Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 5

Kjörtímabilið 2022—2026

18. ágúst 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18.ágúst 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Kosning full­trúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

    ​Fyrir lá erindi um að afturkalla kjör sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í Svæðisskipulagsnefnd Austurlands sem fram fór á fundi sveitarstjórnar þann 7. júlí 2022. 


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn afturkallar neðangreint kjör í nefndina og fulltrúar fyrra tímabils svæðisskipulagsnefndar verða áfram fulltrúar sveitarfélagsins fram á haust 2022.

    Svæðisskipulagsnefnd Austurlands
    Aðalfulltrúar: Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson

    Varafulltrúar: Axel Örn Sveinbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Samn­ingur vegna skóla­mál­tíða við Hótel Tanga

    ​Fyrir lá samningur vegna skólamáltíða fyrir grunn- og leikskóla við Hótel Tanga ehf. með gildistímann frá og með 8.8. 2022 til og með 12.7.2023. 


    Söru Elísabetu Svansdóttur er gefið orðið. 

    Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Hótel Tanga og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. 

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 


  • Umsókn um yfir­drátt­ar­heimild

    ​Fyrir lá umsókn um yfirdráttarheimild á reikningi nr. 180 í Landsbankanum.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir erindið.

    Tillagan borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Umsagn­ar­beiðni Hafn­ar­byggð 4A – Uss Bistro&Bar

    ​Sigurður Grétar Sigurðsson óskar eftir að víkja af fundi undir þessum lið. 


    Fyrir lá umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi, dagsett 20.7.2022, vegna umsóknar um rekstrarleyfi/veitingaleyfi í flokki II, frá S&H veitingum ehf. vegna USS Bistro & Bar. Umsækjandi og forsvarsmaður fyrirtækisins er Helga Kristín Tryggvadóttir, kt. 100894-2549.

    Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til 4. mgr. 10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir sveitarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

    Sveitarstjórn bendir á að lögreglan, Eldvarnareftirlitið og Vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns. 

    Tillagan borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2022

    ​Fyrir lá Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2022, sem unnin var í samstarfi við Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun með gögnum frá Eflu verkfræðistofu, til kynningar.


    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar.

    Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 


  • Ramma­samn­ingur um aukið íbúða­framboð 2023-2032

    ​Fyrir lá rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 til kynningar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til kynningar. 


    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 


  • Bréf frá EFS til sveit­ar­stjórnar vegna ársreikn­ings 2021

    ​Fyrir lá bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna ársreiknings Vopnafjarðarhrepps 2021 dagsett 22.6.2022.


    Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps þakkar fyrir ábendingu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

    Sveitarstjórnum er heimilt samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps mun ávallt kappkosta að uppfylla lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar við gerð fjárhagsáætlana, þannig að ekki þurfi að grípa til viðkomandi bráðabirgðaheimildar.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. 


  • Boðun hafna­sam­bands­þings 2022

    ​Fyrir lá bréf frá Hafnasambandi Íslands dagsett 23.6.2022 til kynningar.


    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Eftirfarandi tillaga er lögð fyrir fundinn: Hafnarstjóri sækir Hafnarsambandsþing 2022 fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps. 

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • 910.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 911.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:57.