Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 6

Kjörtímabilið 2022—2026

22. september 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 22.september 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu „Staðan á brimvarnargörðunum“ undir „Erindi“. Samþykkt samhljóða. Einnig var leitað afbrigða með því að bæta inn erindinu „Lausn frá nefndarstörfum“. Samþykkt samhljóða. Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson áður en gengið var til formlegrar dagskrár. Vopnafjarðarlistinn bókar eftirfarandi: „Vopnafjarðarlistinn gerir athugasemd við það að sveitarstjórnarfundi sem áætlaður var eftir fundarplani 15. sept. s.l. hafi verið frestað án þess að það hafi verið samþykkt í sveitarstjórn. Samkvæmt 8 gr. í samþykktum Vopnafjarðarhrepps þarf slík breyting að fara fyrir næsta fund sveitarstjórnar á undan og vera samþykkt mótatkvæðalaust. Það var ekki gert.“ Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri tók til máls.

1. Erindi#1-erindi

  • Ósk um leyfi frá sveit­ar­stjórn – Sigrún Lára Shanko
    Fyrir liggur bréf til sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps dagsett 6.september 2022 þar sem Sigrún Lára Shanko, sveitarstjórnarfulltrúi óskar eftir ótímabundnu leyfi frá störfum í sveitarstjórn. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita Sigrúnu Láru Shanko ótímabundið leyfi frá störfum. Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kemur inn sem aðalmaður og verður varamaður í hreppsráði á meðan á leyfi stendur. 

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson og lagði fram breytingartillögu við upphaflega bókun á þá leið að bæta við hana eftirfarandi: „Sveitarstjórn sendir Sigrúnu Láru Shanko baráttukveðjur með von um skjótan bata.“

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita Sigrúnu Láru Shanko ótímabundið leyfi frá störfum. Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir kemur inn sem aðalmaður og verður varamaður í hreppsráði á meðan á leyfi stendur. Sveitarstjórn sendir Sigrúnu Láru Shanko baráttukveðjur með von um skjótan bata.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Fjallskila­sam­þykkt fyrir sveit­ar­félög á starfs­svæði Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi

    ​Fyrir liggur uppfærð fjallskilasamþykkt fyrir starfssvæði SSA sem þarfnast síðari umræðu af hálfu sveitarfélagsins.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að taka fyrirliggjandi fjallskilasamþykkt til síðari umræðu og afgreiðslu er hún hefur hlotið umfjöllun í umhverfis- og framkvæmdaráði.

    Tilllagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Samn­ingur um sameig­in­legt umdæm­isráð barna­verndar á landsvísu
    Fyrir liggja drög að samningi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu, erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Samkvæmt innleiðingu á breytingum á barnaverndarlögum skulu öll sveitarfélög hafa skipað umdæmisráð fyrir 1. október n.k.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að ganga frá aðild Vopnafjarðarhrepps að verkefninu.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Uppfærð tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að ganga frá aðild Vopnafjarðarhrepps að verkefninu og kynna fyrir fjölskylduráði.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022-2044

    ​Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 og tilheyrandi umhverfismatsskýrsla, ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar dags. 2.9.2022. Fundargerðinni fylgir minnisblað þar sem nefndin svarar athugasemdum sem bárust  við svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu sem auglýstar voru skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021, þann 7.7.2022. Í fundargerðinni leggur svæðisskipulagsnefnd til að sveitarstjórnir á Austurlandi samþykki svæðisskipulagstillöguna með þeim lagfæringum sem lýst er í fylgiskjali fundargerðar og færðar hafa verið inn í svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir framlagða tillögu að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu, með vísan í 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga og 16. gr. laga um umhverfismat áætlana. Jafnframt felur sveitarstjórn svæðiskipulagsnefnd að vinna málið áfram í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga.

    Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • 8 mánaða árshluta­upp­gjör Vopna­fjarð­ar­hrepps 2022
    Fyrir fundinum liggur 8 mánaða árshlutauppgjör Vopnafjarðarhrepps 2022

    Baldri Kjartanssyni, fjármálastjóra er gefið orðið.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Baldur Kjartansson, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  • Erind­is­bréf hrepps­ráðs

    ​Fyrir fundinum liggur drög að erindisbréfi fyrir hreppsráð Vopnafjarðarhrepps, dagsett 29.ágúst 2022. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindisbréf fyrir hreppsráð. 

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Erind­is­bréf fjöl­skyldu­ráðs

    ​Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi fyrir fjölskylduráð Vopnafjarðarhrepps, dagsett 29.ágúst 2022.  


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindisbréf fyrir fjölskylduráð. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Erind­is­bréf menn­ingar- og atvinnu­mála­nefndar

    ​Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi fyrir menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps, dagsett 31.ágúst 2022. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindisbréf fyrir menningar- og atvinnumálanefnd. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Erind­is­bréf umhverfis- og fram­kvæmda­ráðs

    ​Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi fyrir umhverfis- og framkvæmdarráð Vopnafjarðarhrepps, dagsett 29.ágúst 2022. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindisbréf fyrir umhverfis- og framkvæmdarráð. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Erind­is­bréf ungmenna­ráðs

    ​Fyrir fundinum liggja drög að erindisbréfi fyrir ungmennaráð Vopnafjarðarhrepps, dagsett 6.september 2022. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir erindisbréf fyrir ungmennaráð. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Nefnd­ar­laun sveit­ar­stjórnar Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Lögð fram tillaga að nefndarlaunum sveitarstjórnar og nefnda á vegum sveitarstjórnar. Launin taka mið af launaflokki 70 hjá Fræðagarði BHM, persónuálag 16. 

    Mánaðarlaun alls: 1.082.896 kr.

