Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 9

Kjörtímabilið 2022—2026

15. desember 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 15.desember 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023 og 2024 – 2026, seinni umræða
  Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri, lagði fram áætlunina til síðari umræðu í sveitarstjórn.

  Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 í milljónum kr.

  Rekstrarniðurstaða
  Samstæða A hluta jákvæð um 23 m.kr
  Samstæða A og B hluta  jákvæð um 85 m.kr. 

  Fjárfestingar
  Samstæða A hluta:  59 m.kr 
  Samstæða A og B hluta: 181 m.kr.

  Afborganir langtímalána
  Samstæða A hluta: 26,5 m.kr.
  Samstæða A og B hluta: 57,7 m.kr.

  Í fjárhagsáætlun 2023 eru áætlaðar heildartekjur 1.543 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 166 m.kr. Handbært fé í árslok 2023 er 10 m.kr og er þá engin lántaka fyrirhuguð. Eigið fé er áætlað að nemi 116 m.kr. í A hluta og 979 m.kr. í samstæðu í árslok 2023. Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar.

  Fjárfestingar ársins 2023 eru áætlaðar 181 millj.kr. 
  Skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 62% í árslok 2023.

  Fjárhagsáætlun 2023-2026 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2024 - 2026 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 24. nóvember sl. 

  Til máls tóku Sara Elísabet Svansdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

  Eftirfarandi breytingartillögur lagðar fram frá Vopnafjarðarlistanum:
   
  Breytingartillaga 1
  Vopnafjarðarlistinn leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

  Vopnafjarðarlistinn leggur til að sveitarfélagið verji á næsta ári allt að tveimur milljónum króna í undirbúningshönnun á leiguíbúðum fyrir aldraða.
  Mikil eftirspurn er eftir íbúðum og íbúaþróun á þann veg að eldri borgurum fjölgar frekar en fækkar. Það er nauðsynlegt að geta boðið íbúum Vopnafjarðar upp á fleiri möguleika en  þær íbúðir sem nú eru í boði í Sundabúð.

  Leggjum til að tillagan verði fjármögnuð með því að skera alfarið niður fjármagn til jólaljósakaupa í Hamrahlíð og viðhaldi á kjallaraherbergi í Miklagarði.

  Breytingartillaga 2

  Vopnafjarðarlistinn leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

  Vopnafjarðarlistinn leggur til að á næsta ári verði einni milljón króna varið í uppbyggingu sjósundsaðstöðu í Sandvík. 
  Tillagan skal fjármögnuð með því að skera framlög til Kaupvangs
  niður um eina milljón.

  Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir tíu mínútna fundarhléi.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Breytingartillaga:
  Framsókn og óháðir leggja fram eftirfarandi breytingatillögu við breytingartillögu 1 og 2: Tillögurnar verða fjármagnaðar með handbæru fé.

  Breytingartillaga 1 frá Vopnafjarðarlistanum borin upp til samþykktar. 
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Breytingartillaga 2 frá Vopnafjarðarlistanum borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Breytingartillaga frá Framsókn og óháðum við breytingartillögu 1 og 2 borin upp til samþykktar:
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2024 - 2026 með ofangreindum breytingatillögum og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 24. nóvember sl. 

  Tillagan er borin upp til samþykktar:
  Samþykkt með 4 atkvæðum. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Kristrún Ósk Pálsdóttir sitja hjá.

  Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
  Vopnafjarðarlistinn leggur fram eftirfarandi bókun:
  Í kosningastefnu sinni lagði Vopnafjarðarlistinn ríka áherslu á að sveitarfélagið myndaði sér framtíðarsýn – að samfélagið myndi stinga út ákveðna stefnu. Þegar ljóst var að Vopnafjarðarlistinn yrði í minnihluta og Framsóknarflokkurinn ætlaði að hafa tögl og haldir á
  stjórn sveitarfélagsins var það samt von Vopnafjarðarlistans að meirihlutinn myndi grípa þessar áherslur á lofti og vinna að einhverju leyti samkvæmt þeim. Svo hefur ekki verið.

  Í þeirri fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir sveitarstjórn eru engin merki um framtíðarsýn. Vopnafjarðarlistinn hefur áður gagnrýnt vinnubrögðin við gerð fjárhagsáætlun og ítrekar þá gagnrýni. Drög að áætlun komu of seint fyrir hreppsráð, of seint til hreppsnefndar og aðeins einn vinnufundur var haldinn og það aðeins þremur dögum fyrir seinni umræðu.

