Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 29

Kjörtímabilið 2022—2026

18. apríl 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18. apríl 2024 í Miklagarði kl. 14:00. Baldur Kjartansson, fjármálastjóri, sat lið a. Einnig sat Ingimar Guðmundsson, endurskoðandi KPMG lið a. í gegnum fjarfundarbúnað. Til máls tók: Bobana Micanovic. Bobana Micanovic leggur fram eftirfarandi bókun: Vegna aðkasts sem ég hef orðið fyrir vegna íslensku kunnáttu minnar og þekkingarleysins á málefnum hreppsins, fer ég fram á það að fá að nota ensku þegar ég tek til máls og vil biðja um að sá réttur minn sé virtur. Ég óska jafnframt eftir að þetta sé bókað í fundargerð. Til máls tók: Bjartur Aðalbjörnsson.

1. Erindi#1-erindi

  • Ársreikn­ingur 2023 – fyrri umræða.

    Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vopnafjarðarhrepps og stofnanna hans fyrir árið 2023. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagsins Ingimari Guðmundssyni hjá KPMG. Sveitarstjórn samþykkir að halli Sundabúðar 2023 færist til gjalda sem framlög til heilbrigðismála, alls 74 mkr. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Vopnafjarðarhrepps 2023 til seinni umræðu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Ósk um leyfi

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir leyfi frá sveitarstjórnarstörfum fram til 1. júní 2024. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir varaoddviti tekur við starfi oddvita, Sigurður Grétar Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður í hreppsráð og Jenný Heiða Hallgrímsdóttir kemur inn sem aðalmaður í sveitarstjórn.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir ósk um leyfi oddvita og að varamenn taki við hans störfum.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun Vopnafjarðarlistans:

    Vopnafjarðarlistinn hefur óskað eftir skýringum á leyfisbeiðni oddvita en engar fengið. Það er eðlilegt að kjörinn fulltrúi geri grein fyrir því hvers vegna óskað er eftir leyfi frá störfum – og þá sérstaklega þegar um oddvita sveitarfélagsins ræðir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá hrepps­ráði: Skipun í umhverfis- og fram­kvæmdaráð

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að Ásmundur Ingjaldsson verði aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði og Sveinn Björnsson verði varamaður.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Teikn­ingar af útisvæði við Sundabúð

    ​Fyrir liggur umsögn frá fjölskylduráði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjaðrarhrepps samþykkir að bekkir verði færanlegir. Öðrum breytingum á útisvæði er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

    Til máls tók: Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Fjöl­menn­ing­ar­stefna Vopna­fjarð­ar­hrepps, til samþykktar

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fjölmenningarstefnu Vopnafjarðarhrepps og óskar eftir að hún verði birt á heimsíðu sveitarfélagsins.

    Til máls tók: Bobana Micanovic, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Deili­skipulag Holta­hverfis - svör við athuga­semdum. Sjá mál nr. 38/2024 í skipu­lags­gátt.

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að auglýsa deiliskipulag Holtahverfis.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Nýtt veiðihús í landi Hofs við Hofsá - vinnslu­til­lögur. Sjá mál nr. 265/2023 í Skipu­lags­gátt.

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að auglýsa tillögurnar og þær kynntar umsagnaraðilum.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Opið bréf til oddvita Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Efni: Aukalegar launagreiðslur til oddvita í marsmánuði

    Fulltrúar Vopnafjarðarlistans í hreppsnefnd óska eftir skýringum og rökstuðningi vegna launa sem oddviti Vopnafjarðarhrepps fékk greidd aukalega fyrir störf sín í marsmánuði.

    Spurningar Vopnafjarðarlistans eru eftirtaldar:

    1. Hverjar voru heildarlaunagreiðslur frá Vopnafjarðarhreppi til oddvita fyrir störf sín í marsmánuði?

    2. Af því, hver voru heildarlaun oddvita fyrir að taka að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið? Óskað er eftir sundurliðuðu svari þar sem gert er grein fyrir grunnlaunum og fastri yfirvinnu.

    3. Telur oddviti eðlilegt að slíkar greiðslur séu ekki lagðar fyrir hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps til samþykktar?
    Að mati Vopnafjarðarlistans hefur oddviti ekki heimild til að ákvarða laun sín úr sameiginlegum sjóðum sveitarfélagsins án aðkomu hreppsnefndar.

    Fulltrúar Vopnafjarðarlistans fara fram á að bréf þetta verði lagt fyrir fund hreppsnefndar,18. apríl nk. og bréfið í heild sinni bókað í fundargerð. Þá er þess óskað að skrifleg svör oddvita við ofangreindum spurningum berist fulltrúum í síðasta lagi miðvikudaginn 17. apríl og svörin í heild sinni verði bókuð undir sama lið í fundargerð.

