Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 16

Kjörtímabilið 2022—2026

15. júní 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 15.júní 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Jafn­rétt­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023

    ​Freyja Barkardóttir frá Ráður kom inn á fund í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti uppfærða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins sem hefur fengið kynningu í fagráðum sveitarfélagsins.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Kjör oddvita sveit­ar­stjórnar 2023-2026

    Gengið var til kosninga um oddvita sveitarstjórnar 2023-2026. Sigurður Grétar bar fram þá tillögu að Axel Örn Sveinbjörnsson yrði kosinn oddviti. Engar aðrar tillögur komu fram. Fyrirliggjandi tillaga var síðan borin undir atkvæði.

    Tillagan er borin upp til samþykktar
    Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar sátu hjá.(AKÁ, BHS,KÓP)

  • Kjör 1.vara­odd­vita og 2.vara­odd­vita 2023-2026

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson lagði til að Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir yrði 1. varaoddviti og Sigurður Grétar Sigurðsson yrði 2. varaoddviti.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar sátu hjá (AKÁ, BHS, KÓP).

  • Kjör í hreppsráð, 3 full­trúar til eins árs

    Aðalfulltrúar
    Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
    Axel Örn Sveinbjörnsson
    Bjartur Aðalbjörnsson

    Varafulltrúar
    Sigurður Grétar Sigurðsson
    Bobana Micanovic
    Björn Heiðar Sigurbjörnsson

    Samþykkt samhljóða.


  • Kjör formaður og vara­formaður hrepps­ráðs til eins árs

    Fyrir fundinum liggur tillaga um að Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir verði formaður hreppsráðs og Axel Örn Sveinbjörnsson varaformaður hreppsráðs.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar sátu hjá (AKÁ, BHS, KÓP).


  • Kjör í öldungaráð — 3 full­trúar og 3 til vara

    Aðalfulltrúar
    Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
    Axel Örn Sveinbjörnsson
    Bjartur Aðalbjörnsson

    Varafulltrúar
    Sigurður Grétar Sigurðsson
    Bobana Micanovic
    Björn Heiðar Sigurbjörnsson

    Samþykkt samhljóða.


  • Funda­dag­skrá 2023 — breyting 150623

    ​Lögð fram tilllaga um breytingu á fundaáætlun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023. Fundaáætlunin verður aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins.


    Hreppsráð fundar auk þess 10.ágúst.
    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson og Sigurður Grétar Sigurðsson.

    Björn Heiðar Sigurbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun. Geri athugasemd við hvað er langur tími á milli funda sveitarstjórnar og hreppsráðs vegna sumarfría í þessu fundarplani. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.


  • Fjár­festing í áhalda­húsi — beiðni um viðauka

    ​Lögð fram beiðni um fjárfestingu í áhaldahúsi vegna sturtuvagns. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra að stilla upp viðauka.

    Til máls tóku Kristrún Ósk Pálsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.


  • Erindi frá hrepps­ráði — Áskorun vegna strand­veiða

    ​Fyrir liggur erindi frá hreppsráði, fundur haldinn 8.júní 2023, þar sem áskorun um strandveiðar er vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps telur að besta fyrirkomulag strandveiða væri að tryggja 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er framkomin hugmynd bæting á núverandi kerfi fyrir C-svæði/Norðausturland. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita áskorunina.

    Til máls tóku Kristrún Ósk Pálsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði — Minn­is­blað um akst­urs­þjón­ustu til kynn­ingar
    Lagt fram til kynningar minnisblað um aktursþjónustu sem vísað var til kynningar í sveitarstjórn frá fjölskylduráði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir: Sveitarstjóra er falið að semja reglur um aksturþjónustu fyrir eldri borgara og leggja fyrir sveitarstjórn.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Kristrún Ósk Pálsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Samn­ingur um skóla­þjón­ustu — Vopna­fjarð­ar­hreppur og Múla­þing

    ​Fyrir liggur samningur um skólaþjónustu nr. 444/2019 vegna barna í leik- og grunnskóla í Vopnafjarðarhreppi á milli Vopnafjarðarhrepps og Múlaþings.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá honum.

    Til máls tók Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.


  • Húsnæð­isáætlun 2023
    Húsnæðisáætlun fyrir árið 2023 lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps samþykkir húsnæðisáætlun ársins 2023.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða. 

  • Bréf frá umboðs­manni Alþingis vegna ráðn­ingar aðstoð­ar­skóla­stjóra, trún­að­armál

    ​Bréf frá umboðsmanni Alþingi vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra, dagsett  15.maí 2023 lagt fram sem trúnaðarmál.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og kynna drög að svarbréfi á sveitarstjórnarfundi í ágúst.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: „Breyting á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps og nýtt deili­skipulag veiði­húss í landi Hofs við Hofsá, skipu­lags­lýsing

    ​Fyrir liggur skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag veiðihúss í landi Hofs við Hofsá. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulag veiðihúss í landi Hofs við Hofsá verði auglýst og kynnt.

    Tillagan er borin til upp samþykktar.
    Samþykkt samhljóða. 

Almenn mál#almenn-mal

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:10.