Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 27

Kjörtímabilið 2022—2026

21. mars 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21. mars 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn tveimur erindum: o Ráðning á verkefnastjóra fyrir verkefni sveitarstjóra. Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson. Lagt undir fundinn til samþykktar. Fellt með þremur atkvæðum minnihlutans gegn fjórum atkvæðum meirihlutans. Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson. o Lenging löndunarbryggju, dýpkun og stálþil. Lagt undir fundinn til samþykktar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1. Erindi#1-erindi

  • Minn­is­blað frá Yrki

    Lagt fram minnisblað frá Yrki Arkitektum um stöðu verkefna hjá Vopnafjarðarhreppi.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

  • Starfs­reglur svæð­is­skipu­lags­nefndar sveit­ar­fé­lag­anna á Aust­ur­landi

    ​Lagðar fram starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi til umræðu og afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Starfsreglurnar voru lagðar fyrir sveitarstjórnarfund nr. 25 til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi starfsreglur svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Austurlandi sem eru unnar í samræmi við 9. gr. skipulagslaga og hafa hlotið umsögn Skipulagsstofnunnar.

     Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Flug­skýrsla: Niður­staða könn­unar

    ​Lögð fram niðurstaða könnunar á viðhorfum íbúa til flugþjónustu á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að ræða við hagsmunaaðila og Langanesbyggð um flugsamgöngur.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Vopnafjarðarlistans:

    ''Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur hreppsráði að funda með Langanesbyggð um flugsamgöngur''.

    Breytingartillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Umsóknir í Styrk­vega­sjóð 2024

    ​Lagðar eru fram umsóknir um styrkvegi innan sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi umsóknir og felur oddvita að ganga frá umsóknum og tilkynna umsóknaraðilum.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Yfir­lýsing um stuðning ríkis­stjórn­ar­innar og Sambandsins vegna kjara­samn­inga

    ​Fyrir liggur áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur undir að mikilvægt sé að horfa til samstillts átaks til að koma á langtímakjarasamningum. Oddvita er falið að láta vinna samantekt og greiningu á þeim þáttum sem fram koma í stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Til máls tók Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.


  • Styrkt­ar­beiðni, Jón Ragnar Helgasson

    ​Lögð fram styrktarbeiðni frá Jóni Ragnari Helgasyni.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fagnar miklum áhuga á píluíþróttinni innan sveitarfélagsins og hrósar þátttakendum fyrir mikinn metnað og góðan árangur. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Jón Ragnar Helgason um 100.000 kr. Jafnframt er oddvita falið að vinna reglur um styrkveitingar til íþróttafólks í sveitarfélagið.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.


  • Skot­völlur í landi Skóga 2

    ​Lögð er fram beiðni um samþykki sveitarfélagsins við skotvelli í landi Skóga 2.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs Vopnafjarðarhrepps til umræðu og afgreiðslu.

    Til máls tóku Hafdís Bára Óskarsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson.  

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Úthlut­un­ar­reglur fyrir menn­ing­ar­sjóð Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Drög að uppfærðum úthlutunarreglum fyrir menningarsjóð Vopnafjarðarhrepps lagðar fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhepps samþykkir úthlutunarreglur menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Lenging lönd­un­ar­bryggju, dýpkun og stálþil.

    ​Fyrir liggur bréf til hafnarstjórnar Vopnafjarðar, tíma- og kostnaðaráætlun og yfirlit yfir rekstur Vopnafjarðarhafnar 2017-2023.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Oddvita Vopnafjarðarhrepps er falið  að óska eftir fundum með hreppsráði og hagsmunaaðilum og fara í frekari kostnaðar greiningu á rekstri Vopnafjarðarhafnar.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 070324

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fjöl­skylduráð 120324

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 130324

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:11.