    Lagt er til að laun oddvita verði 13% hlutfall af launaflokki 70-16.
    Laun sveitarstjórnarfulltrúa verði 7% af launaflokknum. Auk þess fær sveitarstjórnarfulltrúi fyrir hvern fund það sem nemur 2% af launaflokknum. 

    Þeir sem sitja í nefndum fyrir sveitarfélagið fá 2% af launaflokknum fyrir hvern setinn fund og nefndarformenn fá 4% fyrir hvern setinn fund. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu að nefndarlaunum Vopnafjarðarhrepps og vísar þeim til fjárhagsáætlanargerðar 2023.

    Bjartur Aðalbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun: Á vordögum var tveimur fráfarandi hreppsnefndarfulltrúum - í samvinnu við sveitarstjóra - falið að skoða kjaramál nefndarfólks í sveitarfélaginu og leggja fram tillögu um breytingu á þeim. Frá þeim kom tillaga sem er hér lögð fram sem breytingartillaga Vopnafjarðarlistans: 

    Föst laun oddvita sveitarstjórnar 149.630 kr 
    Föst laun sveitarstjórnarfulltrúa 83.128 kr 
    Fyrir hvern fund 24.938 kr
    Fyrir hvern fund nefndarfólks: 24.938 kr
    Fyrir hvern fund varamanna: 24.938 kr
    Formenn fagráða 49.878 kr

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Baldur Kjartansson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson sem lagði til að vísa erindinu til hreppsráðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir fimm mínútna fundarhléi.
    Fundarhlé er samþykkt með handauppréttingu.

  • Erindi frá umhverfis og fram­kvæmda­ráði: Vegsvæði Skjald­þings­staðir, umsókn frá Vega­gerð­inni

    ​Fyrir liggur erindi frá fundi umhverfis og framkvæmdarráði dagsett 5.september 2022 um umsókn frá Vegagerðinni um stofnun vegsvæðis úr landi Skjaldþingsstaða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps heimilar stofnun vegsvæðisins.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Erindi frá umhverfis og fram­kvæmda­ráði: Vegsvæði Syðri-Vík, umsókn frá Vega­gerð­inni

    Fyrir liggur erindi frá fundi umhverfis- og framkvæmdarráði dagsett 5.september 2022 um umsókn frá Vegagerðinni um stofnun vegsvæðis úr landi Syðri-Víkur samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps heimilar stofnun vegsvæðisins. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Erindi frá umhverfis og fram­kvæmda­ráði: Ný veglína yfir Brekkna­heiði, umsagn­ar­beiðni frá Langa­nes­byggð

    ​Fyrir liggur erindi frá fundi umhverfis- og framkvæmdarráði dagsett 5.september 2022 um umsagnarbeiðni varðandi nýja veglínu yfir Brekknaheiði. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fór yfir erindið og framlögð gögn og metur að ekki sé tilefni til athugasemda af hálfu Vopnafjarðarhrepps.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Hafdís Bára Óskarsdóttir óskar eftir því að víkja af fundi og inn kemur varamaður í hennar stað, Kristrún Ósk Pálsdóttir.

  • Deili­skipulag miðbæjar Vopna­fjarð­ar­hrepps – tillaga til auglýs­ingar

    ​Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir deiliskipulag miðbæjar Vopnafjarðarhrepps. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagið verði auglýst samhliða tillögu að verndarsvæði í byggð enda sé um að ræða sama svæði og eina af grunnforsendum deiliskipulagsins.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Axel Örn Sveinbjörnsson dregur til baka upprunalegu tillögu og leggur til að fresta málinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Vernd­ar­svæði í byggð - tillaga til auglýs­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Erindi frá hrepps­ráði: Tjald­svæðið á Merk­istún

    ​Fyrir liggur erindi frá hreppsráði dagsett 1.september 2022  um að setja upp nýtt tjaldsvæði á Merkistún.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að halda núverandi tjaldsvæði opnu á meðan þörf þykir og að senda þessa tillögu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdarráði, ,menningar- og atvinnumálanefnd og fjölskylduráð og taka hana síðan til afgreiðslu.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Staðan á brim­varn­ar­görð­unum

    ​8.september var send fyrirspurn á Vegagerðina varðandi stöðuna á viðgerðinni á brimvarnargörðunum. Staðan þá var að Vegagerðin áætlaði að útboðsgögnin yrðu tilbúin fyrir útboð eftir sirka 3-4 vikur frá þeirri dagsetningu.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.
    Axel Örn Sveinbjörnsson óskar eftir fundarhléi.
    Fundarhlé samþykkt með handauppréttingu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fyrir fundinn:
    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps telur það óásættanlegt að Vegagerðin hafi dregið þetta verk svo lengi og krefst þess að málið verði unnið hraðar. Það er ótækt að þær aðstæður geti  komið upp að skip geti ekki legið við festar í höfninni. Einnig ítrekar sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps ósk um fund með Vegagerðinni varðandi málið.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



  • Lausn frá nefnd­ar­störfum

    ​Hafrún Róbertsdóttir hefur beðið um lausn frá nefndarstörfum í fjölskylduráði. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir ósk hennar um lausn frá nefndarstörfum í fjölskylduráði og tekur varamaður sæti hennar til að byrja með.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Kristrún Ósk Pálsdóttir og Axel Örn Sveinbjörnsson.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Hreppsráð 1.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fjöl­skylduráð 2.9

    ​Lagt fram til kynningar

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 2.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Umhverfis- og fram­kvæmdaráð 5.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fjöl­skylduráð 8.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ungmennaráð 8.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd 14.9

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 912.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 69.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

    ​Lagt fram til kynningar.

3. Skýrsla sveitarstjóra#3-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefni sveitarfélagsins og svaraði spurningum.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:27.