Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 43

Kjörtímabilið 2022—2026

23. maí 2025

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var óskað eftir að taka inn með afbrigðum, fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs nr. 27 210525 til kynningar. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. Til máls tekur BA. Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun Vopnafjarðarlistans: Samkvæmt fundadagskrá var fundur áætlaður fimmtudaginn 15. maí kl. 14. Því hefði fundarboð ásamt fundadagskrá og fylgigögnum átt að berast hreppsnefndarfólki fyrir kl. 14 þriðjudaginn 13. maí, sem þau gerðu ekki. Rétt eftir kl. 17 fimmtudaginn 15. maí barst hreppsnefndarfólki póstur frá sveitarstjóra þess efnis að fundi sé frestað um eina viku og ákvörðun um það tekin í samráði við oddvita sveitarfélagsins. Réðst þessi seinkun af því að einn starfsmaður á skrifstofu var veikur heima. Í fyrsta lagi er það ekki sveitarstjóra, oddvita — eða sveitarfélaginu í heild — til tekna að fundadagskrá hreppsnefndar; ásamt fundarboðun, standi og falli með einum starfsmanni á skrifstofu sveitarfélagsins. Auk þess er það er hreppsnefndar sjálfrar að taka ákvarðanir um frestun funda og tilfærslu þeirra, en ekki sveitarstjóra eða oddvita sbr. 3. kafla, 8. grein samþykkta um stjórn Vopnafjarðarhrepps: Sveitarstjórn heldur reglulega fundi fjórðu hverja viku í samræmi við fundaáætlun sem sveitarstjórn samþykkir fyrir komandi ár hverju sinni. [...] Sveitarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan. Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins boðar sveitarstjóri hreppsnefndarfundi og semur hann einnig fundardagskrá í samráði við oddvita. Það er fyrir neðan allar hellur að oddviti láti það gerast á sinni vakt að ekki sé hægt að boða til fundar hreppsnefndar vegna þess að einn starfsmaður á skrifstofunni er veikur. Það ekki aðeins áfellisdómur yfir stjórnun oddvita og sveitarstjóra heldur ósanngjörn ábyrgð að setja á starfsmanninn. Að auki má vitna í 61. grein sveitarstjórnarlaga: Ársreikningur sveitarfélags skal fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmdastjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert. Sveitarstjórn skal hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess eigi síðar en 15. maí ár hvert. Ársreikningurinn var ekki kominn til hreppsnefndar fyrir 15. apríl og ekki samþykktur fyrir 15. maí. Það er brot á sveitarstjórnarlögum. Fulltrúar Vopnafjarðarlistans hafa margoft bent oddvita og meirihluta á brot þeirra á samþykktum sveitarfélagsins og sveitarstjórnarlögum en lítið virðist breytast. Oddviti sveitarfélagsins er ábyrgur fyrir því að fundir hreppsnefndar séu haldnir sbr. 19. grein sveitarstjórnarlaga: Oddviti stjórnar fundum sveitarstjórnar. Hann sér um að fundargerðir séu færðar og að fundir fari að öðru leyti fram í samræmi við lög, samþykktir sveitarfélagsins og almenn fundarsköp. Til máls tók AÖS. Oddviti leggur fram eftirfarandi bókun: Reglulegur fundur sveitarstjórnar sem samkvæmt samþykktri fundaáætlun átti að fara fram þann 15.maí 2025 var ekki haldinn þar sem ekki tókst að boða fundinn með tilskildum fyrirvara samkvæmt 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Boðun fundar og dreifing gagna fórst að mestu vegna forfalla. Sveitarstjóri var þá einnig upptekin í verkefni utan skrifstofu, og barst oddvita ekki vitneskja um forföll fyrr en eftir að lögbundinn fyrirvari var liðinn. Nýr fundur var því boðaður með lögmætum hætti þann 22.maí 2025. Til máls tók BA, sveitarstjóri og BA. Bjatur Aðalbjörnsson óskar eftir 5 mínútna fundarhléi 14:10. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. Fundur hefst aftur 14:14. Til máls tekur BHS, BA, sveitarstjóri, AÖS og sveitarstjóri.

