Sveitarstjórn
Fundur nr. 40
Kjörtímabilið 2018—2022
18. júní 2020
Félagsheimilið Mikligarður kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta við tveimur málum á dagskrá, ,,Kosningar í menningarmálanefnd´´ og ,,Kjör varamanns í stjórn SSA og Austurbrúar til hausts´´ undir ,,Almenn mál´´. Samþykkt samhljóða.
- Hreppsráðsfundur 4.6.
i. Umsókn um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga v/byggingu leiguíbúða
Sveitarstjórn samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 170 millj.kr. til allt að 37 ára í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2.mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu á félagslegu húsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Baldri Kjartanssyni, fjármálastjóra, kt:300160-4849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vopnafjarðarhrepps að undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns sjköl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða. ii. Drög að samningi um heiðarkofa Vopnafjarðarhrepps lagður fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn með framlögðum breytingum og felur sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónaraðilum. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin er að öðru leiti samþykkt samhljóða.
- 56. fundur stjórnar Brunavarna Austurlands 9.6.
- 156. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
- Dagskrá ársfundar Austurbrúar 2020
- Dagskrá aðalfundar SSA 2020 og kjörbréf
Samþykkt að Sara Elísabet Svansdóttir, Sigríður Bragadóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson verði fulltrúar Vopnafjarðarhrepps og Teitur Helgason, Sigríður Elva Konráðsdóttir og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir eru til vara. Samþykkt samhljóða.
- Afgreiðsla kjörskrár vegna forsetakosninga 27. júní 2020
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að setja saman kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kostningar til Alþingis. Samþykkt samhljóða.
- Kjör á oddvita og hreppsráði 2020-2021
Tillaga frá meirihluta um að Íris Grímsdóttir verði oddviti sveitarstjórnar frá og með 1. júlí 2020. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
Tillaga frá meirihluta um að Sigríður Bragadóttir verði varaoddviti sveitarstjórnar frá og með 1. júlí 2020. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.
Sveitarstjórn tilnefnir Írisi Grímsdóttur, Sigríði Bragadóttur og Björn Heiðar Sigurbjörnsson sem aðalmenn í hreppsráði og Axel Örn Sveinbjörnsson, Teit Helgason og Bjart Aðalbjörnsson sem varamenn. Samþykkt samhljóða.
- Sala á félagslegum íbúðum Vopnafjarðarhrepps
Sveitarstjórn samþykkir að setja á sölu íbúðir sveitarfélagsins við Kolbeinsgötu 55 þegar fyrir liggur undirritaður samningur við Hrafnshól um byggingu nýrra íbúða og verða þær tilbúnar til afheningar þegar byggingu á nýju íbúðunum er lokið. Samþykkt samhljóða.
- Drög að nýjum merkingum Vopnafjarðarhrepps
- Leiga á ljósleiðarakerfinu í dreifbýli Vopnafjarðarhrepps
Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir tilboðum frá fjarskiptafélögunum í leiguna til 10 ára, samkvæmt sömu útboðsskilmálum án skuldbindingar um ljósleiðaravæðingu þéttbýlisins. Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningur 2019 - síðari umræða
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.061 millj. kr. samkvæmt ársreikning fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 766 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 104,7 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 97,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagins í árslok 2019 nam 958 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 437 millj. kr. Áhrif Covid-19 á rekstur sveitarfélagsins 2020 verða óveruleg ef frá er talið framlag Jöfnunarsjóðs sem lækkar um 12,5% á árinu. Loðnubrestur hafði veruleg áhrif á tekjur sveitarfélagsins og mun hafa á árinu 2020. Launakostnaður hækkar milli ára að miklu leiti vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um að gera upp vangreidd iðgjöld til Stapa lífeyrissjóðs. Eins og komið hefur fram í ársreikningum undanfarinna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins og hefur sveitarfélagið þurft að greiða með rekstrinum. Skuldastaða sveitarfélagsins er hins vegar mjög góð. Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2019 hefur hlotið afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og er staðfestur og áritaður við síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða. Minnihlutinn bókar: Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2019 hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir sveitarstjórn þar sem niðurstaða hans er frekar slæm þá sérstaklega rekstrarlega séð. Þetta segir okkur að forsendur fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020 eru brostnar. Það er klárt að við þurfum að taka rekstur sveitarfélagsins til endurskoðunar með það í huga að draga úr rekstrarhalla. Ástæða er til að fara yfir allar deildir sveitarfélagsins með deildarstjórum með það í huga að ná hagkvæmari rekstri deilda.
- Kosningar í menningarmálanefnd
Sveitarstjórn tilnefnir Ingibjörgu Ástu Jakobsdóttur sem aðalmann í menningarmálanefnd. Samþykkt samhljóða.
- Kjör varamanns í stjórn SSA og Austurbrúar til hausts
Sveitarstjórn leggur til að Íris Grímsdóttir verði varamaður í stjórn SSA og Austurbrúar. Samþykkt samhljóða.
- Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku - Átak í fráveituframkvæmdum
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 16:14.