Sveitarstjórn
Fundur nr. 44
Kjörtímabilið 2022—2026
20. júní 2025
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026, fimmtudaginn 19. júní 2025 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.
- Styrkbeiðni fyrir heimildarmynd í tilefni 100 ára afmælis Laugaskóla
Borist hefur styrkbeiðni frá Laugaskóla fyrir gerð heimildarmyndar í tilefni 100 ára afmælis skólans.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps þakkar fyrir innsenda styrkbeiðni. Að þessu sinni er því miður ekki hægt að verða við erindinu. Sveitarstjórn óskar Laugaskóla velfarnaðar með verkefnið.
Til máls tók BA.
Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir hönd Vopnafjarðarlistans: Vegna ríkra sögulegra tengsla Vopnafjarðar og Laugaskóla leggur Vopnafjarðarlistinn til að verkefnið verði styrkt um 500.000 kr.
Til máls tóku sveitarstjóri, BHS, AÖS, BHS, sveitarstjóri, HBÓ og AÖS.
Breytingartillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Málinu er vísað til viðauka tvö.
- Drög að uppfærðri stöðuskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Umsókn um lóð undir spennistöð við Sjóbúð
Tekin var fyrir umsókn á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs nr. 28, 11. júní 2025, frá RARIK ehf, fyrir lóð undir spennistöð við Sjóbúð samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir umsóknarbeiðnina og felur skipulags- og byggingafulltrúa að útbúa merkjalýsingu fyrir lóðina.
Til máls tóku sveitarstjóri, BA, sveitarstjóri, BHS, sveitarstjóri, BHS og sveitarstjóri.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði: Vakursstaðir 2 umsókn um framkvæmdaleyfi v/skógræktar
Grenndarkynningu umsóknarinnar er lokið og fyrir liggja umsagnir frá Slökkviliði Múlaþings, Fiskistofu, Náttúrufræðistofnun og Minjastofnun Íslands. Einnig eru athugasemdir frá Hauki Geir Garðarssyni, Vakurstöðum 1. Þá liggur fyrir bréf frá Sveini Margeirssyni þar sem kemur fram hvernig brugðist verði við athugasemdum frá Náttúrufræðistofnun og Hauki Geir. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að skráningu minja teljist ekki lokið fyrr en hún hefur hlotið staðfestingu Minjastofnunnar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa, ásamt bréfi Sveins fyrir hönd Brims og telur að með þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar, sé komið til móts við þær athugasemdir sem fram hafa komið frá Hauki Geir, Minjastofnun og Fiskistofu. Sveitarstjórn telur æskilegt að skilað sé grunnástandsgögnum á fyrirhuguðu ræktarsvæði fyrir 1. október n.k. Þá telur sveitarstjórn æskilegt að lækka hlutfall stafafuru, við plöntun verði gætt varúðar á varpsvæði fugla til 15. júlí og að svæðið sé vaktað árlega.
Sveitarstjórn samþykkir að heimila skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar að jákvæð umsögn Minjastofnunar er staðfest.
Til máls tóku BA, sveitarstjóri, AÓS, sveitarstjóri, BA, AÖS, SGS, sveitarstjóri, BHS, sveitarstjóri, BA, AÖS, BHS og sveitarstjóri.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum. BA, BHS og HBÓ sitja hjá.
- Drög að persónuverndarstefnu Vopnafjarðarhrepps, til samþykktar
Fyrir fundinum liggja drög að persónuverndarstefnu Vopnafjarðarhrepps sem unnin hefur verið með hliðsjón af lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, til samþykktar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða persónuverndarstefnu Vopnafjarðarhrepps og felur verkefnastjóra stjórnsýslu að birta stefnuna á vef sveitarfélagsins að lokinni kynningu. Til máls tók sveitarstjóri.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Sumarleyfi sveitarstjórnar
Samkvæmt dagskrá sveitarstjórnar fer sveitarstjórn í sumarleyfi 20. júní-20. ágúst.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2025 verði frá 20. júní – 20. ágúst. Hreppsráði Vopnafjarðarhrepps er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar í samræmi við 32. gr. í samþykktum sveitarfélagsins.
Til máls tók BHS og AÖS.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Sumarlokun skrifstofu Vopnafjarðarhrepps
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Lögð fram tillaga um að sumarlokun skrifstofu árið 2025 verði frá 28. júlí – 11. ágúst.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sveitarfélaginu og svaraði spurningum.
Til máls tóku BA, sveitarstjóri, BHS og sveitarstjóri.
- Drög að mannauðsstefnu Vopnafjarðarhrepps, til samþykktar
Lögð fram drög að mannauðsstefnu Vopnafjarðarhrepps til samþykktar. Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða mannauðsstefnu og felur verkefnastjóra stjórnsýslu að birta stefnuna á vef sveitarfélagsins að lokinni kynningu.
Til máls tók BHS og BA.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Hreppsráð nr. 41 050625
Lagt fram til kynningar.
- Fjölskylduráð nr. 34 100625
Lagt fram til kynningar.
- Menningar- og atvinnumálanefnd nr. 31 110625
Lagt fram til kynningar.
- Umhverfis- og framkvæmdaráð nr. 28 110625
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók BHS, sveitarstjóri og BA undir lið h.
- Aðalfundur SSA nr. 59
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók AÖS undir lið e.
- Ársfundur Austurbrúar 2025
Lagt fram til kynningar.
- HAUST nr. 185
Lagt fram til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga nr. 979
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:38.