1. Erindi#1-erindi

  • Ársreikn­ingur 2024 – seinni umræða

    ​Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.471 millj. kr., samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.124 millj. kr. 

    Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 78 millj. kr. rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 145 millj. kr  samkvæmt rekstrarreikningi. 

    Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nem 915 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta var neikvætt um 122 millj. kr. 

    Eins og fram hefur komið í ársreikningum undanfarinna ára þá hefur sveitarfélagið þurft að greiða umtalsvert með rekstri hjúkrunarheimilisins, en sá rekstur fluttist yfir til HSA, um mitt ár 2024. Þá hafði loðnubrestur á árinu töluverð áhrif á tekjur og útsvar sveitarfélagsins og  til að mæta því ásamt fjárfestingum og framkvæmdum ársins þá var tekið 200 millj. kr., lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga á síðari hluta ársins. Þrátt fyrir það er skuldastaða sveitarfélagssins góð og vel innan  allra viðmiðunarmarka sem um það gilda. 

    Ársreikningurinn í heild sinni verður að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagðan samstæðureikning Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 8. maí sl.

    Til máls tók sveitarstjóri, BHS og sveitarstjóri.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Viðauki I - lántaka og frestun hafn­ar­fram­kvæmda

    Framlagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025.

    Viðauki 1 er gerður til að bregðast við loðnubresti. Áætlað er að tekjur hafnarsjóðs lækki um 50,5 millj. kr. frá áður samþykktum tekjum í hafnarsjóð. Vegna minni umsvifa verða útsvarstekjur einnig lægri um 17,7 millj. kr.

    Frestað verður framkvæmdum í hafnarsjóð að fjárhæð 80 millj. kr.
    Tekið verður lán hjá LSS að fjárhæð 60 millj. kr.

    Sjóðsstaða sveitarfélagsins 1. 1. 2025 leiðrétt í takt við raunstöðu. Úr 140 millj. kr. í 37 millj. kr.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2025 og felur hreppsráði að endurskoða framkvæmda- og fjárfestingaáætlun ársins.

    Til máls tók sveitarstjóri.
    Tillagan er borin upp til samþykktar.Samþykkt samhljóða.


  • Fjár­mála­ráð­stefna

    ​Fyrirliggjandi er minnisblað frá oddvita sveitarstjórnar varðandi samantekt á kostnaði við að bjóða öllum sveitarstjórnarfulltrúum Vopnafjarðarhrepps á fjármálaráðstefnu árið 2025.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að skoða kostnað við að bjóða öllum fulltrúum sveitarstjórnar til fjármálaráðstefnu sem haldin verður 2.-3. október 2025 í Reykjavík og leggja fyrir hreppsráð.

    Til máls tók AÖS og BA.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun Vopnafjarðarlistans:

    Fyrir liggur tillaga um að sveitarstjóra sé falið að skoða kostnað við að bjóða öllu hreppsnefndarfólki á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2.-3. október 2025 í Reykjavík. Undirritaður hefur — í samvinnu við skrifstofu Vopnafjarðarhrepps — tekið saman kostnað við það að bjóða öllu hreppsnefndarfólki á ráðstefnuna.

    Áætlaður kostnaður pr. einstakling:

    Bílaleigubíll Vpn-Egs-Vpn: 50.000 kr. -
    Flugferð Egs-Rvk-Egs: 80.000 kr. -

    Leigubílar í Reykjavík: 10.000 kr. -
    Ráðstefnugjald: 32.000 kr. -
    Gisting með morgunverði í tvær nætur: 76.000 kr. -
    Sameiginlegur kvöldverður fulltrúa úr NA-kjördæmi: 19.500 kr. -
    Laun frá Vopnafjarðarhreppi vegna ráðstefnu: 50.000 kr.- auk launatengdra gjalda.

    Samtals: 317.500 kr. - 

    Kostnaður við að bjóða öllu hreppsnefndarfólki er rúmar 2,2 milljónir króna. Miðað við að sveitarstjóra og fjármálastjóra sé líka boðið er heildarkostnaður um 2,9 milljónir króna.

