Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 64

Kjörtímabilið 2018—2022

12. maí 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að bæta tveimur fundargerðum inn til kynningar: Fræðslunefnd 5.5 og Kjörstjórn 11.5. og viljayfirlýsingu vegna Finnafjarðarverkefnisins undir „Almenn mál“. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Menn­ing­ar­mála­nefnd 12.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 909.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 27.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Kjör­stjórn 4.5

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fræðslu­nefnd 5.5

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 9.5

    a. Deiliskipulag miðbæjar Vopnafjarðarhrepps – vinnslutillaga

    Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt og veitir skipulagsráðgjafa heimild til að bæta skýringum við gögnin áður en tillagan verður auglýst. Samþykkt samhljóða.
  • Kjör­stjórn 11.5

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Ársreikn­ingur 2021 – seinni umræða

    ​Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.328 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 890 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 32 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 115 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagins í árslok 2021 nam 887 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 153 millj. kr. 

    Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú geisar hefur almennt áhrif á mörgum sviðum þar með talin efnahagsleg. Fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið á árinu voru ekki veruleg en komu helst fram í breytingu á tilhögun á veitingu þjónustu s.s. skólastarfi og auknum forföllum starfsmanna. Eins og komið hefur fram í ársreikningum undanfarinna ára þá duga framlög ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins og hefur sveitarfélagið þurft að greiða með rekstrinum. Skuldastaða sveitarfélagsins er hins vegar góð. 

    Ársreikningur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2021 hefur hlotið afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi við 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og er staðfestur og áritaður við síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.
  • Fjár­hags­áætlun 2022 – viðauki 2

    ​Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram. Breyting á fjárfestingu um 10 m.kr. og aukning á eignarhlut um 885 þús. Kr. Handbært fé lækkar um sömu upphæð. Samþykkt samhljóða.

  • Þátt­töku­nám­skeið ungmenna­ráðs 2.5

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022 – 2044

    Umsagnarferli um Svæðisskipulag Austurlands er lokið. Óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki að svæðisskipulagið fari í auglýsingu.

    Svæðisskipulagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar tillögu um að auglýsa svæðisskipulag Austurlands til opinberrar birtingar. Umsagnarferli um Svæðisskipulag Austurlands er lokið.

     Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 verði auglýst í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, að teknu tilliti til niðurstaðna svæðisskipulagsnefndar Austurlands á fundi hennar 28.4.2022 og að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 23. gr. Skipulagslaga. Samþykkt samhljóða.

  • Nefnd­ar­laun Vopna­fjarð­ar­hrepps – minn­is­blað

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað um tillögu að nefndarlaunum sveitarstjórnar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

  • Vega­merk­ingar við Vopna­fjarð­araf­leggjara – minn­is­blað

    Lagt fram til kynningar minnisblað um vegamerkingar við Vopnafjarðarafleggjara og opnun Hellisheiðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja samtal við Vegagerðina varðandi vegamerkingar og þjónustu á Vopnafirði. Samþykkt samhljóða.

  • Vega­gerðin - Yfir­litsáætlun jarðganga

    Lögð fram til kynningar skýrsla frá Vegagerðinni um yfirlitsáætlun jarðganga dagsett 1.júlí 2021. Fráfarandi sveitarstjórn vill láta það verða eitt af sínum síðustu verkum að endurvekja umræðuna um jarðgöng yfir á Hérað og leggur til að ný sveitarstjórn taki málið upp sem fyrst. Samþykkt samhljóða.

  • Finna­fjörður – vilja­yf­ir­lýsing

    ​Lögð fram viljayfirlýsing vegna áframhaldandi samstarfs, Bremenports GmbH & Co. KG, Eflu, Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Vonar­ljós - styrk­beiðni

    Lögð fram styrktarbeiðni frá Vonarljósi. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:43. Oddviti þakkar núverandi sveitarstjórn og sveitarstjóra fyrir farsælt samstarf og óskar komandi sveitarstjórn alls hins besta.