  Að sjálfsögðu er fjármunum varið í mörg góð og gild verk – og flest þeirra nauðsynleg – en engin áætlun liggur fyrir um hvað gerist næst. Vopnafjarðarlistinn hefur áður óskað eftir stefnuplaggi meirihlutans og einhverjum vegvísi um hvert meirihlutinn stefnir með sveitarfélagið. Hvernig sveitarfélag ætlar Vopnafjarðarhreppur að vera? Engar vísbendingar eru um það í þriggja ára áætlun og metnaður til uppbyggingar virðist ekki til staðar. 

  Vopnafjarðarhreppur verður að sækja fram ef sveitarfélagið á að vera samkeppnishæft. Það er ekki nóg að sinna bara viðhaldi heldur verður hreppsnefnd að sýna íbúum Vopnafjarðar þá virðingu að stöðnun sé ekki í boði – heldur uppbygging.

  Vegna þessa mun Vopnafjarðarlistinn ekki samþykkja fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023.


 • Gjald­skrár 2023

  ​Vísað frá hreppsráði til afgreiðslu sveitarstjórnar gjaldskrám Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023. Gjaldskrárnar taka gildi 1.janúar 2023. Gjaldskrárnar hækka almennt í takt við verðlagsbreytingar.


  Gjaldskrá fasteignagjalda 2023:
  Tímabundið álag sem sett var á 2022 helst áfram óbreytt á fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði og bújarðir árið 2023 og verður það 0,625% af heildarfasteignamati. 

  •Fasteignaskattur A á íbúðarhúsnæði og bújarðir verður 0,625% af heildarfasteignamati.
  •Fasteignaskattur B á sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn verður 1,32% af heildarfasteignamati.
  •Fasteignaskattur C á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði er 1,65% af heildarfasteignamati.
  •Lóðaleiga er 2% af lóðarhlutamati. 
  •Fráveitugjald 0,32% af heildarfasteignamati. 
  •Vatnsgjald er 0,3% af fasteignamati húss.

  Sorphirðugjald er innheimt skv. lögum nr. 81/1988
  Á árinu 2023 verður gjaldið 35.500 kr. sem skiptist í sorphirðugjald 19.050 kr og sorpeyðingargjald 16.450 kr. 

  Afsláttur til eldri borgara og örorkulífeyrisþega er framreiknaður frá fyrra ári m.v. verðlagsbreytingar.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2023.

  Til máls tók Kristrún Ósk Pálsdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Vátrygg­inga­útboð Vopna­fjarða­hrepps, minn­is­blað – trún­að­armál
  Lagt fram minnisblað frá Consello ráðgjöf, dagsett 7.desember 2022 varðandi vátryggingaútboð Vopnafjarðarhepps.

  Axel Örn Sveinbjörnsson ber upp tillögu um að loka fundinum þar sem um trúnaðarmál er að ræða.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að taka lægsta tilboðinu sem barst í vátryggingar Vopnafjarðarhrepps frá TM að upphæð  6.125.523 kr.  

  Til máls tóku Baldur Kjartansson, fjármálastjóri og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 


 • Styrkir til íþrótta­fé­laga og félaga­sam­taka

  ​Lagt fram uppfært minnisblað, dagsett 13.desember frá nefnd sem skipuð var til að skoða málefni íþróttafélaga og félagasamtaka á Vopnafirði.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að gera viðbótarsamning um styrk til ungmennafélagsins Einherja árið 2023 þar sem styrkupphæð hækkar tímabundið um 3 m.kr til uppbyggingar félagsins og felur sveitarstjóra að leggja samningsdrög fyrir hreppsráð til samþykktar.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Sara Elísabet Svansdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Kristrún Ósk Pálsdóttir sitja hjá.

 • Samn­ingur um sameig­in­lega félags­þjón­ustu Múla­þings, Fljóts­dals­hrepps og Vopna­fjarð­ar­hrepps – seinni umræða

  ​Fyrir fundinum liggur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu milli Vopnafjarðarhrepps, Múlaþings og Fljótsdalshrepps dagsettur 4. mars 2022 til seinni umræðu.


  Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi samning um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að framkvæmd þjónustunnar verði í samræmi við fyrirliggjandi samning.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Hafdís Bára Óskarsdóttir.