    Vopnafjarðarlistinn telur ekki forsvaranlegt að öllu hreppsnefndarfólki sé boðið á ráðstefnuna 2.-3. október nk. í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Eðlilegra væri að hver óbreyttur hreppsnefndarmaður hefði tækifæri á að sækja ráðstefnuna einu sinni á hverju kjörtímabili.

    Bjartur leggur fram eftirfarandi tillögu Vopnafjarðarlistans: Sveitarstjóri, oddviti og fjármálastjóri sækja Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2025 fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps.

    Til máls tók sveitarstjóri, oddviti, sveitarstjóri, BHS, BA, oddviti, AÓS, sveitarstjóri, BA.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.  Tillagan er felld með 3 atkvæðum. BA, BHS og HBÓ kjósa á móti og JHH

    Bjartur óskar eftir fundarhléi. 14:58. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Fundur hefst aftur kl. 15:00.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum oddvita, AÓS, SGS, JHH. BA og BHS greiða atkvæði á móti og HBÓ situr hjá.


  • Tölvu­kaup

    ​Fyrir liggur ósk um upplýsingar um kostnað við tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa á kjörtímabilinu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að safna saman umbeðnum upplýsingum og leggja fyrir fund hreppsráðs haldin 5. júní 2025.

    Axel Örn, oddviti, dregur upphaflega tillögu til baka og leggur fram nýja: Oddviti leggur til að málinu verði vísað til hreppsráðs.

    Til máls tók BA.

    Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt með 4 atkvæðum AÖS , AÓS, SGS og JHH. BA og BHS kjósa á móti og HBÓ situr hjá.


  • Viðhaldsáætlun

    ​Fyrir liggur minnisblað frá oddvita sveitarstjórnar þar sem lagður er grunnur að formlegri viðhaldsáætlun fyrir allar fasteignir og mannvirki í eigu Vopnafjarðarhrepps.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að hefja vinnu við drög að viðhaldsáætlun fyrir eignir sveitarfélagsins í samræmi við minnisblað dags. 25. apríl 2025. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar skal leggja fram drög að viðhaldsáætlun fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2026.

    Til máls tók sveitarstjóri, AÖS og BHS.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

     


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Stofnun starfs­hóps um leigu­íbúðir

    ​Fyrir liggur minnisblað frá forstöðumanni áhaldahúss þess efnis að stofna starfshóp um leiguíbúðir sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir stofnun starfshópsins og skipar jafnframt Axel Örn Sveinbjörnsson fyrir hönd sveitarstjórnar til setu í hópnum. Jafnframt er sveitarstjóra falið að leggja fram drög að erindisbréfi á næsta fundi hreppsráðs.

    Til máls tók BHS, HBÓ, BA.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir stofnun starfshópsins og skipar jafnframt Björn Heiðar Sigurbjörnsson fyrir hönd sveitarstjórnar til setu í hópnum. Jafnframt er sveitarstjóra falið að leggja fram drög að erindisbréfi á næsta fundi hreppsráðs.

    Til máls tók AÖS.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Tillagan er felld með 4 atkvæðum AÖS, AÓS, JHH og SGS. BA, BHS og HBÓ kjósa með.

    Fyrri tillaga er borin upp til samþykktar. Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum AÖS, AÓS, SGS og JHH. BA, BHS og HBÓ sitja hjá.


  • Ársreikn­ingur Hafn­ar­sam­bandsins 2024, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Snjómokstur og hálku­varnir í Vopna­fjarð­ar­hreppi

    ​Fyrir liggja drög að auglýsingu um snjómokstur og hálkuvarnir í Vopnafjarðarhreppi.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar að uppfæra auglýsingu með tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum og birta.

    Til máls tók BA, AÓS, sveitastjóri, AÓS, BA, AÖS og BHS.

    Björn Heiðar óskar eftir fundarhléi 15:37. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Fundur hefst aftur kl. 15:40.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • i. Svæð­isáætlun um úrgangsmál á Aust­ur­landi 2025-2035, til samþykktar

    ​Austurbrú hefur unnið að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna á Austurlandi. Austurbrú hefur stýrt verkefninu, sem hefur verið í vinnslu frá 2022. Verkefnið er liður í stefnu stjórnvalda um að þróa hringrásarhagkerfi og auka sjálfbærni í meðhöndlun úrgangs.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir Svæðisáætlun um úrgangsmál á Austurlandi 2025-2035.

