Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 63

Kjörtímabilið 2018—2022

27. apríl 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka fyrst fyrir lið a: Ársreikningur 2021 – fyrir umræða“ undir „Almenn mál og bæta inn liðnum „Styrktarbeiðni frá unglingunum í Drekanum“ undir „Bréf til sveitarstjórnar“. Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • 167.fundur Heil­brigð­is­stofn­unar Aust­ur­lands 6.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 7.4

    ​a. Malbikun í Sigtúni

    Lagt fram tilboð í malbikun í Sigtúni frá Malbikun Norðurlands ásamt kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun. Heildarkostnaður er áætlaður tæplega 10 milljónir. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og að gerður verði viðauki fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2022. Samþykkt samhljóða.
  • Hreppsráð 9.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Kjör­stjórn 11.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd 13.4

    ​a.     Deiliskipulag Holta- og Skálaneshverfis – lýsing

    Sveitarstjórn samþykkir að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða. 
    b.Deiliskipulag miðsvæðis Vopnafjarðarhrepps – umsagnir
    Auglýsingu lýsingar á deiliskipulagi fyrir miðsvæði Vopnafjarðarhrepps er lokið. Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun og Vegagerðinni. Umsögnum vísað til skipulagsráðgjafa. Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði vinnslutillaga. Samþykkt samhljóða. 

    Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Ársreikn­ingur 2021 – fyrri umræða

    ​Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vopnafjarðarhrepps og stofnana hans fyrir árið 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins, Magnúsi Jónssyni hjá KPMG. Sveitarstjórn samþykkir að halli Sundabúðar 2021 færist til gjalda í ár sem framlög til heilbrigðismála,  alls 39.733.000 króna. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi 2021 til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.

    Magnús Jónsson og Baldur Kjartansson víkja af fundi kl. 14:40.


  • Kjör­stjórn – tilnefning vara­manna

    ​Sveitarstjórn tilnefnir Bjarna Björnsson, kt. 240888-2709, Ingólf Daða Jónsson, kt. 191188-2339 og Hrafnhildi Fjólu Ævarsdóttur, kt. 230678-2459 sem varamenn í kjörstjórn Vopnafjarðarhrepps vegna sveitarstjórnarkosninga 14.maí 2022. Samþykkt samhljóða.

  • Kjör­skrá fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 14.maí 2022

    ​Afgreiðsla kjörskrár vegna  sveitarstjórnarkosninga 14.maí 2022.

    Oddviti  Vopnafjarðarhrepps lagði fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps  samþykkir  framlagða kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 14.maí n.k. Á kjörskrá eru alls 506 einstaklingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra áritun kjörskrárinnar og framlagningu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninganna nk í samræmi við 32. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Samþykkt samhljóða.


  • Kynning á starf­semi Bjargs – saman­tekt

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað um húsnæðismál á Vopnafirði. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

  • Ósk stjórnar FFPD um fram­leng­ingu samn­ings um einka­afnot af landi, erindi frá FFPD, dags. 24.mars 2022

    ​Lögð fram fundargerð stjórnar FFPD, dags 24.mars 2022, bréf FFPD um framlengingu samnings til 2060 og minnispunktar Bonafide lögmanna dags. 5.apríl 2022.

    Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins, þar sem ekki er hægt að verða við beiðni um framlengingu á þeim réttindum sem óskað er eftir í bréfi FFPD. Samþykkt samhljóða. 
  • Niður­staða valkosta­grein­ingar Vopna­fjarð­ar­hrepps

    Lögð fram samantekt og niðurstaða valkostagreiningar Vopnafjarðarhrepps sem unnin var af RR ráðgjöf. Sveitarstjórn leggur til við nýja sveitarstjórn að hafa opinn íbúafund í haust þar sem niðurstaða valkostagreiningar og reynsla annarra af sameiningarmálum verður kynnt. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

  • Nefnd­ar­fyr­ir­komulag Vopna­fjarð­ar­hrepps – minn­is­blað

    ​Lögð fram til kynningar tillaga að nefndarfyrirkomulagi Vopnafjarðarhrepps.

  • Kaup Selár­dals á 50% eign­ar­hlut í jörð­inni Krossavík 1 í Vopna­firði - Beiðni um umsögn Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Lögð fram beiðni um umsögn Vopnafjarðarhrepps sbr. 8 mgr. 10 gr.a jarðalaga nr. 81/2004 vegna kaupa félagsins Selárdals ehf., kt. 521203-2850, á 50% eignarhlut í jörðinni Krossavík 1 (F2171315) í Vopnafirði. Sveitarstjórn fór yfir erindið með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga. Sveitarstjórn telur að fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist núgildandi skipulagsáætlunum Vopnafjarðarhrepps, og sé ekki í ósamræmi við landsskipulagsstefnu. Áformuð nýting fasteignar getur að mati sveitarstjórnar samræmst stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar. sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni. Ráðstöfunin er a.m.k. ekki til þess fallin að rýra möguleika á landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.

    Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að ráðherra heimili þessa ráðstöfun eignarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Svar við bréfi Vopna­fjarð­ar­hrepps vegna sérreglna um úthlutun byggða­kvóta til fiski­skipa

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Bréf frá Davíðs­sonum – sérreglur um byggða­kvóta

    Lagt fram bréf frá Davíðssonum varðandi sérreglur um byggðakvóta. Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

  • Styrkt­ar­beiðni frá ungling­unum í Drek­anum

    ​Lögð fram styrktarbeiðni frá unglingunum í Drekanum vegna Samfés hátíðar sem þau eru að sækja til Hafnarfjarðar 29.-30.apríl. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja ferðina um 200.000 kr. Samþykkt samhljóða.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    Sveitarstjóri fór yfir verkefni sín undanfarnar vikur,  það sem er á döfinni og framkvæmdir sveitarfélagsins. Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi undanfarið. Forsetahjónin komu í opinbera heimsókn til Vopnafjarðar 25.mars síðastliðinn og gekk heimsóknin vonum framar. Ennig kom Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings í heimsókn og kynnti fyrir sveitarstjórn ferilinn við sameiningu Múlaþings. Vinna við endurskoðun ársreikninga gekk vel og var unnin af KPMG, verið er að klára stafræna húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Mötuneyti Vopnafjarðarhrepps fara í útboð í vor og verið er að undirbúa útboðið. Mikið er um að vera í Æskulýðs- og fjölmenningarmálum og eru unglingarnir í félagsmiðstöðinni á leið á Samfestinginn, hátíð á vegum Samfés. Einnig er innleiðing á Barnvænu sveitarfélagi á áætlun. Vinna við nýtt aðalskipulag er í fullum gangi og er stefnan að klára það fyrir lok árs. Verndarsvæði í byggð fyrir miðbæinn er á lokametrunum og klárast í vor. Framkvæmdir ársins 2022 eru farnar af stað. Vinna við hönnun á skólalóð er í fullum gangi, hljóðvistin í Brekkubæ verður endurbætt. Félagsmiðstöðin Drekinn og félagsheimilið Mikligarður verða gerð upp að utan sem og sundlaugin í Selárdal. Haldið verður áfram að leggja ljósleiðara í þéttbýlinu á vormánuðum. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:57.