Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 40

Kjörtímabilið 2022—2026

21. mars 2025

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Bjartur Aðalbjörnsson tók til máls og leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Vopnafjarðarlistans gagnrýna tíðindalitla fundardagskrá hreppsnefndar en á dagskrá er eitt erindi auk fundargerða sem lagðar eru fram til kynningar. Fulltrúar Vopnafjarðarlistans fá ekki séð hvað veldur því að ekki skuli fleiri mál vera á dagskrá þar sem fyrir liggja mörg verkefni og miklar áskoranir í rekstri sveitarfélaga. Á þessum fundi ættu fjármál sveitarfélagsins að vera til sérstakrar umræðu í ljósi loðnubrests og nýgerðra kjarasamninga kennara. Þessir tveir þættir valda því að forsendur fyrir fjárhagsáætlun eru brostnar og því nauðsynlegt að endurskoða áætlunina og taka ákvarðanir um tilfærslur og forgangsröðun verkefna. Auk þessara mála eru fleiri mál sem bíða umræðu; erindi frá deildum, staða jarðhitaleitar og hafnarframkvæmdir svo eitthvað sé nefnt. Í 10. grein samþykkta um stjórn Vopnafjarðarhrepps segir: Sveitarstjóri semur dagskrá sveitarstjórnarfundar í samráði við oddvita og skal dagskráin fylgja fundarboði. Það er á ábyrgð sveitarstjóra og oddvita að fyrrnefnd mál séu tekin til umræðu í sveitarstjórn og allra gagna sé aflað sem nauðsynleg eru til umræðu í hreppsnefnd. Þá er það gagnrýnivert að oddviti sveitarfélagsins hafi ekki mætt á hreppsnefndarfund frá því um miðjan janúar. Það má túlka þessa fundardagskrá sem merki um ákveðna erindisleysu, skort á metnaði og áhugaleysi meirihlutans á stjórnun sveitarfélagsins. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með að taka inn fundargerð menningar- og atvinnumálanefndar nr. 29. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

1. Erindi#1-erindi

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Tillaga að vernd­ar­svæði í byggð

    ​Umhverfis- og framkvæmadaráð bókar á fundi 12. mars 2025 eftirfarandi: Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fella út efnisgrein í inngangskafla á bls. 19 samkvæmt tillögu frá ráðuneytinu og vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps staðfestir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð nr. 37 040325

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tóku: BHS, AÓS, BHS, BA og AÓS undir lið f. og h.

  • Fjöl­skylduráð nr. 31 110325

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók KÓP og BA undir lið c.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð nr. 25 120325

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd nr. 29 190325

    ​Lagt fram til kynningar.

  • SSA nr. 9 170225

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Aust­urbrú nr. 158 170225

    ​Lagt fram til kynningar.

  • HAUST nr. 183 130225

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 964

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 965

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 966

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 967

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 968

    ​Lagt fram til kynningar. 

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 969

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 970

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga nr. 971

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:29.