Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 4

Kjörtímabilið 2022—2026

7. júlí 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 7.júlí 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Samþykktir sveit­ar­fé­lagsins - Fasta­nefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveit­ar­fé­lagið á aðild að, seinni umræða.

    ​Það liggur fyrir bókun frá fundi sveitarstjórnar dagsett 30. Júní 2022 þar sem tillögu að nýju nefndafyrirkomulagi Vopnafjarðarhrepps var vísað til seinni umræðu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir breytingar á nefndarskipan hjá Vopnafjarðarhreppi.

    Til máls tóku Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kosning full­trúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir


    a.Hreppsráð
    Aðalfulltrúar
    Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir B-lista 
    Axel Örn Sveinbjörnsson B-lista
    Bjartur Aðalbjörnsson H-lista 
    Varafulltrúar
    Sigurður Grétar Sigurðsson B-lista
    Sigrún Lára Shanko B-lista
    Björn Heiðar Sigurbjörnsson H-lista

    Fyrir fundinum liggur tillaga um að Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir verði formaður hreppsráðs og Axel Örn Sveinbjörnsson varaformaður hreppsráðs.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar sátu hjá.(BA, SK, KÓP) 

    b.Umhverfis- og framkvæmdaráð
    Aðalfulltrúar
    Borghildur Sverrisdóttir B-lista
    Ingólfur Daði Jónsson B-lista
    Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir B-lista
    Höskuldur Haraldsson B-lista
    Agnar Karl Árnason H-lista
    Kristrún Ósk Pálsdóttir H-lista
    Lárus Ármannsson H-lista
    Varafulltrúar
    Sigurður Grétar Sigurðsson B-lista
    Sigurjón Hauksson B-lista
    Ásmundur Ingjaldsson B-lista
    Thorberg Einarsson B-lista
    Björn Heiðar Sigurbjörnsson H-lista
    Emil Erlingsson H-lista
    Sandra Konráðsdóttir H-lista

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    c.Fjölskylduráð
    Aðalfulltrúar
    Dorota Burba B-lista
    Jenný  Heiða Hallgrímsdóttir B-lista
    Ólafur Ásbjörnsson B-lista
    Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir B-lista
    Berglind Steindórsdóttir H-lista
    Hjörtur Davíðsson H-lista
    Hafrún Róbertsdóttir H-lista
    Varafulltrúar
    Matthildur Ósk Óskarsdóttir B-lista
    Heiðbjört Antonsdóttir B-lista
    Linda Björk Stefánsdóttir B-lista
    Axel Örn Sveinbjörnsson B-lista
    Bjartur Aðalbjörnsson H-lista
    Arnar Ingólfsson H-lista
    Finnbogi Þormóðsson H-lista

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    d.Menningar- og atvinnumálanefnd
    Aðalfulltrúar
    Sigrún Lára Shanko B-lista
    Fanney Björk Friðriksdóttir B-lista
    Bobana Micanovic B-lista
    Hreiðar Geirsson B-lista
    Ragna Lind Guðmundsdóttir H-lista 
    Karen Ósk Svansdóttir H-lista
    Urður Steinunn Önnudóttir Sahr H-lista

    Varafulltrúar
    Sigríður Bragadóttir B-lista
    Dagný Steindórsdóttir B-lista
    Heiðbjört Marín Óskarsdóttir B-lista
    Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir B-lista
    Hafdís Bára Óskarsdóttir H-lista
    Jón Haraldsson H-lista
    Gulmira Kanakova H-lista

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    e.Kjörstjórn
    Aðalfulltrúar
    Stefán Guðnason 
    Teitur Helgason
    Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir
    Varafulltúar
    Sólrún Dögg Baldursdóttir
    Bjarni Björnsson
    Einar Björn Kristbergsson

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    f.Ungmennaráð
    Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og starfsmanni ungmennaráðs að kalla eftir tilnefningum í ráðið í samræmi við erindisbréf ungmennaráðs.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    Tilnefningar í sameiginlegar nefndir, stjórnir og byggðasamlög:

    g.Fulltrúar sveitarfélagsins á haustþing og aðalfund SSA.
    Samkvæmt samþykktum SSA eru allir kjörnir fulltrúar sveitarstjórnar fulltrúar þess á haustþingi og aðalfundi SSA og skipta þar hlutfallslega með sér atkvæðafjölda sveitarfélagsins. Varamenn kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn eru jafnframt varamenn þeirra á haustþingum og aðalfundum SSA.

