Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 3

Kjörtímabilið 2022—2026

30. júní 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 30.júní 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Erindi#1-erindi

 • Samþykktir sveit­ar­fé­lagsins - Fasta­nefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveit­ar­fé­lagið á aðild að, fyrri umræða
  Breyting á samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps varðandi nefndir sveitarfélagsins tekin til fyrri umræðu.

  Það liggur fyrir bókun frá fundi sveitarstjórnar dagsett 3. Júní 2022 þar sem tillaga að nýju nefndarfyrirkomulagi Vopnafjarðarhrepps var vísað til seinni umræðu. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingum á nefndarskipan hjá Vopnafjarðarhreppi til seinni umræðu. 

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Samþykkt samhljóða.
 • Fund­ar­tími sveit­ar­stjórnar

  Það liggur fyrir minnisblað um fundartíma sveitarstjórnar dagsett 27. Júní 2022.

   Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:

  Sveitarstjórn samþykkir að fastur fundartími hennar verði 3. fimmtudagur í mánuði að júlí frátöldum og að fundir hefjist kl. 14:00. Fundarstaður verði í félagsheimilinu Miklagarði að jafnaði en stefnt er að því að funda víðsvegar um sveitarfélagið. Fundarstaður verði auglýstur fyrir hvern fund.

  Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fastur fundartími hreppsráðs verði 1. fimmtudag í mánuði að jafnaði.

  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að boða til aukafundar fimmtudaginn 7. Júlí 2022 kl 14:00.

   Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Samþykkt samhljóða.

 • Ráðn­ing­ar­samn­ingur sveit­ar­stjóra
  Sara Elísabet Svansdóttir víkur af fundi. 
  Fyrir fundinum liggur ráðningarsamningur við Söru Elísabetu Svansdóttur sveitarstjóra.

  Eftirfarandi tillaga liggur frammi: 

  Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ráðningarsamning við Söru Elísabetu Svansdóttur og felur oddvitum beggja lista að ganga frá honum. Samningurinn verður gerður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

  Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir 5 mínútna fundarhléi.

  Oddviti leggur til að tekið verði 5 mínútna fundarhlé og er það samþykkt samhljóða af fundarmönnum.

  Gert var fundarhlé klukkan 14:43.
  Fundur hófst aftur klukkan 14:48.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson

  Ný tillaga borin upp af oddvita:

  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að Sara Elísabet Svansdóttir verði ráðin sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps kjörtímabilið 2022-2026.

  Tillagan er samþykkt samhljóða.

  Fyrri tillaga þessa fundarliðar er borin upp aftur. 

  Bjartur Aðalbjörnsson ber upp bókun frá Vopnafjarðarlistanum:
  ‘‘Í ljósi mikillar umræðu í þjóðfélaginu um há laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga þykir fulltrúum Vopnafjarðarlista ástæða til þess að draga úr þeim fríðindum sem fylgja í samningi við sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Vopnafjarðarlistinn er fylgjandi því að ráða núverandi sveitarstjóra áfram en gerir eftirfarandi breytingartillögur við samninginn:

  Fyrri tillagan snýr að þriðja lið samningsins þar sem rætt er um starfskjör sveitarstjóra. Vopnafjarðarlistinn gerir það að tillögu sinni að fastir yfirvinnutímar á mánuði verði ekki 40 heldur 20.

  Seinni tillagan snýr að síðasta lið samningsins um húsnæðismál. Þar kemur fram að sveitarstjóri fái 40.000 kr. mánaðarlega í húsnæðisstyrk. Vopnafjarðarlistinn gerir það að tillögu sinni að fella þennan lið út. ‘‘

  Oddviti óskar eftir 10 mínútna fundarhléi. 
  Samþykkt samhljóða.

  Fundarhlé hefst klukkan 14:50.

  Fundur hefst aftur klukkan 15:06.

  Fyrri breytingartillaga Vopnafjarðarlistans er borin upp til samþykktar.  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum, (AÖS, SGS, AÓS, BDS)

  Seinni breytingartillaga Vopnafjarðarlistans er tekin til umræðu.

  Til máls tók Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Seinni breytingartillaga Vopnafjarðarlistans er borin upp til samþykktar. Tillagan er samþykkt samhljóða.

  Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir fundarhléi. 
  Fundarhlé er samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Fundarhlé hefst klukkan 15:09.
  Fundur hefst aftur klukkan 15:12.

  Eftirfarandi tillaga er lögð fyrir fundinn:
  Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita sveitarstjórnar að ganga frá ráðningarsamningi við Söru Elísabetu Svansdóttur að teknu tilliti til fyrrgreindrar breytingartillögu Vopnafjarðarlistans sem fundurinn hefur samþykkt.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson

  Tillagan er borin upp til samþykktar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Umsagn­ar­beiðni vegna tæki­færis­leyfis fyrir Vopna­skak

  ​Sótt er um tækifærisleyfi vegna fjölskylduskemmtunar og dansleiks að Staðarholti, Hofi.

  Umsækjandi: Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569
  Ábyrgðarmaður: Fanney Björk Friðriksdóttir, kt. 040593-2769. Netf. fanneybjork@gmail.com
  Gestafjöldi: 200
  Það liggur fyrir umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Austurlandi um tækifærisleyfi fyrir fjölskylduskemmtun og dansleik á Staðarholti við Hof dagsett 22. Júní 2022

  Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjórn fellst á að veita ofangreint leyfi enda liggur fyrir samþykki eldvarnareftirlists þar sem kemur fram að eldvarnir eru í viðunandi lagi miðað við 200 manns.

