Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 28

Kjörtímabilið 2022—2026

26. mars 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 14:00
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir ritaði fundargerð

Aukafundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 26. mars 2024 í Miklagarði kl 14:00.  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson. Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: Vopnafjarðarlistinn gerir athugasemd við lögmæti fundarins. Fundurinn var ekki auglýstur á vefsíðu sveitarfélagsins innan þess tímafrests sem getið er um í samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps. Í 11. grein samþykktarinnar segir: „Íbúum sveitarfélagsins skal kynnt með auglýsingu á vefsíðu sveitarfélagsins um fyrirhugaða fundi sveitarstjórnar ásamt dagskrá, innan sömu tímafresta og við á um sveitarstjórnarfulltrúa […]“ Sá tímafrestur sem vísað er til kemur fram í 9. grein samþykktarinnar: „Fundarboð skal berast sveitarstjórnarfulltrúum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund. […] Fundarboð vegna aukafundar skal berast sveitarstjórnarfulltrúum svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en sólarhring fyrir fund.“ Það er skylda að íbúum Vopnafjarðar sé tilkynnt um alla fundi hreppsnefndar.

1. Erindi#1-erindi

 • Ráðning á verk­efna­stjóra sem er starfs­maður sveit­ar­stjórnar


  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.  

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: 
   
  Vopnafjarðarlistinn gerir athugasemd við lögmæti fundarins. Fundurinn var ekki auglýstur á vefsíðu sveitarfélagsins innan þess tímafrests sem getið er um í samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps. Í 11. grein samþykktarinnar segir: 
   
  „Íbúum sveitarfélagsins skal kynnt með auglýsingu á vefsíðu sveitarfélagsins um fyrirhugaða fundi 
  sveitarstjórnar ásamt dagskrá, innan sömu tímafresta og við á um sveitarstjórnarfulltrúa […]" 
   
  Sá tímafrestur sem vísað er til kemur fram í 9. grein samþykktarinnar: 
   
  „Fundarboð skal berast sveitarstjórnarfulltrúum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund. 
  […] Fundarboð vegna aukafundar skal berast sveitarstjórnarfulltrúum svo fljótt sem auðið er og 
  eigi síðar en sólarhring fyrir fund." 
   
  Það er skylda að íbúum Vopnafjarðar sé tilkynnt um alla fundi hreppsnefndar. 

    
  Erindi 

  1. Ráðning á verkefnastjóra sem er starfsmaður sveitarstjórnar. 
  Fyrir liggja drög að tímabundnum ráðningar samningi við Valdimar O Hermannsson þar sem lagt er til að hann verði ráðin verkefnastjóra sem er starfsmaður sveitarstjórnar. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að ráða Valdimar Hermannsson inn sem tímabundinn verkefnastjóra og felur oddvita sveitarstjórnar að ganga frá ráðningarsamningi. 

  Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir. 

  Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á ráðningarsamningi.  
  Fyrsta lið í samningnum er breytt þannig að ráðningartíma sé breytt í 80% tímabundið starf í 2 mánuði án möguleika til framlengingar, með starfslok 31.maí.   
  Öðrum lið í samningnum er breytt þannig að oddviti er næsti yfirmaður verkefnastjóra.   
  Fjórða lið í samningnum er breytt þannig að orlof sé borið undir oddvita.   

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Bobana Micanovic, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson.  

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi tillögu Vopnafjarðarlistans: 
   
  Vopnafjarðarlistinn sér enga ástæða til þess að taka þetta erindi fyrir á fundi hreppsnefndar þar sem nú þegar hefur verið auglýst eftir sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps og lokað verður fyrir umsóknir 11. apríl. Það verður að teljast ankannalegt að ráða verkefnastjóra frá 2. apríl þegar aðeins níu daga vantar upp á að umsóknarfrestur líði. 
  Einnig má velta fyrir sér hvort gætt sé jafnræðis gagnvart öðrum umsækjendum að ráða mann í verkefnastjórastöðu sem sýnt hefur áhuga á embætti sveitarstjóra og meirihluti ætlaði sér að ráða sem sveitarstjóra, án auglýsingar, fyrr í mánuðinum. 
  Vopnafjarðarlistinn telur ekki þörf á umræðu um málið og leggur fram frávísunartillögu. 