  Eftirfarandi tillaga er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • FFPD – fram­lenging á gild­is­tíma sams­starfs­samning Bremen­port, Eflu, Langa­nes­byggðar og Vopna­fjarð­ar­hrepps frá árinu 2014

  ​Lagður er fram til afgreiðslu í sveitarstjórn samningur aðila um framlengingu á rétti FFPD (samstarfsfélag allra aðila að Finnafjarðarverkefninu, þ.m.t. sveitarfélaganna beggja) til að markaðssetja Finnafjarðarverkefnið erlendis í samræmi við ákvæði gildandi stjórnunarsamnings (Management Agreement). Í því felst að í stað þess að núverandi réttur félagsins til markaðssetningar á verkefninu renni út árið 2040, þá verði réttur félagsins til markaðssetningar á verkefninu framlengdur til 2060. Eftir sem áður er það alltaf FFPA (félag sem er alfarið í eigu sveitarfélaganna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps) sem þarf að samþykkja þau verkefni sem mögulega koma til framkvæmda á svæðinu. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að afgreiða málið.

  Til máls tóku Hafdís Bára Óskarsdóttir, Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir tíu mínútna fundarhléi.
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Frá Vopna­fjarð­arlist­anum: Tillaga um að hreppsráð verði lagt niður
  Vísað frá síðasta sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 24.nóvember 2022 erindi frá Vopnafjarðarlistanum um að leggja niður hreppsráð.

  Vopnafjarðarlistinn leggur fram eftirfarandi tillögu: Hreppsnefnd samþykkir að leggja niður hreppsráð og fjölga hreppsnefndarfundum í tvo í mánuði. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Tillagan felld með fjórum atkvæðum (AÓS, AÖS, BDS, SGS).  
  Þrír með (BHS, KÓP, HBÓ).

  Vopnafjarðarlistinn leggur fram eftirfarandi bókun: Á fundi hreppsnefndar þann 24. nóvember sl. lagði Vopnafjarðarlistinn fram tillögu þess efnis að hreppsráð yrði lagt niður. Var tillagan vel unnin og rökstudd og mælti Bjartur Aðalbjörnsson fyrir
  henni. Viðbrögð meirihluta Framsóknarflokks voru eins og oft áður lítil og engin umræða fór fram á fundinum. Það voru Vopnafjarðarlistanum vonbrigði að ekki hefðu fleiri hreppsnefndarmenn skoðun á tillögunni og var henni að endingu frestað til næsta fundar. Frestunartillaga var lögð fram af
  oddvita sem taldi rétt að sveitarstjóra væri falið að vinna málið áfram, skoða kostnaðarhliðar breytinganna og hvaða áhrif breytingin hefði á stjórnsýsluleiðir.
  Þegar gögn hreppsnefndarfundar 15. desember bárust fulltrúum minnihlutans fylgdu málinu engin gögn önnur en upprunalega tillaga Vopnafjarðarlistans auk bókunar fundarins 24. nóvember. Engin vinna virðist hafa verið unnin í millitíðinni þrátt fyrir að hreppsnefnd hafi afgreitt málið á þá leið. Að kvöldi 14. desember barst oddvita minnihlutans tölvupóstur frá oddvita sveitarfélagsins þess efnis að tillagan yrði felld af meirihlutanum á fundi hreppsnefndar 15. desember. Engin rök eru að baki
  þessari ákvörðun meirihlutans önnur en að meirihlutanum finnist betra að hafa hreppsráð. Í tillögu Vopnafjarðarlistans færði minnihlutinn sterk rök fyrir máli sínu. Engum þeirra raka hefur
  verið svarað á nokkurn hátt af meirihlutanum. Engin umræða hefur átt sér stað um tillöguna önnur en sú umræða sem fram fór innan veggja Framsóknarflokksins.
  Eins og oft áður eiga tillögur minnihlutans ekki upp á pallborðið hjá meirihlutanum og virðist meirihlutinn vilja sitja einn við stjórnvölinn þetta kjörtímabilið. Það er enn einu sinni ítrekað að
  Framsóknarflokkurinn fékk aðeins fimm atkvæðum fleiri en Vopnafjarðarlistinn í kosningunum í vor.
  Þessi vinnubrögð eru ólýðræðisleg.

  Framsókn og óháðir leggja fram eftirfarandi bókun: Framsókn og óháðir telja að það sé ekki tímabært að leggja niður hreppsráð að svo stöddu og vilja fá meiri reynslu á ráðið.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 1.12

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 12.12

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 915. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:49.