Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 31

Kjörtímabilið 2022—2026

28. maí 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Aukafundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 28. maí 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Ráðn­ing­ar­samn­ingur sveit­ar­stjóra

    ​Valdimar O. Hermannsson víkur af fundi. Fyrir liggur ráðningarsamningur við Valdimar O. Hermannsson sem tekur gildi 1. júní 2024.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir fyrirlagðan samning með tilliti til breytinga á aksturskjörum undir liðnum „starfskjör" og felur oddvita að undirrita og ganga frá samningi. Samningurinn verður gerður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Hreiðar Geirsson.

    Oddviti óskar eftir 5 mínútna fundarhléi kl. 14:13.
    Borið upp til samþykktar. Samþykkt með handauppréttingu.

    Fundur hefst aftur kl. 14:19.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 4 atkvæðum. Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir sitja hjá. Kristrún Ósk Pálsdóttir greiðir atkvæði á móti.


  • Staða ráðn­ingar yfir­manns eigna­sjóðs og þjón­ustumið­stöðvar.

    ​Hafdís Bára Óskarsdóttir óskar eftir að víkja af fundi. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Fjórar umsóknir bárust og eftir yfirferð og samtöl þá er enginn sem uppfyllir kröfur auglýsingar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara umsækjendum og undirbúa nýja auglýsingu.

    Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:44.