    Virðingarfyllst,
    Bjartur Aðalbjörnsson
    oddviti Vopnafjarðarlistans
    Björn Heiðar Sigurbjörnsson
    2. sæti Vopnafjarðarlistans
    Hafdís Bára Óskarsdóttir
    3. sæti Vopnafjarðarlistans

    Svör oddvita við bréfi Vopnafjarðarlistans:
    1. Hverjar voru heildarlaunagreiðslur frá Vopnafjarðarhreppi til oddvita fyrir störf sín í marsmánuði? Heildarlaunagreiðslur í mars: 1.556.101 kr fyrir skatt. Oddvitalaun féllu niður ásamt fundarsetugreiðslum í marsmánuði.

    2. Af því, hver voru heildarlaun oddvita fyrir að taka að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið? Óskað er eftir sundurliðuðu svari þar sem gert er grein fyrir grunnlaunum og fastri yfirvinnu. Staðgengilslaun samtals: 1.556.101 kr. Grunnlaun: 1.075.739 kr. Yfirvinna: 446.862 kr.

    3. Telur oddviti eðlilegt að slíkar greiðslur séu ekki lagðar fyrir hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps til samþykktar? Á 26. fundi sveitarstjórnar 5. mars 2024 liður b. “Staðgengill sveitarstjóra var eftirfarandi bókað: “Sveitarstjórn samþykkir að oddviti taki að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið þar til nýr einstaklingur hefur verið ráðinn í starfið. Jafnframt fer oddviti með prókúru sveitarfélagsins. Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.”

    • Leitað var álits yfirlögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga um túlkun á bókun og forsendur fyrir tímabundnum greiðslum.
    • Launagreiðslur oddvita, vegna tímabundinna verkefna sveitarstjóra, féllu niður 2. apríl 2024 eftir ráðningu verkefnastjóra sveitarstjórnar.

    Til máls tók: Bjartur Aðalbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir 10 mínútna fundarhléi kl. 15:08.

    Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Fundur settur á ný kl. 15:20.

    Til máls tók: Hafdís Bára Óskarsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun Vopnafjarðarlistans: 

    Á fundi hreppsnefndar þann 5. mars samþykkti hreppsnefnd að oddviti sveitarfélagsins tæki tímabundið að sér verkefni sveitarstjóra en bókunin var svohljóðandi:

    Sveitarstjórn samþykkir að oddviti taki að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið þar til nýr einstaklingur hefur verið ráðinn í starfið. Jafnframt fer oddviti með prókúru sveitarfélagsins.

    Upphafleg tillaga meirihlutans var á þá leið að oddviti væri „staðgengill sveitarstjóra“ en að tillögu Bjarts Aðalbjörnssonar var orðalaginu breytt og bókunin samþykkt samhljóða. Fyrrverandi sveitarstjóri lauk störfum 8. mars.

    Þann 22. mars ræddi oddviti minnihlutans, Bjartur Aðalbjörnsson, við oddvita Vopnafjarðarhrepps í síma, og miðað við það samtal var ljóst að oddviti liti á sig sem staðgengil sveitarstjóra og sagðist sjálfur eiga að fá greidd „staðgengilslaun,“ sem voru að hans mati sömu laun og fráfarandi sveitarstjóri hafði samkvæmt ráðningarsamningi. Oddviti minnihlutans gerði oddvita sveitarfélagsins grein fyrir óánægju sinni með að hann liti svo á að hann ætti að fá þessi laun greidd, enda hafði hreppsnefnd ekki samþykkt þessa launagreiðslu.

    Eftir hreppsráðsfund þann 4. apríl sl. spurði oddviti minnihlutans oddvita sveitarfélagsins að því hvort eitthvað hefði verið ákveðið varðandi launagreiðslur til hins síðarnefnda, fyrir hans vinnu í marsmánuði, og sagði oddviti að það hefði verið ákveðið að hann fengi sömu laun og fyrrverandi sveitarstjóri. Spurði oddviti minnihlutans þá að því hver hefði tekið þá ákvörðun og voru svörin einfaldlega á þá leið að þetta hafi verið ákveðið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og launin væru greidd. Oddviti sveitarfélagsins taldi ekki ástæðu til að bera þessa launagreiðslu undir hreppsnefnd. Það er gott og gilt að fá ráðgjöf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en lokaákvörðun liggur alltaf hjá hreppsnefnd.

    Með þessari launagreiðslu fór oddviti frjálslega með fjármuni sveitarsjóðs og hefur að mati Vopnafjarðarlistans ekki nokkra heimild til að láta greiða sjálfum sér 1.556.101 krónu í laun. Slík hegðun er ámælisverð. Þá telur Vopnafjarðarlistinn það gagnrýnisvert að oddviti skuli ekki sjálfur mæta til fundar og svara fyrir gjörðir sínar.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 100424

    ​Lagt fram til kynningar 

    Til máls tók: Bobana Micanovic og Bjartur Aðalbjörnsson.

  • Fjöl­skylduráð 190424

    Lagt fram til kynningar.​

    Til máls tók: Bjartur Aðalbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 100424

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 040424

    Lagt fram til kynningar.​

    Til máls tók: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ósk og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Oddviti óskar eftir því að Valdimar O. Hermannssyni sé gefið orðið.
    Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:50