Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 7

Kjörtímabilið 2022—2026

20. október 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 20.október 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Þegar dagskrá hafði verið sett tók Bjartur Aðalbjörnsson til máls varðandi fundarsköp sveitarfélagsins.

1. Erindi#1-erindi

  • Áfanga­staða­áætlun Vopna­fjarðar 2022

    ​Lögð fram til kynningar áfangastaðaáætlun Vopnafjarðar 2022 sem unnin var af Austurbrú fyrir sveitarfélagið.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir áfangastaðaáætlun Vopnafjarðar og felur sveitarstjóra að innleiða áætlunina og skipuleggja íbúafund. 

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Alex­and­er­sjóður – beiðni um umsögn sveit­ar­stjórnar vegna sölu á jörð

    Lögð fram beiðni um umsögn sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps vegna sölu á jörðinni í kringum Torfastaði.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. 

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Eftirfarandi uppfærð tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og felur hreppsráði að afgreiða málið á næsta fundi sínum, 3.nóvember 2022.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Fund­arboð aðal­fundar HAUST 2022 26.10

    ​Lagt fram fundarboð á aðalfund HAUST sem fer fram miðvikudaginn 26.október á Norðfirði. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tilnefnir Söndru Konráðsdóttur sem sinn fulltrúa á fundinum og fer hún með atkvæði Vopnafjarðarhrepps.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu


  • Bréf frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Íslands – Sveit­ar­félög, skipu­lags­áætlanir og fram­kvæmda­leyfi til skóg­ræktar
    Lagt fram til kynningar bréf frá Skógræktarfélagi Íslands varðandi skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps vísar bréfinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til kynningar.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Fjallskila­sam­þykkt fyrir sveit­ar­félög á starfs­svæði Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi

    ​Fyrir liggur uppfærð fjallskilasamþykkt fyrir starfssvæði SSA sem þarfnast síðari umræðu af hálfu sveitarfélagsins og hefur hlotið umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gerir ekki  athugasemdir við fyrirliggjandi fjallskilasamþykkt og samþykkir hana. 

    Tilllagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands – Minn­is­blað vegna mats á áhrifum hækk­aðrar vatns­stöðu í Arnar­vatni á Vopna­fjarð­ar­heiði á bakka og gróður

    ​Fyrir liggur minnisblað frá Náttúrustofu Austurlands dagsett 31.ágúst 2022 varðandi áhrif vegna hækkaðrar vatnsstöðu í Arnarvatni til kynningar.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Axel Örn Sveinbjörnsson lagði til tíu mínútna fundarhlé.

    Til máls tók Sara Elísabet Svansdóttir að loknu fundarhléi.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 6.10

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  • Ungmennaráð 6.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 12.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 18.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 913.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:18.