  Samþykkt samhljóða.
 • Samn­ingur við Veiði­félag Vest­ur­dalsár
  Axel Örn Sveinbjörnsson víkur af fundi og Jenný Heiða Hallgrímsdóttir kemur inn í hans stað. 

  Sara Elísabet Svansdóttir sveitarstjóri kemur inn á fundinn.

  Það liggur fyrir samningur við Veiðifélag Vesturdalsár. Samningsdrög voru lögð fyrir hreppsráð 2.júní 2021 þar sem breytingar voru lagðar til og uppfærð samningsdrög voru lögð fram á sveitarstjórnarfundi 24. Júní 2021 þar sem samþykkt var að sveitarstjóri ynni málið áfram.
  Það var ákveðið á fundi hreppsráðs 14. október 2021 að ræða við stjórn veiðifélags Vesturdalsár um umhverfi Arnarvatns. 

  Söru Elísabetu Svansdóttur var gefið orðið og fór hún yfir ferlið við samningsgerð þessa.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: 
  Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Veiðifélag Vesturdalsár og felur sveitarstjóra að ganga frá honum. Einnig að leggja fyrir sveitarstjórn drög að samningi um endurbætur að teknu tilliti til úttektar náttúrustofu Austurlands.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Bjartur Aðalbjörnsson leggur til að fresta afgreiðslu málsins til næsta sveitarstjórnarfundar þar sem tekið verður tillit til athugasemda sem komið hafa fram á fundinum. 

  Samþykkt samhljóða.

  Jenný Heiða Hallgrímsdóttir víkur af fundi og í hennar stað kemur Axel Örn Sveinbjörnsson.

 • Brim­varn­ar­garð­arnir, minn­is­blað frá Vega­gerð­inni
  Fyrir fundinum liggur minnisblað dagsett 21. júní frá Vegagerðinni.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson.

  Eftirfarandi tillaga Vopnafjarðarlistans er lögð fyrir fundinn: 

  ‘‘Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fagnar því að tillaga að úrbótum sé komin í farveg en vill ítreka mikilvægi þess að viðgerð hefjist ekki seinna en á haustmánuðum 2022 og að verkinu ljúki sem fyrst.
  Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gerir athugasemd við að í tillögunni að úrbótum sé ekki líka lagt til að gera við þær skemmdir sem hafa orðið á ytri garðinum. Að mati sveitarstjórnar þjónar sá garður mjög svo mikilvægu hlutverki í að brjóta niður úthafsölduna áður en hún skellur á innri garðinum og því jafnframt mikilvæg vörn fyrir þann grjótgarð.  
  Í ljósi þessa þá óskar sveitarstjórn eftir fundi með fulltrúa Vegagerðinnar um framhald mála.‘‘

  Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Breyt­ingar í sorp­flokkun og sorp­hirðu
  Fyrir fundinum liggja gögn um breytingar á lögum um sorpflokkun og sorphirðu. 

  Oddviti gefur Söru Elísabetu Svansdóttur, sveitarstjóra, orðið og fer hún í stuttu máli yfir þær breytingar sem lagabreytingar þessar kveða á um. 

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

  Til máls tóku Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir.

  Fyrirliggjandi tillaga er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Innsent erindi, Uppbygging ferða­þjón­ustu á Vopna­firði
  Fyrir fundinum liggur bréf frá rekstraraðilum Hótels Tanga vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Vopnafirði.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: 

  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða rekstraraðila hótels Tanga á fund með sveitarstjóra og fulltrúum beggja lista til að ræða uppbyggingu ferðaþjónustu á Vopnafirði.

  Til máls tók Bjartur Aðalbjörnsson.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.
  Samþykkt samhljóða.

 • Sameig­inleg félags­þjón­usta Múla­þings, Vopna­fjarð­ar­hrepps og Fljóts­dals­hrepps
  Fyrir fundinum liggur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu milli Vopnafjarðarhrepps, Múlaþings og Fljótsdalshrepps dagsettur 4. mars 2022.

  Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi samning um sameiginlegt þjónustusvæði almennrar og sértækrar félagsþjónustu sveitarfélaganna Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að framkvæmd þjónustunnar verði í samræmi við fyrirliggjandi samning.

  Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Björn Heiðar leggur til að tillagan verði samþykkt og óskar jafnframt eftir því að sveitarstjórnarfulltrúar fá senda kostnaðaráætlun vegna samnings þessa.

  Samþykkt samhljóða.
 • Hleðslu­stöð á Vopna­firði
  Lagt fram tilboð í hleðslustöð á Vopnafirði.
  Eftirfarandi tillaga liggur frammi: Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og að sjá til þess að hleðslustöð við áhaldahús verði opin fyrir almenning.

  Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson og Sara Elísabet Svansdóttir.

  Tillagan er borin upp til samþykktar.

  Til máls tók Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

  Samþykkt samhljóða.
 • Komur skemmti­ferða­skipa, tilboð í þolmarka­grein­ingu
  Lagt fram til kynningar tilboð í þolmarkagreiningu vegna komu skemmtiferðaskipa frá Eflu, verkfræðistofu.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir.

2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

 • Hreppsráð 19.5

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Kjör­stjórn 24.5

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 168. fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands

  ​Lagt fram til kynningar.

3. Almenn mál#3-almenn-mal

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra
  Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hún hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

  Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Sara Elísabet Svansdóttir, Hafdís Bára Óskarsdóttir.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:41.