Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 24

Kjörtímabilið 2022—2026

18. janúar 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18. janúar 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

1. Erindi#1-erindi

  • 1. Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Deili­skipulag Holta­hverfis

    ​Vinnslutillaga vegna deiliskipulags Holtahverfis lögð fram.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 40.gr. skipulagslaga, í Skipulagsgáttinni og með opnum kynningarfundi ásamt því að senda hana til umsagnar hjá umsagnaraðilum.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2024

    ​Húsnæðisáætlun fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir húsnæðisáætlun ársins 2024.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Funda­dag­skrá fagráða 2024

    ​Fundardagskrá fagráða fyrir árið 2024 lögð fram.

    Fagráð Vopnafjarðarhrepps funda almennt aðra viku í mánuði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá fagráða fyrir árið 2024 og sveitarstjóra falið að birta á vef sveitarfélagsins.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða. 

  • Boðun á XXXIX. Lands­þing Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 14.mars 2024

    ​Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10.janúar til kynningar þar sem boðað er til Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda á 14.mars nk. í Hörpu.

    Axel Örn Sveinbjörnsson er aðalfulltrúi og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir er varafulltrúi.

  • Yfir­færsla á rekstri Sunda­búðar á Vopna­firði, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna yfirfærslu á rekstri Sundabúðar á Vopnafirði til HSA. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Sundabúðar frá og með 1.júní næstkomandi. Lögð verður áhersla á að ekki verði rof í þjónustu við íbúa og að öryggi starfsmanna og íbúa verði ekki raskað við  þá yfirfærslu.


    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Hreiðar Geirsson.

  • Bíla­stæða­gjöld á Egils­staða­flug­velli og Akur­eyr­arflug­velli

    ​Fyrir liggur að Isavia innanlandsflugvellir áforma að byrja að innheimta bílastæðagjöld á Egilsstöðum og Akureyri um næstu mánaðarmót en ekki í Reykjavík.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir ánægju með að Isavia innanlandsflugvellir hafi ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á Egilsstöðum og Akureyri. Áformin fela samt sem áður í sér verulegar auknar álögur fyrir íbúa á landsbyggðinni auk þess sem gjaldtakan eykur kostnað við almennt samgöngukerfi landsins og hvetur því sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps Isavia alfarið til að falla frá þessum áformum enda má draga lögmæti þeirra í efa.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Bréf frá innviða­ráðu­neytinu vegna Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðuneytinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 4.1

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fjöl­skylduráð 8.1

    ​​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 10.1

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 12.1

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  • Aðal­fundur Héraðs­skjala­safns Aust­firð­inga 22.12

    ​Lagt fram til kynningar.

3. Almenn mál#3-almenn-mal

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

    Til máls tóku Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:23.