    Borið upp til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.

    h.Almannavarnanefnd
    Í samræmi við samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi situr sveitarstjóri í nefndinni sem fulltrúi sveitarfélagsins.
    Sveitarstjórn staðfestir því Söru Elísabetu Svansdóttur sem aðalfulltrúa.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Tillaga liggur fyrir fundinum að Signý Björk Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, verði varamaður í almannavarnanefnd. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða.

    i.Heilbrigðisnefnd Austurlands
    Aðalfulltrúi: Sandra Konráðsdóttir H-lista.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    j.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Fyrir fundinum liggur tillaga um að Axel Örn Sveinbjörnsson verði aðalfulltrúi og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir verði varafulltrúi Vopnafjarðarhrepps. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    k. Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga
    Aðalfulltrúi: Bjartur Aðalbjörnsson, H-lista
    Varafulltrúi: Sigrún Lára Shanko, B-lista

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða.

    l.Svæðisskipulagsnefnd Austurlands
    Aðalfulltrúar: Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson
    Varafulltrúar: Axel Örn Sveinbjörnsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    m.Minjasafnið á Bustarfelli
    Sveitarstjóri er fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Minjasafnsins.
    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða.

    n. Sláturfélag Vopnafjarðar
    Aðalfulltrúi: Teitur Helgason
    Varafulltrúi: Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða. 

    o.Stjórn Finnafjarðarhafnar slhf. (FFPA)
    Sveitarstjóri og oddviti eru fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    p. Stjórn Þróunarfélags Finnafjarðar ehf. (FFPD)
    Sveitarstjóri er fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða.

    Bókun B-lista Framsóknar og óháðra: Framsókn og óháðir harma að Vopnafjarðarlistinn hafi ekki kosið að taka að sér  varaformennsku í hreppsráði.

    Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.

    Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir 10 mínútna fundarhléi.

    Fundarhlé er samþykkt með handauppréttingu.

    Fundarhlé hófst klukkan 14:32.
    Fundur hófst aftur klukkan 14:45.
    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

    Bókun Vopnafjarðarlistans: Í kosningum til sveitarstjórnar í Vopnafjarðarhreppi í maí sl. féllu atkvæði þannig að B-isti Framsóknar og óháðra hlaut 190 atkvæði og H-listi Vopnafjarðarlistans hlaut 185 atkvæði. Aðeins munaði 5 atkvæðum eða rétt rúmu 1 prósenti á framboðunum tveimur. Vegna þess hve jöfn úrslitin voru litu fulltrúar Vopnfjarðarlista svo á að ástæða væri til að skipta embættum innan sveitarstjórnar bróðurlega á milli framboðanna tveggja á komandi kjörtímabili. Orð oddvita Framsóknar og óháðra renndu stoðum undir þessar hugmyndir Vopnafjarðarlistans þegar hann sagði í viðtali við ruv.is: 

    „...þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi náð meirihluta sé ekki sjálfgefið að hann taki öll völd í sínar hendur og stjórni eftir eigin höfði.''
    Vegna þessara orða taldi Vopnafjarðarlistinn að vilji væri fyrir því að skipta embættum. Það kom þó fljótlega í ljós að Framsókn og óháðir vildu ekki skipta oddvitaembættinu milli ára en stakk Vopnafjarðarlistinn þá þeirri hugmynd að fulltrúum Framsóknar og óháðra að Vopnafjarðarlistinn fengi formennsku í hreppsráði. Fyrir því er greinilega ekki vilji og finnst fulltrúum Vopnafjarðarlistans það ákveðið vantraust að bjóða listanum aðeins varaformennsku. Þess vegna þiggur Vopnafjarðarlistinn ekki varaformennsku í hreppsráði og harmar það að ekki hafi verið meiri vilji meðal Framsóknar og óháðra um skiptingu embætta.
  • Erindi vegna svæð­isáætl­unar

    ​Fyrir fundinum liggur erindi frá Austurbrú dagsett 30. Júní 2022.  

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að gera sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland og tilnefnir Baldur Kjartansson sem starfsmann sveitarfélagsins og felur umhverfis- og framkvæmda ráði að tilnefna einn úr nefndinni.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 
    Samþykkt samhljóða.
  • Samn­ingur við Veiði­félag Vest­ur­dalsár

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson víkur af fundi og Jenný Heiða Hallgrímsdóttir kemur inn í hans stað. 

