óskað var eftir að taka inn með afbrigðum fundargerð hreppsráðs nr. 43 140825.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Óskað var eftir að taka inn með afbrigðum erindið “Breyting á fundadagskrá sveitarstjórnar”.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Breyting á aðalskipulagi, veiðihús við Einarsstaði
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir veiðihús við Einarsstaði í Hofsárdal. Á 29. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20. ágúst sl. var málinu vísað af ráðinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir veiðihús við Einarsstaði og sendir Skipulagsstofnun til athugunar.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Nýtt deiliskipulag, veiðihús við Einarsstaði
Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir veiðihús við Einarsstaði í Hofsárdal. Á 29. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20. ágúst sl. var málinu vísað af ráðinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir veiðihús við Einarsstaði í Hofsárdal. Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Deiliskipulag Skálaneshverfis
Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skálaneshverfi. Á 29. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20. ágúst sl. var málinu vísað af ráðinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að tillaga um nýtt deiliskipulag í Skálaneshverfi verði auglýst og kynnt.
Til máls tók BA, sveitarstjóri, AÖS, BA, sveitarstjóri, AÖS og BA.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Minnisblað varðandi nýbyggingu í Sundabúð
Lagt fram til kynningar.
- Erindi frá fjölskylduráði: Skráningardagar á leikskóla
Á fundi fjölskylduráðs nr. 35, 20. ágúst sl. var samþykkt að skráningardagar barna í leikskólanum væru samtals 12 og gjöld þeirra daga verða dregnir af í desembermánuði. Engin lágmarksfjöldi barna verði á skráningardögum og lagt til að skráning eftir kl 14:00 á föstudögum verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025 og sú breyting taki í gildi um áramót.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur undir bókun fjölskylduráðs og samþykkir að visa föstudags skráningardögum til fjárhagsáætlunarvinnu 2025.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Minnisblað um Kaupvang
Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra um starfsemi og stefnu í Kaupvangi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra um starfsemi og stefnu í Kaupvangi.
Til máls tók sveitarstjóri, AÖS, sveitarstjóri, BA, sveitarstjóri.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Breyting á fundadagskrá sveitarstjórnar
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórnarfundur sem er á dagskrá 18. september n.k. verði færður til 25. september n.k. vegna haustþings SSA.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun 2026
Lagðar fram til kynningar forsendur við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 & 2027-2029 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar tillögunni til vinnslu í hreppsráði.
Til máls tók sveitarstjóri.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sveitarfélagsins og svaraði spurningum.
- Hreppsráð nr. 43 140825
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók BHS, AÖS, sveitarstjóri og AÖS undir lið b.
- Umhverfis- og framkvæmdaráð nr. 29 200825
Lagt fram til kynningar.
- Menningar- og atvinnumálanefnd nr. 32 200825
Lagt fram til kynningar.
- Fjölskylduráð nr. 35 190825
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:36