Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2022—2026

19. janúar 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 19.janúar 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Í upphafi fundar bar Bjartur Aðalbjörnsson upp tillögu um að bæta inn erindinu „Byggðakvóti“ frá menningar- og atvinnumálanefnd. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1. Erindi#1-erindi

 • Funda­áætlun sveit­ar­stjórnar Vopna­fjarð­ar­hrepps

  ​Lögð fram til kynningar fundaáætlun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023. Fundaáætlunin verður aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins.

  Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.


 • Beiðni um lausn frá nefndar- og sveit­ar­stjórn­ar­störfum, Bylgja Dögg Sigur­björns­dóttir

  ​Fyrir liggur bréf til sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps dagsett 12.janúar 2023 þar sem Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn og öðrum nefndum vegna flutnings í annað sveitarfélag frá og með 1.febrúar 2023.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita Bylgju Dögg Sigurbjörnsdóttur lausn frá nefndar- og sveitarstjórnarstörfum frá og með 1.febrúar 2023. Bobana Micanovic kemur inn sem aðalmaður í sveitarstjórn og verður varamaður í hreppsráði. Dagný Steindórsdóttir kemur inn sem varamaður í sveitarstjórn og Sigurður Grétar Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdaráði.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Erindi frá fjöl­skyldu­ráði: Stofnun velferð­ar­teymis eldri borgara

  ​Lagt fram erindi frá fjölskylduráði, dagsett 13.desember 2022 varðandi stofnun öldrunarráðs á Vopnafirði. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að stofna öldrunarráð Vopnafjarðarhrepps og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson .

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Siða­reglur kjör­inna full­trúa í Vopna­fjarð­ar­hreppi

  ​Siðareglur kjörinna fulltrúa í Vopnafjarðarhreppi lagðar fram til kynningar. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra falið að kynna siðareglurnar fyrir nefndum sveitarfélagsins.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson. 

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Samþykkt um umgengni og þrifnað utan­húss á starfs­svæði HAUST – fyrri umræða

  ​Heilbrigðisnefnd Austurlands leggur til ný drög að sameiginlegri samþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði HAUST sem komi í stað sérstakra samþykkta. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að vísa samþykktinni til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdaráði og í framhaldi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

  Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Erindi frá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefndar: Byggða­kvóti

  ​Lagt fram til kynningar erindi frá menningar- og atvinnumálanefnd varðandi byggðakvóta 


  Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 5.1

  ​Lagt fram til kynningar.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

 • Fjöl­skylduráð 10.1

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 11.1

  ​Lagt fram til kynningar.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Hafdís Bára Óskarsdóttir.

3. Almenn mál#3-almenn-mal

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:06.