Fundur nr. 22
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
NefndarmaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurSigurður Grétar Sigurðsson
NefndarmaðurBjartur Aðalbjörnsson
NefndarmaðurBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurHafdís Bára Óskarsdóttir
NefndarmaðurJenný Heiða Hallgrímsdóttir
NefndarmaðurBaldur Kjartansson
FjármálastjóriÍris Edda Jónsdóttir
RitariAxel Örn Sveinbjörnsson, oddviti, lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 í milljónum kr.
Rekstrarniðurstaða
Samstæða A hluta jákvæð um 23 m.kr
Samstæða A og B hluta jákvæð um 135 m.kr.
Fjárfestingar
Samstæða A hluta: 150 m.kr
Samstæða A og B hluta: 126 m.kr.
Afborganir langtímalána
Samstæða A hluta: 28,7 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 53,3 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2024 eru áætlaðar heildartekjur 1.562 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 259 m.kr. Handbært fé í árslok 2024 er 57 m.kr.
Eigið fé er áætlað að nemi 50 m.kr. í A hluta og 1100 m.kr. í samstæðu í árslok 2024. Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar.
Fjárfestingar ársins 2024 eru áætlaðar 276 millj.kr.
Skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 66% í árslok 2024.
Fjárhagsáætlun 2024-2027 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2025 - 2027 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 16. nóvember sl.
Til máls tóku:Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrár Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 lagðar fram til afgreiðslu. Gjaldskrárnar taka gildi 1.janúar 2024. Gjaldskrárnar hækka almennt í takt við verðlagsbreytingar.
Fram lagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023.
Fundadagskrá sveitarstjórnar fyrir árið 2024 lögð fram.
Lagt fram erindi frá fjölskylduráði er varðar tillögu um frístund fyrir 1. og 2. bekk sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar bréf frá Matvælaáðuneytinu um úthlutun byggðakvóta til Vopnafjarðarhrepps 2023-2024.
Lagt fram til kynningar bréf SSA til sveitarfélaga á Austurlandi vegna aðgerðaráætlana haustþings SSA 2023.
Lögð fram viljayfirlýsing Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands til kynningar.
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2024 verði 14,74% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.