Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 19

Kjörtímabilið 2022—2026

18. október 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18. október 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

Fylgiskjöl#fylgiskjöl

1. Erindi#1-erindi

  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Tillaga um gjald­frjálst frí einu sinni á ári og endur­skoðun á niður­fell­ingu fæðis­gjalds.

    Erindi frá fjölskylduráði: Tillaga um gjaldfrjálst frí einu sinni á ári og endurskoðun á niðurfellingu fæðisgjalds. 

    Lagt fram erindi frá fjölskylduráði varðandi gjaldfrjálst frí einu sinni á ári og niðurfellingu fæðisgjalds. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Brekkubæ geti sótt um gjaldfrjálst frí einu sinni á skólaárinu allt að 6 vikum eða 30 virkum dögum fyrir utan sumarfrí og fái leikskólagjöld felld niður. 

    Auk þess samþykkir sveitarstjórn að fæðisgjald megi fella niður ef börn eru fjarverandi í 7 daga eða meira. 

    Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson. 

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu Vopnafjarðarlistans:  
      
    Í stað þess að í tillögunni standi að fæðisgjald megi fella niður ef börn eru fjarverandi „í 7 daga eða meira" skal standa að fæðisgjald megi fella niður ef börn eru fjarverandi „í að lágmarki 5 daga. 

    Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson, Bobana Micanovic, Bjartur Aðalbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Brekkubæ geti sótt um gjaldfrjálst frí einu sinni á skólaárinu allt að 6 vikum eða 30 virkum dögum fyrir utan sumarfrí og fái leikskólagjöld felld niður. 

    Auk þess samþykkir sveitarstjórn að fæðisgjald megi fella niður ef börn eru fjarverandi í að lágmarki 5 daga. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Öryggi í umferð­inni

    ​Lagt fram erindi frá fjölskylduráði varðandi öryggi í umferðinni í sveitarfélaginu.  

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar tillögum um bætt umferðaröryggi til fjárhagsáætlanagerðar 2024 og felur sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um aukið umferðaröryggi á Hafnarbyggð og Kolbeinsgötu. 

    Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson. 
     
    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu: 
     
    Í stað þess að í tillögunni standi  
      
    „Sveitarstjórn vísar tillögum um bætt umferðaröryggi til fjárhagsáætlunar 2024 og felur sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um aukið umferðaröryggi á Hafnarbyggð og Kolbeinsgötu" skal standa:  
      
    „Sveitarstjórn vísar tillögum um bætt umferðaröryggi á götum sveitarfélagsins til fjárhagsáætlunar 2024. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að skrifa bréf til Vegagerðarinnar um aukið umferðaröryggi á Hafnarbyggð og Kolbeinsgötu og leggja bréfið fyrir fund hreppsráðs til samþykktar." 

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar tillögum um bætt umferðaröryggi á götum sveitarfélagsins til fjárhagsáætlunar 2024. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að skrifa bréf til Vegagerðarinnar um aukið umferðaröryggi á Hafnarbyggð og Kolbeinsgötu og leggja bréfið fyrir fund hreppsráðs til samþykktar. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 


  • Erindi frá H-lista: Tillaga um gjöf til Vopna­fjarð­ar­kirkju

    ​Lagt fram erindi frá Vopnafjarðarlistanum varðandi peningagjöf til Vopnafjarðarkirkju vegna 120 ára afmælis kirkjunnar.  

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Fulltrúar Vopnafjarðarlistans leggja til að sveitarfélagið færi Vopnafjarðarkirkju peningagjöf í tilefni 120 ára afmælis kirkjunnar en kirkjan var reist á árunum 1902-1903 og var friðuð 1.janúar 1990.  

    Upphæðin skal vera ein milljón króna og er fjárhæðin ætluð til endurbóta og viðhalds kirkjunnar.  

    Sveitarstjóra er falið að vinna viðauka til fjármögnunar gjöfinni og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs, 1.nóvember nk. 

    Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 


  • Viðauki við fjár­hags­áætlun 2023

    ​Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023.  

    Rekstur: Breyting á rekstri A og AB hluta er hækkun á rekstrarkostnaði um 6,0 m.kr. mætt með lækkun fjárfestinga. 
    Sjóðstreymi: 
    Vegna tilfærslu verkefna hefur viðauki 1 engin greiðsluáhrif. Fjárfestingar í A hluta lækka nettó um 16 millj. kr. og í AB hluta er lækkunin 6 millj. kr. á móti lægri rekstrarniðurstöðu. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023. 

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.  

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 

    Samþykkt samhljóða. 


  • Tillaga að breyt­ingu á gjald­skrá þjón­ustumið­stöðvar Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Lögð fram tillaga um að fella úr gjaldskrá þjónustumiðstöðvar eftirfarandi lið: 

    „Taka upp bát/Setja niður bát". 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að hætta að veita þjónustu við að taka upp og setja niður báta og samþykkir þar með að fella út liðinn „Taka upp bát/Setja niður bát" úr gjaldskrá þjónustumiðstöðvar Vopnafjarðarhrepps frá og með 1. desember 2023. 

    Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson 

    Tillaga er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 


  • Til umsagnar 315. mál um tillögu til þings­álykt­unar um samgöngu­áætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.

    ​Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. 

     
    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að senda inn umsögn varðandi  breytingu á  flokkun vegar yfir Hellisheiði úr stofnvegi í tengiveg og stöðu jarðganga milli Vopnafjarðar og Héraðs. 

    Til máls tóku: Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sveinbjörnsson. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Fjöl­skylduráð 101023

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Öldungaráð 091023

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 121023

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 161023

    ​Lagt fram til kynningar

  • 934. Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

3. Almenn mál#3-almenn-mal

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum. 

    Til máls tóku: Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Bobana Micanovic, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson. 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 15:22