Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2022—2026

17. maí 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 17.maí 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Ársreikn­ingur 2022 - seinni umræða

  ​Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.432 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 968 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 1,6 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 102 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagins í árslok 2022 nam 899 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 57 millj. kr. 


  Eins og komið hefur fram í ársreikningum undanfarinna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins og hefur sveitarfélagið þurft að greiða töluvert með rekstrinum.

  Heildarskuldir og skuldbindingar námu 1.047 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta. 

  Ársreikningurinn í heild sinni verður að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og verður kynntur á íbúafundi.

  Engin lántaka var hjá sveitarfélaginu á árinu 2022 og er skuldastaða sveitarfélagsins góð og vel innan viðmiðunarmarka.


  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagðan samstæðureikning Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2022 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 19. apríl sl.

  Til máls tók Baldur Kjartansson, fjármálastjóri. 

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Samþykktir um stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023 – síðari umræða

  ​Samþykktir um stjórn Vopnafjarðarhrepps lagðar fram til síðari umræðu.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir uppfærðar samþykktir um stjórn Vopnafjarðarhrepps við síðari umræðu í sveitarstjórn.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá hrepps­ráði – Skipurit Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023

  ​Fyrir liggur erindi frá hreppsráði, fundur haldinn 5.maí 2023, þar sem uppfærðu skipuriti Vopnafjarðarhrepps er vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir uppfært skipurit Vopnafjarðarhrepps.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði – Reglur fyrir skipu­lögð gáma­svæði í Vopna­fjarð­ar­hreppi
  Fyrir liggur erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði, fundur haldinn 19.apríl 2023, þar sem reglum fyrir skipulögð gámasvæði í Vopnafjarðarhreppi er vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir reglur fyrir skipulögð gámasvæði í Vopnafjarðarhreppi. Reglur verða birtar á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir 

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt með sex atkvæðum. Kristrún Ósk Pálsdóttir sat hjá.

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði – Veiðihús við Hofsá, umsókn um breyt­ingu á aðal­skipu­lagi

  ​Fyrir liggur erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði, fundur haldinn 10.maí 2023, þar sem umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna veiðihúss við Hofsá er vísað til afgreiðslu í sveitarstjórn.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 – 2026 sem geri ráð fyrir fyrirhuguðu veiðihúsi við Hofsá og efnisnámum vegna framkvæmdanna verði bætt inn á skipulag. Jafnframt heimilar sveitarstjórn framkvæmdaaðila að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

  Tillagan er borin upp til samþykktar. 
  Samþykkt samhljóða.

 • Drög að samn­ingi um grunn- og leik­skóla­mál­tíðir

  Fyrir liggur samningur vegna skólamáltíða fyrir grunn- og leikskóla við Hótel Tanga ehf. með gildistímann frá og með 13.7. 2023 til og með 12.7.2026.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagðan samning við Hótel Tanga og felur sveitarstjóra að ganga frá honum.

  Til máls tók Hafdís Bára Óskarsdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Bréf til sveit­ar­stjórnar varð­andi endur­nýjun á herbergjum á legu­deild Sunda­búðar

  ​Hafdís Bára Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

  Bréf frá Hafdísi Báru Óskarsdóttur, aðgengisfulltrúa og iðjuþjálfa Vopnafjarðarhrepps og Marie Therese Robin , formanni Sjálfsbargar á Vopnafirði varðandi endurnýjun herbergja á legudeild Sundabúðar lagt fram. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps þakkar fyrir ábendinguna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Hreiðar Geirsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu Vopnafjarðarlistans: Sveitarstjórn þakkar fyrir bréfið og felur sveitarstjóra að vinna viðauka, til að fjármagna lagfæringar á aðstöðunni, og leggja þann viðauka fyrir næsta fund hreppsnefndar. 

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

  Hafdís Bára kemur aftur inn á fund.

 • Eftir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga – bréf til allra sveit­ar­stjórna, til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Skipulag skóg­ræktar – ábyrgð sveit­ar­stjórna, til kynn­ingar

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 5.5

  ​Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Sara Elísabet Svansdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Lagt fram til kynningar.

 • Fjöl­skylduráð 10.5

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 10.5

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 72. fundur stjórnar sambands sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:52.