Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2022—2026

27. september 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 27. september 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði – Líkams­rækt í íþrótta­húsi, minn­is­blað 300823 til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu líkamsræktar í íþróttahúsi sem vísað var til sveitarstjórnar til kynningar frá fjölskylduráði.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að endurnýja hlaupabretti og vísar öðrum tillögum um endurbætur á líkamsræktaraðstöðu til fjárhagsáætlanagerðar 2024.

  Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • 2. Staða leng­ingar lönd­un­ar­bryggju við Vopna­fjarð­ar­höfn til kynn­ingar.

  ​Lögð fram til kynningar staða lengingar á löndunarbryggju við Vopnafjarðarhöfn frá Vegagerðinni.

  Núverandi staða er sú að útboðsgögn fyrir dýpkun og stálþilrekstur eru tilbúin. Verkið verður boðið út í haust með verklok á stálþilsrekstri og dýpkun fyrir haustið 2024. Í framhaldi verður boðin út steypt þekja ásamt vatni og rafmagni, en það verk verður unnið sumarið 2025.


 • Bréf frá Innviða­ráðu­neyti – hvatning til sveit­ar­stjórna um mótun málstefnu

  ​Innviðaráðuneyti vekur athygli á 130. gr. sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga og hvetur sveitarstjórn til að ýta úr vör vinnu við málstefnu sveitarfélagsins sé slík stefna ekki fyrir hendi. Sérstök athygli er vakin á skyldu sveitarstjórnar til að útbúa reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra falið að vinna að mótun málstefnu fyrir Vopnafjarðarhrepp.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • Erindi frá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd: tillögur að fjár­hags­áætl­un­ar­gerð 2024

  ​Bornar voru fram tillögur til fjárhagsáætlanagerðar frá fundi menningar- og atvinnumálanefndar, 13. september 2023.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar eftirfarandi tillögum menningar- og atvinnumálanefndar til fjárhagsáætlanagerðar 2024: Styrktarsjóður menningar- og atvinnumálanefndar og Kynningarmál Vopnafjarðarhrepps.

  Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • Útboð á snjómokstri í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Lagt fram minnisblað, dagsett 25.9 varðandi útboð á snjómokstri í þéttbýli Vopnafjarðarhrepps.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði auglýsing vegna snjómoksturs gatna sveitarfélagsins og felur hreppsráði afgreiðslu málsins.

  Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • Ítrekun á umsagn­ar­beiðni: Nýtt aðal­skipulag Norð­ur­þings, nr. 0538/2023

  Lögð fram umsagnarbeiðni fá Norðurþingi vegna nýs aðalskipulags Norðurþings nr. 0538/2023.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagið.

  Tillagan borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


 • Gatna­gerð, göngu­stígar og gang­stéttar – drög að gatna­gerðaráætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps frá Eflu, til kynn­ingar.

  ​Framlögð drög að gatnagerðaráætlun Vopnafjarðarhrepps sem unnin var af Eflu til kynningar.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar drögunum til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

  Til máls tók: Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 7.9

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Fjöl­skylduráð 12.9

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 13.9

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 13.9

  ​​Lagt fram til kynningar.

 • 174. Heil­brigð­is­nefnd Aust­ur­lands

  ​​Lagt fram til kynningar.

 • 932. Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​​Lagt fram til kynningar.

 • 933. Samband íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:32.