Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2022—2026

14. desember 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 14. desember 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.  Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu: „Útsvar 2024“. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1. Erindi#1-erindi

  • Fjár­hags­áætlun 2024 - 2027 – síðari umræða

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti, lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn. 

    Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 í milljónum kr. 

    Rekstrarniðurstaða  
    Samstæða A hluta jákvæð um 23 m.kr 
    Samstæða A og B hluta  jákvæð um 135 m.kr.  

    Fjárfestingar 
    Samstæða A hluta:  150 m.kr  
    Samstæða A og B hluta: 126 m.kr. 

    Afborganir langtímalána 
    Samstæða A hluta: 28,7 m.kr. 
    Samstæða A og B hluta: 53,3 m.kr. 

    Í fjárhagsáætlun 2024 eru áætlaðar heildartekjur 1.562 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 259 m.kr. Handbært fé í árslok 2024 er 57 m.kr. 
    Eigið fé er áætlað að nemi 50 m.kr. í A hluta og 1100 m.kr. í samstæðu í árslok 2024. Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar. 

    Fjárfestingar ársins 2024 eru áætlaðar 276 millj.kr.  
    Skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 66% í árslok 2024. 

    Fjárhagsáætlun 2024-2027 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps. 

    Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2025 - 2027 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 16. nóvember sl.  

    Til máls tóku:Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. 


  • Gjald­skrár Vopna­fjarð­ar­hrepps 2024

    ​Gjaldskrár Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 lagðar fram til afgreiðslu. Gjaldskrárnar taka gildi 1.janúar 2024. Gjaldskrárnar hækka almennt í takt við verðlagsbreytingar.


    Gjaldskrá fasteignagjalda 2024:
    Tímabundið álag sem sett var á 2022 helst áfram óbreytt á fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði og bújarðir árið 2024 og verður það 0,625% af heildarfasteignamati. 

    •Fasteignaskattur A á íbúðarhúsnæði og bújarðir verður 0,625% af heildarfasteignamati.
    •Fasteignaskattur B á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn verður 1,32% af heildarfasteignamati.
    •Fasteignaskattur C á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði er 1,65% af heildarfasteignamati.
    •Lóðaleiga er 2% af lóðarhlutamati. 
    •Fráveitugjald 0,32% af heildarfasteignamati. 
    •Vatnsgjald er 0,3% af fasteignamati húss.

    Sorphirðugjald er innheimt skv. lögum nr. 81/1988
    Á árinu 2024 verður gjaldið 47.926 kr. sem skiptist í sorphirðugjald 25.718 kr og sorpeyðingargjald 22.208 kr. 

    Afsláttur til eldri borgara og örorkulífeyrisþega er framreiknaður frá fyrra ári m.v. verðlagsbreytingar.

    Málaflokkurinn sorphirða hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Samkvæmt lögbundnum skyldum okkar þarf hann að gera það. Til að mæta því þarf að framkvæma þessa hækkun á gjaldskrá. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2024.


    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Baldur Kjartansson, Bjartur Aðalbjörnsson

    Axel Örn Sveinbjörnsson oddviti, óskar eftir fundarhléi kl. 14:37. Samþykkt samhljóða.

    Fundur hefst að nýju kl.14:55.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Viðauki 3 við fjár­hags­áætlun 2023

    ​Fram lagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023.

    Ekki er um að ræða breytingu á afkomu A eða AB hluta né sjóðstreymiáhrif þar sem áhrif viðaukans er innan aðalsjóðs. Í A hluta hækkar fjárfesting um 14 millj. kr en í B hluta lækkar hún um 14 millj. kr. 

    Viðauki 3 er til kostnaðarauka þjónustumiðstöðvar um 14Mkr en á móti er
    kostnaðarlækkun í hafnarmálum um sömu upphæð, en viðaukinn er vegna
    kaupa á liðlétting og fylgihlutum fyrir þjónustumiðstöð.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Funda­dag­skrá sveit­ar­stjórnar 2024

    ​Fundadagskrá sveitarstjórnar fyrir árið 2024 lögð fram.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá sveitarstjórnar fyrir árið 2024.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði – tillaga um frístund fyrir 1. og 2. bekk sumarið 2024

    ​Lagt fram erindi frá fjölskylduráði er varðar tillögu um frístund fyrir 1. og 2. bekk sumarið 2024.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að sett verði á sumarfrístund hjá Vopnafjarðarhreppi fyrir 1.- 2. bekk í Vopnafjarðarskóla.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Úthlutun byggða­kvóta á fisveiði­árinu 2023/2024

    ​Lagt fram til kynningar bréf frá Matvælaáðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps 2023-2024. 

    Vopnafjarðarhreppur fær úthlutað 1,4% af heildar þorskígildistonnum eða 67 tonnum á fiskveiðiárinu 2023/2024.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að leggja ekki til sérreglur vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024 og felur sveitarstjóra að tilkynna það.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. 

  • Bréf SSA til sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi vegna aðgerðaráætlana haust­þings SSA 2023

    Lagt fram til kynningar bréf SSA til sveitarfélaga á Austurlandi vegna aðgerðaráætlana haustþings SSA 2023. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til áframhaldandi vinnu hjá sveitarstjóra.

    Til máls tók Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. 


  • Vilja­yf­ir­lýsing Hall­orms­staða­skóla og Háskóla Íslands, til kynn­ingar

    ​Lögð fram viljayfirlýsing Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands til kynningar.

  • Útsvar 2024

    ​Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2024 verði 14,74% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. 

    Tillaga að afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall útsvars árið 2024 verði 14,74% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Fjöl­skylduráð 051223

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 081223

    ​Lagt fram til kynningar.


    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  • 939. fund­ar­gerð stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:27