Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 13

Kjörtímabilið 2022—2026

16. mars 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 16.mars 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Erindi frá Eftir­lits­nefnd sveit­ar­fé­laga
    Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) dagsett 28.febrúar 2023. Þar sem Vopnafjarðarhreppi er bent á að sveitarfélagið uppfylli ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndarinar fyrir A-hluta, þar sem framlegð A-hluta er aðeins 9,1%.

    Baldri Kjartanssyni fjármálastjóra er gefið orðið.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Eftirfarandi breytingartillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra falið að leggja drög að svarbréfi til eftirlitsnefndarinnar fyrir næsta hreppsráðsfund til samþykktar.

    Axel Örn Sveinbjörnsson vék af fundi.
    Samþykkt með sex atkvæðum.

  • Viðauki vegna fjár­hags­áætl­unar 2022
    Viðauki 4 vegna fjárhagsáætlunar 2022 lagður fram þar sem þarf að bregðast við breytingum á raunfjárfestingum árið 2022.

    Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstur. Áhrif á sjóðstreymi er hækkun á fjárfestingum samtals 18,7 millj. kr. sem fjármagnað er með handbæru fé.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagðan viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2022.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Baldur Kjartansson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Hafdís Bára Óskardsdóttir sátu hjá.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: Vopnafjarðarlistinn gagnrýnir þær upplýsingar sem fundarfólk fékk um málið í fundarboði. Fundargögn voru ófullnægjandi og viðbótargögn bárust fundarfólki 5 mínútum fyrir fund. 

    Þá telur listinn það aðfinnsluvert að ekki sé betur staðið að fjárhagsstjórn sveitarfélagsins en svo að fjöldi verka skuli fara langt fram úr samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

  • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Erind­is­bréf fyrir öldungaráð Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréf fyrir öldungaráði Vopnafjarðarhepps.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindisbréfið og mun tilnefna fulltrúa í ráðið þegar samþykktir sveitarfélagsins hafa verið uppfærðar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Erindi frá hrepps­ráði: Lenging lönd­un­ar­bryggju – minn­is­blað og uppfærð kostn­að­ar­áætlun frá Vega­gerð­inni
    Fyrir liggur erindi frá hreppsráði, fundur haldin 2.mars 2023, varðandi lengingu löndunarbryggju þar sem hreppsráð samþykkir að auka fjárfestingar í höfninni úr 100 mkr í 129 mkr (án/vsk) árið 2023 og vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir: Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps samþykkir að auka fjárfestingu á höfninni úr 100 mkr í 129 mkr (án/vsk) árið 2023 og felur sveitarstjóra að stilla upp viðauka sem kemur til samþykktar í sveitarstjórn.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Baldur Kjartansson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Sigurður Grétar Sigurðsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjóra er auk þess falið að óska eftir fundi með forsvarsfólki Brims og sveitarstjórnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða. 

  • Tilnefning í Vatna­svæðanefnd

    ​Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun varðandi tilnefningu í Vatnasvæðanefnd dagsett 1.nóvember 2022. Þetta bréf var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 16.febrúar þar sem sveitarstjóra var falið að vinna málið áfram og er hér með tekið fyrir aftur.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tilnefnir Söru Elísabetu Svansdóttur, sveitarstjóra sem aðalfulltrúa og Axel Örn Sveinbjörnsson sem varafulltrúa.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Svar við umsókn um undan­þágu frá skil­yrði um lágmarks­í­búa­fjölda vegna barna­vernd­ar­þjón­ustu – til kynn­ingar

    ​Svar við umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu, dagsett 7.mars 2023, lagt fram til kynningar.

  • Minn­is­blað til kynn­ingar frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga: Ágangur búfjár

    ​Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ágangs búfjár, dagsett 3.febrúar 2023, lagt fram til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að senda minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Ágangur búfjár, til kynningar hjá Umhverfis- og framkvæmdarráði.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  • Boð á aðafund Lána­sjóðs íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Fyrir liggur boð á aðalfund Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga sem haldinn verður á Grand hótel 31.mars næstkomandi. Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 2.3

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Baldur Kjartansson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.


  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 8.3
    Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 8.3
    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun:

    Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 8. mars – undir liðnum „skýrsla hafnarvarðar“ - var rætt um gjöld sem Vopnafjarðarhreppur innheimtir vegna geymslu gáma á lóð utan við frystigeymslu Brims. Vopnafjarðarlistinn leggur til að sveitarstjóra verði falið að skoða málið og greina frá niðurstöðum á næsta fundi hreppsráðs.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt með þremur atkvæðum. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Bobana Micanovic og Sigurður Grétar Sigurðsson sátu hjá.

    Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

  • Ungmennaráð 9.3

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 919. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

3. Almenn mál#3-almenn-mal

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra
    Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Sara Elísabet Svansdóttir. 
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:32.