    Til máls tók sveitarstjóri.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • j. Samn­ingur við ISAVIA um rekstur og mönnun slökkvi­bif­reiðar, til samþykktar

    ​Fyrir liggur uppfærður samningur við ISAVIA um þjónustu við flugvöllinn á Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita.

    Til máls tók sveitarstjóri, BHS og sveitarstjóri.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Björg­un­ar­báta­sjóður: Áætlun um endur­nýjun björg­un­ar­skips

    ​Fyrir liggur áætlun um endurnýjun björgunarskipa á landsvísu. Samkvæmt áætluninni er nýtt skip áætlað á Vopnafjörð 2026.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026 og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

    Til máls tók sveitarstjóri.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Skipun vara­for­manns umhverfis- og fram­kvæmda­ráðs Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Skipa þarf varaformann umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps skipar Sigurð Grétar Sigurðsson sem varaformann ráðsins.

    Til máls tók AÖS
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með fjórum atkvæðum oddvita, AÓS, JHH og SGS. BA, BHS og HBÓ sitja hjá.


  • m. Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn frá Skúta­bergi ehf. fyrir efnis­vinnslu

    ​Fyrir liggur erindi frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps frestar afgreiðslu á erindinu þar til úttekt á námu hefur verið lokið.

    Til máls tók sveitarstjóri, oddviti, BA og sveitarstjóri.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn frá Lands­verki ehf. fyrir efnis­vinnslu

    Framkvæmdaleyfisumsókn frá Landsverki ehf. fyrir efnisvinnslu

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps frestar afgreiðslu á erindinu þar til úttekt á námu hefur verið lokið.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Björn Heiðar óskar eftir að víkja af fundi og í hans stað kemur inn Kristrún Ósk Pálsdóttir (KÓP). Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Aðal­skipulag – Breyt­ing­ar­til­laga vegna veiði­húss í landi Einars­staða

    Kynningu á skipulagslýsingu fyrir verkefnið er lokið. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Múlaþings, HAUST, Norðurþingi, Langanesbyggð, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Fiskistofu, Svæðisskipulagsnefnd SSA, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands Sveitarstjórn fór yfir umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt frá skipulagsráðgjafa um viðbrögð við umsögnum og telur að tillögur að því hvernig brugðist verði við sé fullnægjandi. Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir veiðihús í landi Einarsstaða ásamt tilheyrandi framkvæmdum. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með fjórum atkvæðum AÖS, AÓS, JHH og SGS. BA, KÓP og HBÓ sitja hjá.


  • p. Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Deili­skipulag – Veiðihús í landi Einars­staða, tillaga á vinnslu­stigi

    ​Fyrir liggur vinnslutillaga að nýju deiliskipulagi fyrir veiðihús í landi Einarsstaða ásamt tilheyrandi framkvæmdum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að leggja til að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með fjórum atkvæðum AÖS, AÓS, JHH og SGS. BA, KÓP og HBÓ sitja hjá.


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Akst­urs­þjón­usta.

    ​Fyrir liggur erindi um akstursþjónustu frá fjölskylduráðsfundi nr. 33, 6. maí sl.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir hreppsráð.

    Til máls tók BA, AÖS og BA.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir reglur um akstursþjónustu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá fjöl­skylduráð: Ferl­iþjón­usta aldraða og fatl­aðra

    ​Fyrir liggur erindi um ferliþjónustu aldraðra og fatlaðra frá fjölskylduráðsfundi nr. 33.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjaðarhrepps vísar erinindu til fjárhagsáætlunarvinnu árið 2026

    Til máls tók sveitarstjóri
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 080525

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 140525

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fjöl­skylduráð nr. 33 060525

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 977

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 978

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga nr. 88

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn samtaka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga nr. 89

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók AÖS og sveitarstjóri undir lið a. 

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð nr. 27 210525

    Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók BA og sveitarstjóri undir lið f.

    BA og AÖS taka til máls.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:29.