Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 30

Kjörtímabilið 2022—2026

15. maí 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 15. maí 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu „Tilnefning í stjórn SSA”. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1. Erindi#1-erindi

  • Ársreikn­ingur 2023 – seinni umræða

    ​Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.587 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.076 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 56,3 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 70,8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagins í árslok 2023 nam 971 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 1 millj. kr.

    Eins og komið hefur fram í ársreikningum undanfarinna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins og hefur sveitarfélagið þurft að greiða töluvert með rekstrinum.
    Heildarskuldir og skuldbindingar námu 1.058 millj. kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta.

    Ársreikningurinn í heild sinni verður að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

    Engin lántaka var hjá sveitarfélaginu á árinu 2023 og er skuldastaða sveitarfélagsins góð og vel innan viðmiðunarmarka.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagðan samstæðureikning Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 18. apríl sl.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Viðauki 1 við fjár­hags­áætlun 2024

    ​Fram lagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024.

    Viðaukinn er vegna auka framlags til Minjasafnsins á Bustarfelli um 1millj. kr. og til fjárfestinga vegna félagsmiðstöðvar um 1,5 millj. kr en á móti er kostnaðarlækkun á handbæru fé um sömu upphæð.

    Viðauki 1 hefur þau áhrif á rekstur að rekstrarniðurstaða lækkar um 1 millj. kr. og fer úr 135,4 millj. kr. í 134,4 millj. kr. Viðauki 1 hefur þau áhrif á sjóðstreymi að handbært fé lækkar um 2,5 millj. kr. vegna rekstrargjalda að fjárhæð 1 millj. kr. og aukningar í fjárfestingu eignasjóðs að fjárhæð 1,5 millj. kr. Handbært fé fer úr 57,0 millj. kr. í 54,5 millj. kr.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Reglur um neta­veiði í sjó, til samþykktar

    ​Fyrir liggja reglur til samþykktar, um netaveiði í sjó fyrir landi Vopnafjarðarhrepps, ásamt minnisblaði frá lögfræðistofunni Magna Lögmenn. Málið var kynnt fyrir hreppsráði á 27. fundi 2. maí s.l..

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir reglur um netaveiði í sjó fyrir landi Vopnafjarðarhrepps og óskar eftir að þær verði birtar á heimasíðu hreppsins og taki gildi 20. júní næstkomandi.

    Oddviti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

    5. Gr. - sem snýr að takmörkun á veiði, verði breytt í "Á veiðisvæði fyrir landi Vopnafjarðarhrepps er veiði bönnuð á tímabilinu frá 20. júní - 20. ágúst ár hvert."

    Til máls tók Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

    4. grein – sem snýr að 5000 króna gjaldtöku vegna heimildar til netaveiði í sjó – verði felld út. 

    Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigmundsson.

    Tillagan með breytingum er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Óskað var eftir fundarhléi kl. 14:29. Samþykkt samhljóða.
    Fundur hefst aftur kl. 14:34.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.


  • Sérreglur vegna byggða­kvóta

    ​Beiðni um endurskoðaða afstöðu Matvælaráðuneytisins varðandi sérstök skilyrði (sérreglur) vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024 samkvæmt meðfylgjandi bréfi til ráðuneytisins dagsett 20. apríl 2024.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn staðfestir efni bréfs og framlagða beiðni um sérreglur 852/2023 um byggðakvóta.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

    Við tillöguna bætist: Verkefnastjóra er falið að ítreka erindið við Matvælaráðuneytið.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Frístunda­styrkir barna á Vopna­firði, til samþykktar

    ​Fyrir liggja uppfærðar reglur um frístundastyrki barna á Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir reglur um frístundarstyrk barna á Vopnafirði.

    Til máls tók Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Saman­tekt um fram­tíð­arsýn í þjón­ustu við eldri borgara á Vopna­firði

    ​Fyrir liggur minnisblað þarfagreiningar eldri borgara frá fjölskylduráði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur vel í erindið og felur starfsmanni sem og formanni fjölskylduráðs að vinna málið áfram.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Minn­is­blað frá fjöl­skyldu­ráði um sund­nám­skeið barna fædd 2017-2018, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar. 

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Land­bætur í Selárdal

    ​Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna tilkynningar til ákvörðunar á matsskyldu framkvæmdarinnar. Mál nr. 502/2024.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir umsögn vegna tilkynningar til ákvörðunar um umhverfismat.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Óskað er eftir fundarhléi kl. 14:57. Fundur hefst aftur kl. 15:03.


  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Krossavík umsókn um lands­skipti merkjalýsing

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir stofnun lóðar Krossavíkur 3.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Starfs­mannamál

    ​Óskað er eftir fundarhléi kl.15:06.
    Fundur hefst aftur kl.15:46.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að ráða Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra og felur oddvita að leggja ráðningarsamning fyrir sveitarstjórn.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 4 atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson sitja hjá og Kristrún Ósk Pálsdóttir greiðir atkvæði á móti.




  • Tilnefning í stjórn SSA

    ​Samtök sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) óskar eftir tilnefningum í stjórnsamtakanna.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tilnefnir Axel Örn Sveinbjörnsson sem aðalmann og Aðalbjörgu Ósk Sigmundsdóttur sem varamann.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 4 atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir sitja hjá.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:23.