Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 8

Kjörtímabilið 2022—2026

24. nóvember 2022

Vallarhúsi Vopnafjarðarhrepps kl. 16:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 24.nóvember 2022 í vallarhúsinu kl 16:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2023 og 2024 – 2026, fyrri umræða
  Sveitarstjóri og fjármálastjóri mæltu  fyrir fjárhagsáætlun.
  Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2024 til 2026.

  Til máls tóku: Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Baldur Kjartansson.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir  að vísa fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2023 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkir einnig að nýttar verði nýjar forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn þar sem gert er ráð fyrir 5,6% hækkun verðlags í stað 5,4% hækkunar eins og áætlun gerði ráð fyrir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir tíu mínútna fundarhléi.
  Samþykkt samhljóða.

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun:

  Vopnafjarðarlistinn ítrekar þá bókun sem listinn lagði fram á hreppsráðsfundi þann 4. nóvember sl. Þar gagnrýndi listinn seinaganginn í fjárhagsáætlunarvinnunni og að ekki sé unnið innan þess tímaramma sem gefin er upp í lögum. Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun, komin frá hreppsráði til hreppsnefndar, en í henni kemur ekki fram hverjar helstu fjárfestingar og framkvæmdir verða á næstu árum. Í sveitarstjórnarlögum segir um tillögu hreppsráðs til hreppsnefndar:

  Tillögunum skal fylgja lýsing helstu framkvæmda og skuldbindinga sem gert er ráð fyrir.

  Vopnafjarðarlistinn er litlu nær um það á hvað Framsóknarflokkurinn ætlar að leggja áherslu í viðhaldi og framkvæmdum á Vopnafirði á næsta ári og á árunum þar á eftir. 

  Í skýrslunni sem meirihlutinn leggur fram með fjárhagsáætlun eru þrjár efnisgreinar sem snúa að hugmyndum um viðhald og fjárfestingar næsta árs. Þrjár efnisgreinar sem eru nær alveg þær sömu og þær sem standa í skýrslunni frá því í nóvember 2021. Sem dæmi má nefna að þessi málsgrein stendur nákvæmlega eins í skýrslunum tveimur:

  Gatnakerfið er komið á tíma og mikilvægt að skoða fyrstu skref í þeim framkvæmdum

  Lítið hefur gerst í þeim málum á líðandi ári og þó er um sama flokk í meirihluta að ræða. Í báðum skýrslum má einnig finna þessa málsgrein:

  Auk þess væri mikilvægt að ráðast í viðhaldsframkvæmdir í félagsheimilinu Miklagarði [...] og Sundlauginni Selárdal.

  Vopnafjarðarlistinn saknar þess að meirihlutinn skuli ekki stinga út ákveðna stefnu fyrir sveitarfélagið og leggja þá stefnu fyrir hreppsnefnd.

 • Útsvar 2023
  Sveitarstjóri mælti fyrir álagningu útsvars.

  Vísað frá hreppsráði til afgreiðslu sveitarstjórnar tillögu um að álagningarhlutfall útsvars árið 2023 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall útsvars árið 2023 verði hámarksútsvar 14,52% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi.

  Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Erindi frá umhverfis- og fram­kvæmda­ráði: Tjald­svæðið á Merk­istún

  ​Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs, dagsett 7.nóvember 2022 þar sem lagt er til að sveitarstjórn geri ráð fyrir hönnun á tjaldsvæði í fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að gera ráð fyrir hönnun á tjaldsvæði og deiliskipulagi í fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2023.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir sitja hjá.

 • Kjör nefnd­ar­full­trúa í fjöl­skylduráð

  ​Fyrir liggur erindi frá Vopnafjarðarlistanum, dagsett 17.nóvember 2022 þar sem lagt er til að Þráinn Hjálmarsson verði kosinn aðalmaður í fjölskylduráði og Arnar Ingólfsson verði aftur varamaður. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tilnefningu Vopnafjarðarlistans.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Styrkir til íþrótta­fé­laga og félaga­sam­taka

  ​Fyrir liggur minnisblað dagsett 17.nóvember 2022 frá nefnd sem skipuð var til að skoða málefni íþróttafélaga og félagasamtaka á Vopnafirði.


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn 
  Vopnafjarðarhrepps samþykkir að gera viðbótarsamning um styrk til ungmennafélagsins Einherja árið 2023 að upphæð 6 Mkr svo félaginu verði gert kleift að ráða framkvæmdastjóra. 

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Baldur Kjartansson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Málinu er frestað til næsta sveitarstjórnarfundar og nefndinni falið að hitta forsvarsfólk félagasamtaka á Vopnafirði í millitíðinni.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Snjómokstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi
  Fyrir liggur minnisblað, dagsett 21.nóvember 2022 um snjómokstur í Vopnafjarðarhreppi og útboðsgögn annarra sveitarfélaga til upplýsinga.

  Til máls tóku Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir.
 • First Lego League meist­arar 2022 – styrk­beiðni frá Dodici, liði Vopna­fjarð­ar­skóla

  ​Fyrir liggur styrkbeiðni dagsett 21.nóvember 2022 frá nemendum í 8.-9.bekk sem skipa liðið Dodici, vinningshöfum annað árið í röð í First Lego League keppni grunnskólanna. 


  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn óskar liðinu innilega til hamingju með sigurinn og tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. 

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Sara Elísabet Svansdóttir, Baldur Kjartansson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson. 

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

  Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir fimm mínútna fundarhléi.
  Samþykkt samhljóða.

 • Frá Vopna­fjarð­arlist­anum: Tillaga um að hreppsráð verði lagt niður
  Bjartur Aðalbjörnsson mælti fyrir tillögunni og leggur fram eftirfarandi bókun: Hreppsnefnd samþykkir að leggja niður hreppsráð og fjölga hreppsnefndarfundum í tvo í mánuði. Sveitarstjóra er falið að leggja nauðsynlegar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins fyrir hreppsnefnd, til fyrri umræðu, 15. desember nk.

  Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Sigurður Grétar Sigurðsson. 

  Axel Örn Sveinbjörnsson leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að skoða málið og vísar erindinu til áframhaldandi vinnslu hjá sveitarstjóra. Erindinu er frestað til næsta sveitarstjórnarfundar sem verður haldinn 15.desember 2022.

  Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir tveggja mínútna fundarhléi.
  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 4.11

  ​Lagt fram til kynningar.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

 • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 7.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Fjöl­skylduráð 8.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Ungmennaráð 10.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Hreppsráð 21.11

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Aðal­fundur Heil­brigðis­eft­ir­lits Aust­ur­lands bs. 26.10

  ​Lagt fram til kynningar.

3. Almenn mál#3-almenn-mal

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:49.