Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 25

Kjörtímabilið 2022—2026

22. febrúar 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 22. febrúar 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 12:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Vernd­ar­svæði í byggð

    ​Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir elsta hluta byggðarinnar í þorpinu á Vopnafirði samkvæmt tillögu sem unnin er af Yrki arkitektum dags. 18. janúar 2024.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Reglur um akst­urs­þjón­ustu eldri borgara

    ​Reglur um akstursþjónustu eldri borgara lagðar fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um akstursþjónustu eldri borgara.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Axel Örn Sveinbjörnsson, óskar eftir fundarhléi kl. 12:11. Fundur hefst að nýju kl. 12:16

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að fresta erindi frá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að gera kostnaðaráætlun og innleiða gjaldskrá fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd: Skap­andi sumarstörf

    ​Minnisblað um skapandi sumarstörf í Vopnafjarðarhreppi lagt fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar tillögunni til áframhaldandi vinnu hjá sveitarstjóra sem leggur hana fyrir aftur ásamt kostnaðaráætlun.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd: Drög að úthlut­un­ar­reglum menn­ing­ar­sjóðs Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Drög að úthlutunarreglum menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps lagðar fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar drögunum til áframhaldandi vinnu hjá sveitarstjóra sem leggur drögin fyrir aftur.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá hrepps­ráði: Kjör­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps
    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að Dagný Steindórsdóttir, kt. 250391-2269 verði aðalfulltrúi í kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Slát­ur­félag Vopn­firð­inga – bréf til hlut­hafa

    ​Boð á hluthafafund Sláturfélags Vopnafjarðar lagt fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu stjórnar Sláturfélags Vopnfirðinga hf. um að hætta rekstri sláturfélagsins í haust og selja eignir félagsins og veitir sveitarstjóra umboð til að kjósa með tillögu stjórnar á hluthafafundinum.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir fundarhléi kl. 12:46. Samþykkt samhljóða.
    Fundur hefst að nýju kl. 12:49.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.


  • Starfs­reglur svæð­is­skipu­lags­nefndar Aust­ur­lands, til kynn­ingar

    ​Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Austurlands lagðar fram til kynningar.

  • Stefna lögregl­unnar á Aust­ur­landi, til kynn­ingar

    ​Stefna lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar.

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Deili­skipulag miðbæjar Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Deiliskipulag fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps lagt fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að deiliskipulagi miðbæjar Vopnafjarðarhrepps.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Almenn erindi#almenn-erindi

  • Reglur um tölvu­kaup sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa, til kynn­ingar

    ​Reglur um tölvukaup sveitarstjórnarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 1.2

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.


  • Fjöl­skylduráð 6.2

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 7.2

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 12.2

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Öldungaráð 9.2

    Lagt fram til kynningar.

  • 177. fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 942. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:00.