Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 23

Kjörtímabilið 2022—2026

19. desember 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 15:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19.desember 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 15:00.

Almenn mál#almenn-mal

  • Fjár­mögnun þjón­ustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagn­ingar

    Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%. Þar sem ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:07.