Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2022—2026

16. nóvember 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 16. nóvember 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 13:00. Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

1. Erindi#1-erindi

 • Fjár­hags­áætlun 2024 2027 fyrri umræða

  ​Sveitarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun.

  Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 ásamt
  þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 til 2027.

  Til máls tóku: Sara Elísabet Svansdóttir og Baldur Kjartansson.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2024 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2025 til 2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

  Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir , Baldur Kjartansson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Samþykkt samhljóða.


 • Erindi frá hrepps­ráði: Viðauki 2 við fjár­hags­áætlun 2023

  ​Fram lagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023.

  Ekki er um að ræða breytingu á afkomu A eða AB hluta né sjóðstreymiáhrif þar sem áhrif viðaukans er innan aðalsjóðs.

  Viðauki 2 er til kostnaðarauka menningarmála um 1Mkr en á móti er kostnaðarlækkun í umhverfismálum um sömu upphæð, en viðaukinn er vegna gjafar Vopnafjarðarhrepps til Vopnafjarðarkirkju.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023.

  Samþykkt samhljóða.


 • Snjómokstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Lagt fram tilboð í snjómokstur í Vopnafjarðarhreppi frá Lækjarmótum, kt. 460319-1960 Eitt tilboð barst í snjómoksturinn.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að samið verði við Lækjarmót ehf, kt. 460319-1960 um snjómokstur í Vopnafjarðarhreppi í samræmi við tilboðið og felur sveitarstjóra að afgreiða erindið.

  Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir fundarhlé kl. 14:01. Samþykkt samhljóða. Fundur settur á ný 14:09.

  Samþykkt samhljóða.


 • Vetr­ar­tæki í áhalda­húsi Vopna­fjarð­ar­hrepps - minn­is­blað 091123

  ​Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni áhaldahúss varðandi tækjakaup í áhaldahúsi.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir kaup á tækjabúnaði í áhaldahúsi og felur sveitarstjóra að stilla upp viðauka.

  Til máls tóku: Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.

  Samþykkt samhljóða.


 • Bréf frá Eftir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga

  ​Framlagt til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.


 • Samkomulag um skipan svæð­is­skipu­lags­nefndar

  Framlagt samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar Austurlands sem byggir á því að fulltrúar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi skipa svæðisskipulagsnefnd.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að skipan svæðisskipulagsnefndar Austurlands.

  Samþykkt samhljóða.


 • Erindi frá Þórdísi Þórar­ins­dóttur Staða land­bún­aðar í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Lagt fram bréf frá Þórdísi Þórarinsdóttur varðandi stöðu landbúnaðar í Vopnafjarðarhreppi.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í landbúnaði. Lækkun á afurðaverði, kostnaðarhækkanir, hækkun vaxta á liðnum árum, erfiðar aðstæður til nýliðunar, takmarkað aðgengi að lánsfé á hagstæðum vöxtum ti l fjárfestinga og fjöldi annarra samverkandi þátta hefur sett framtíð atvinnugreinarinnar í algert uppnám. Forsendur til rekstrar eru því brostnar, nauðsynleg nýliðun viðvarandi vandamál og tækifæri til fjárfesti nga lítil sem engin sem hamlar um leið allri nýsköpun í greininni. 

  Eins og fram kemur í Svæðisskipulagi Austurlands er landbúnaður mikilvæg grunnstoð í atvinnulífi Austurlands, eins og víðar um land, og því mikilvægt að umgjörð atvinnugreinarinnar verði styrkt. Sveitarstjórn telur mikilvægt að horft sé til þess að ná fram hækkuðu afurðaverði, tryggja greiðan aðgang að þolinmóðu lánsfé til fjárfestinga og auk þess að útfæra lán í anda hlutdeildarlána til að fá aukinn kraft í nýliðun. Horfa þarf til þess að styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og tryggja að gæðaeftirlit með innflutningi og innlendri framleiðslu sé hið sama. Miklar kröfur hafa verið settar um aðbúnað búfjár til matvælaframleiðslu á Íslandi síðustu ár með tilheyrandi kostnaði hjá bændum en án þess að fjármagn hafi fylgt.

  Landbúnaður er jafnframt byggðarmál og mikilvægt að sveitir landsins verði áfram í byggð enda blómlegar sveitir eitt helsta kennileiti íslenskrar þjóðar. Sveitarstjórn skorar því á stjórnvöld að koma nú að krafti inn í greinina og stuðla að því að
  landbúnaður búi við eðlilegt rekstrarumhverfi til að fyrirbyggja fyrirsjáanlegt hrun í greininni með ófyrirséðum afleiðingum fyrir matvælaöryggi þjóðarinnar. Slíkt öryggi þarf að tryggja með aðgerðum en ekki orðum.

  Til máls tók Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Samþykkt samhljóða.


 • Fyrir­komulag sjúkra­flutn­inga

  ​Í október síðastliðnum kom upp tilfelli á Vopnafirði þar sem ekki var hægt að flytja sjúkling frá Vopnafirði með sjúkraflugi vegna þyngdartakmarkanna. Búnaður til sjúkraflutninga er gefin upp fyrir að hámarki 135 kg Mikilvægt er að endurskoða þessar kröfur hjá ráðuneytinu til þess að allir hafi jafnan kost á sjúkraflugi þegar þörf er á.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps harmar að búnaður notaður til sjúkraflutninga með flugi henti ekki öllum sem gætu þurft að nota hann . Mikilvægt er að kröfur heilbrigðisráðuneytisins til verktaka í sjúkraflugi verði endurskoðaðar og felur sveitarstjóra að senda bréf til heilbrigðisráðuneytisins þar sem krafist er þess að búnaðurinn verði uppfærður.

  Samþykkt samhljóða.2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 011123

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Fjöl­skylduráð 071123

  ​​Lagt fram til kynningar.

 • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 081123

  ​​Lagt fram til kynningar.

  Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson og Íris Edda Jónsdóttir

 • 13. stjórn­ar­fundur SSA 280823

  ​​Lagt fram til kynningar.

 • 14. stjórn­ar­fundur SSA 201023

  Lagt fram til kynningar

 • 936. fund­ar­gerð stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:26