Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 1

Kjörtímabilið 2022—2026

3. júní 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 13:00
Axel Örn Sveinbjörnsson ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 3.júní 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 13:00. Björn Heiðar Sigurbjörnsson sem er sá kjörni fulltrúi sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórn, setti fyrsta fund nýkjörinnar sveitarstjórnar og bauð nýja sveitarstjórnarfulltrúa velkomna til starfa. Að svo búnu var gengið til dagskrár.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Bréf kjör­stjórnar Vopna­fjarð­ar­hrepps dags. 30.maí 2022

    ​Lagt fram bréf kjörstjórnar Vopnafjarðarhrepps frá 30.maí sl. þar sem fram kemur niðurstaða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 14.maí síðastliðinn.


    Greidd atkvæði voru 392, auðir seðlar voru 14 og ógildir þrír. 

    B-listi Framsóknar og óháðra fékk 190 atkvæði og fjóra menn kjörna en H-listi Vopnafjarðarlistinn 185 atkvæði og þrjá menn kjörna. 

    Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn hefur verið sendur tölvupóstur um kjörið ásamt skýrslu um úrslit kosningarinnar og einnig öllum varamönnum.

    Kjörnir aðalmenn eru:
    Axel Örn Sveinbjörnsson B-lista,
    Bjartur Aðalbörnsson H-lista,
    Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir B-lista,
    Björn Heiðar Sigurbjörnsson H-lista,
    Sigurður Grétar Sigurðsson B-lista,
    Hafdís Bára Óskarsdóttir H-lista og
    Sigrún Lára Shanko B-lista.

    Kjörnir varamenn eru:
    Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir B-lista,
    Kristrún Ósk Pálsdóttir H-lista,
    Bobana Micanovic B-lista,
    Sandra Konráðsdóttir H-lista,
    Jenný Heiða Hallgrímsdóttir B-lista,
    Berglind Steindórsdóttir H-lista og
    Hreiðar Geirsson B-lista.



  • Kosning oddvita sveit­ar­stjórnar til eins árs

    ​Gengið var til kosninga um oddvita sveitarstjórnar til eins árs. Aðalbjörg Ósk bar fram þá tillögu að Axel Örn Sveinbjörnsson yrði kosinn oddviti. Engar aðrar tillögur komu fram. Fyrirliggjandi tillaga var síðan borin undir atkvæði.


    Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttur, Sigurður Grétar Sigurðsson og Sigrún Lára Shanko kusu með.

    Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Hafdís Bára Óskardsdóttir sátu hjá.

    Nýkjörinn oddviti Axel Örn Sveinbjörnsson tók síðan við fundarstjórn sem oddviti sveitarstjórnar.

    Bjartur Aðalbjörsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson tóku til máls.


  • Kosning 1.vara­odd­vita og 2.vara­odd­vita til eins árs

    ​Axel Örn Sveinbjörnsson lagði til að Aðalbjörgu Ósk Sigmundsdóttur yrði 1. varaoddviti og Sigurð Grétar Sigurðsson yrði 2. varaoddviti. 


    Axel Örn Sveinbjörnsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttur, Sigurður Grétar Sigurðsson og Sigrún Lára Shanko kusu með.

    Bjartur Aðalbjörnsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Hafdís Bára Óskardsdóttir sátu hjá.

    Axel Örn Sveinbjörnsson tók til máls.
  • Kosning aðal- og vara­full­trúa í kjör­stjórn (3 aðal­menn, 3 vara­menn)

    ​Frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kosning í hreppsráð, 3 full­trúar til eins árs

    ​Frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

    Samþykkt samhljóða.

    Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson tóku til máls.
  • Kosning formaður og vara­formaður hrepps­ráðs til eins árs

    ​Frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Tillaga að nýju nefnd­ar­fyr­ir­komu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Lögð fram til kynningar tillaga að nýju nefndarfyrirkomulagi Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða. Málinu vísað til seinni umræðu.


    Axel Örn Sveinbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson tóku til máls.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:14.