Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2022—2026

16. febrúar 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 16.febrúar 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Boðun XXXVIII. Lands­þings Sambandsins

  ​Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26.janúar til kynningar þar sem boðað er til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda á 31.mars nk. 


  Axel Örn Sveinbjörnsson er aðalfulltrúi og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir er varafulltrúi.

 • Stefnu­mörkun lögregl­unnar á Aust­ur­landi fyrir árið 2023 til kynn­ingar

  ​Framlögð stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2023 til kynningar. 

 • Fram­lenging á yfir­drátt­ar­heimild á reikn­ingi 180

  ​Baldri Kjartanssyni fjármálastjóra er gefið orðið. 

  Fjármálastjóri fór yfir ástæðu erindisins. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlengingu á yfirdráttarheimildinni.  

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Tilnefning í vatna­svæðanefnd

  ​Lögð fram til kynningar beiðni frá Umhverfisstofnun varðandi tilnefningu í vatnasvæðanefnd. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  Til máls tók Sara Elísabet Svansdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar. 
  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá hrepps­ráði til kynn­ingar: Umboðs­maður Alþingis – kvörtun vegna ráðn­ingar aðstoð­ar­skóla­stjóra

  ​Lagt fram til kynningar bréf frá umboðsmanni Alþingis, dagsett 23.janúar 2023, vegna kvörtunar á ráðningu aðstoðarskólastjóra og drög að svarbréfi frá Vopnafjarðahreppi. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir: Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps felur sveitarstjóra að afgreiða erindið með framlögðum breytingum.

  Til máls tóku Sara Elísabet Svansdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson. 

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá hrepps­ráði til kynn­ingar: svar við erindi Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna reksturs hjúkr­un­ar­heim­il­isins Sunda­búðar

  ​Fyrir liggur erindi frá hreppsráði varðandi svar við erindi Vopnafjarðarhrepps vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Sundabúðar frá Heilbrigðisráðuneytinu, dagsett 20.janúar 2023. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra HSA og sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.

  Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Baldur Kjartansson.

  Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir tíu mínútna fundarhléi  kl. 14:40.
  Samþykkt samhljóða.
  Fundur hefst aftur kl. 14:50.

  Tillagan er borin upp til samþykktar. 
  Samþykkt samhljóða.


 • Samþykkt um umgengni og þrifnað utan­húss á starfs­svæði HAUST – síðari umræða

  ​Heilbrigðisnefnd Austurlands leggur til ný drög að sameiginlegri samþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði HAUST sem komi í stað sérstakra samþykkta. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að afgreiða málið.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Smávirkjun við Gestreið­ar­stað­ar­háls, umsagn­ar­beiðni frá Múla­þingi

  ​Fyrir liggur erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði, dagsett 8.febrúar  2023 varðandi umsagnarbeiðni um smávirkjun við Gestreiðarstaðarháls. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn fór yfir erindið og framlögð gögn og metur að ekki sé tilefni til athugasemda af hálfu Vopnafjarðarhrepps.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: vernd­ar­svæði í byggð, tillaga til auglýs­ingar

  ​Fyrir liggur erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði, dagsett 8.febrúar 2023 þar sem ráðið leggur til að sveitarstjórn auglýsi verndarsvæði í byggð fyrir Vopnafjarðarhrepp.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst.

  Til máls tók Bjartur Aðalbjörnson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða. 

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Deili­skipulag miðbæjar Vopna­fjarð­ar­hrepps, tillaga til auglýs­ingar

  ​Fyrir liggur erindi frá umhverfis- og framkvæmdaráði, dagsett 8.febrúar  2023 þar sem ráðið leggur til að sveitarstjórn auglýsi deiliskipulag miðbæjar Vopnafjarðarhrepps.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Kjör í nefndir og ráð Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Fyrir fundinum liggur minnisblað, dagsett 14.febrúar 2023 þar sem tiltekið er að tilnefna þarf einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í menningar- og atvinnumálanefnd og einn varafulltrúa í umhverfis- og framkvæmdaráð.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir úrsögn Karenar Óskar Svansdóttur úr menningar- og atvinnumálanefnd. 
  Hafdís Bára Óskarsdóttir verður aðalfulltrúi í menningar- og atvinnumálanefnd og Ingibjörg Ásta Jakobsdóttir verður varafulltrúi í menningar- og atvinnumálanefnd.. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir verður varafulltrúi í umhverfis- og framkvæmdarráði.

  Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 2.2

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 8.2

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 918.fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:08.