    Fyrir fundinum liggur samningur við Veiðifélag Vesturdalsár með breytingum frá sveitarstjórnarfundi þann 30. júní 2022.  

    Söru Elísabetu Svansdóttur er gefið orðið. 

    Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Veiðifélag Vesturdalsár og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Einnig að leggja fyrir sveitarstjórn drög að samningi um endurbætur að teknu tilliti til úttektar Náttúrustofu Austurlands.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. 

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sigurður Grétar Sigurðsson.

    Sigurður Grétar Sigurðsson óskar eftir fimm mínútna fundarhléi.

    Fundarhlé er samþykkt með handauppréttingu.

    Fundarhlé hófst klukkan 14:56.
    Fundur hófst aftur klukkan 15:01.

    Til máls tóku Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson.

    Bókun Vopnafjarðarlistans: Vegna þess að skýrsla Náttúrustofu Austurlands um landbrot og annað náttúrurask á svæðinu liggur ekki enn fyrir telja fulltrúar Vopnafjarðarlistans ekki tímabært að samþykkja nýjan samning við Veiðifélag Vesturdalsár. Samkvæmt heimildum Vopnafjarðarlistans er það fyrirkomulag vel liðið sem nú er við lýði við stýringu á vatnsmiðlun úr vatninu – þar sem Stefán Hrafnsson, starfsmaður veiðifélagsins og Jörgen Sverrisson hafa unnið vel saman að því að gæta bæði hagsmuna Veiðifélagsins og náttúrunnar.
    Tillaga: Vopnafjarðarlistinn gerir það að tillögu sinni að sveitarstjórn fresti afgreiðslu samningsins til hausts og feli sveitarstjóra að funda með Jörgen Sverrissyni og Stefáni Hrafnssyni um framhald vatnsmiðlunar það sem eftir lifir sumars.
    Tillaga Vopnafjarðarlistans er borin upp til samþykktar.
    Þrír fundarmenn greiddu atkvæði með tillögunni og fjórir greiddu atkvæði á móti (SGS, JHH, AÓS, SLS).

    Eftirfarandi tillaga B-lista Framsóknar og óháðra borin upp: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Veiðifélag  Vesturdalsár og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Einnig að leggja fyrir sveitarstjórn drög að samningi um endurbætur að teknu tilliti til úttektar Náttúrustofu Austurlands og að fyrirliggjandi samningur verði þá endurskoðaður.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Fjórir fundarmenn greiddu atkvæði með tillögunni og þrír greiddu atkvæði á móti henni (SK, BA, KÓP).


         Jenný Heiða Hallgrímsdóttir yfirgefur fund og Axel Örn Sveinbjörnsson       kemur inn í hennar stað.
  • Erindi frá fræðslu­nefnd: Ráðning aðstoð­ar­skóla­stjóra

    ​Bjartur Aðalbjörnsson víkur af fundi og Berglind Steindórsdóttir kemur inn í hans stað.


    Það liggur fyrir bókun frá fundi fræðslunefndar dagsett 4.júlí 2022, umsögn frá Attentus og umsögn frá skólastjóra Vopnafjarðarskóla varðandi ráðningu á aðstoðarskólastjóra Vopnafjarðarskóla. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu skólastjóra Vopnafjarðarskóla um að ráða Svövu Birnu Stefánsdóttur sem aðstoðarskólastjóra Vopnafjarðarskóla frá 1.ágúst 2022. Sveitarstjóra er falið að ganga frá ráðningunni og upplýsa umsækjendur.

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

    Berglind Steindórsdóttir víkur af fundi og Bjartur Aðalbjörnsson kemur inn í hennar stað.
  • Útboð vegna mötu­neyta Vopna­fjarð­ar­skóla og leik­skólans Brekku­bæjar

    ​Það liggur fyrir fundinum minnisblað dagsett 5.júlí 2022.  

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum.: Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir matráði og starfsmanni mötuneytis í Vopnafjarðarskóla.

    Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, 

    Tillagan er borin upp til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • Fræðslu­nefnd 4.7

    ​Lagt fram til kynningar.

    Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Sandra Konráðsdóttir, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Sara Elísabet Svansdóttir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:25.