  Frávísunartillaga borin upp til samþykktar. 
  Felld með fjórum atkvæðum. 

  Breytingartillaga borin upp til samþykktar.  

  Samþykkt með fjórum atkvæðum.  

  Bjartur Aðalbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson sátu hjá.  

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson. 

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun Vopnafjarðarlistans 
   
  Að mati Vopnafjarðarlistans er engin þörf á að ráða verkefnastjóra tímabundið og treystir hreppsnefnd – í góðri samvinnu við starfsfólk sveitarfélagsins – til að taka í sameiningu að sér þau verkefni sem liggja fyrir næstu vikur.  
  Sú ráðstöfun myndi spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni – og ekki síður efla traust milli hreppsnefndarfólks og leggja grunn að betri samvinnu í framhaldi. Starf sveitarstjóra hefur nú þegar verið auglýst og eðlilegast að hreppsnefnd ábyrgist sjálf að brúa bilið þar til nýr sveitarstjóri tekur til starfa. 
  Vopnafjarðarlistinn greiðir þess vegna atkvæði gegn ráðningarsamningi við verkefnastjóra. 

   
  Upphafleg tillaga borin upp til samþykktar. 

  Samþykkt með fjórum atkvæðum. 

  Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir kusu á móti.  

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson 

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun Vopnafjarðarlistans: 
   
  Vopnafjarðarlistinn gagnrýnir harðlega vinnubrögð oddvita og meirihlutans í málinu. Á fundi sínum þann 7. mars samþykkti hreppsráð samhljóða að fela oddvita að auglýsa starf sveitarstjóra. Meirihlutinn reyndi, þrátt fyrir þessa samþykkt, að ráða sveitarstjóra í starfið án auglýsingar – og það í óþökk minnihlutans. Minnihlutinn þurfti að berjast hart gegn því að meirihlutinn kláraði málið án auglýsingar. Þrátt fyrir þessa miklu andstöðu minnihlutans hefur meirihlutinn samt haldið því til streitu að ráða sama einstakling í tímabundið starf verkefnastjóra. Vopnafjarðarlistinn tekur enga afstöðu til einstaklingsins – aðeins til gjörningsins. 

  Vopnafjarðarlistinn gagnrýnir oddvita einnig fyrir fundarboð í síðustu viku þegar oddviti boðaði fund kl. 16 á föstudegi, án nokkurs samráðs við minnihluta, og neitaði síendurteknum beiðnum um að færa fundinn fram í næstu viku þar sem enginn af aðalmönnum minnihlutans myndi komast á fundinn. Það var með mikilli hörku sem minnihlutinn náði að berja það í gegn að fundurinn yrði færður fram á þriðjudag. 
   
  Vinnubrögð meirihlutans sl. tvær vikur bera þess ekki merki að róið sé í átt til betri samvinnu, sáttar og trausts milli hreppsnefndarfólks. Þvert á móti hefur meirihlutinn, með framgöngu sinni, breikkað bilið milli meiri- og minnihluta. 

  Það má að lokum rifja það upp að í síðustu kosningum munaði aðeins fimm atkvæðum á listum Framsóknarflokks og Vopnafjarðarlista. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vopnafjarðarlistans til að leggja af heilindum grunn að betri, nánari og traustari samvinnu gætir meirihlutinn að því að sýna að Framsóknarflokkurinn hafi unnið síðustu kosningar og hafi því fullan rétt til að stjórna nákvæmlega eftir sínu höfði. 

  Framsókn og óháðir bóka eftirfarandi: 
    
  Framsókn og óháðir á Vopnafirði fagna ráðningu Valdimars Hermannssonar sem tímabundins verkefnastjóra hjá Vopnafjarðarhrepp. Valdimar verður starfsmaður sveitarstjórnar og næsti yfirmaður hans er oddviti. Hann er ráðinn í tvo mánuði.  
    
  Valdimar er markaðsfræðingur að mennt en hann hefur einnig lagt stund á stjórnun, markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun  
    
  Valdimar hefur starfað sem sveitarstjóri Blönduósbæjar, rekstrarstjóri hjá FSN og sem forstöðumaður innkaupasviðs HSA. Einnig var hann um tíma kjörinn bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og sat í stjórn SSA og Austurbrúar. 

   
  Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:30. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:30.